Morgunblaðið - 09.12.2021, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 09.12.2021, Blaðsíða 63
MENNING 63 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 2021 Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is TRYGGÐU ÞÉR MIÐA INNÁ CHAN MADDEN NANJIANI McHUGH HENRY RIDLOFF BARRY KEOGHAN DON LEE WITH KIT HARINGTON WITH SALMA HAYEK AND ANGELINA JOLIE O B S E R V E R E N T E R TA I N M E N T 94% Frábær ný Fjölskyldumynd frá Disney sýnd með Íslensku og Ensku tali H ouse of Gucci er ævisögu- leg dramamynd, sem leikstýrt er af Ridley Scott og spannar yfir þrjá áratugi. Kvikmyndin er byggð á bókinni The House of Gucci: A Sensational Story of Murder, Mad- ness, Glamour, and Greed eftir Sara Gay Forden og segir sanna sögu um endalok þátttöku Gucci-ættarinnar í fyrirtækinu Gucci. Myndin fylgir sambandi Patriziu Reggiani (Lady Gaga) og Maurizio Gucci (Adam Driver) sem táknar upphaf þeirra endaloka. Ástarsaga Partiziu og Maurizio er sterkasti hlut myndarinnar og mætti flokkast sem „kamp“, þ.e. eitthvað sem verður aðlaðandi fagurfræði- lega séð vegna þess að það birtir vondan smekk eða kaldhæðni. Pat- rizia Reggiani er ung, frökk og að- laðandi ítölsk kona sem starfar sem skrifstofustjóri hjá vöruflutninga- fyrirtæki föður síns. Í teiti hittir hún Maurizio Gucci, laganema og erf- ingja 50% hlutdeildar í Gucci- tískuhúsinu. Patrizia eltir hinn feimna og vandræðalega Maurizio og heillar hann upp úr skónum með sínu mikla sjálfsöryggi og sjarma. Faðir hans, Rodolfo, vill meina að Patrizia sé „gullgrafari“, þ.e.a.s. sækist aðeins eftir auð hans og neyð- ir hann til þess að velja á milli henn- ar eða Gucci arfleiðarinnar. Mauri- zio virðist eiga auðvelt með það val og velur Patriziu fram yfir Gucci og yfirgefur fjölskylduna. Svo virðist sem Maurizio hafi engan áhuga á að taka þátt í fjölskyldufyrirtækinu og sækist ekki eftir peningum fjöl- skyldunnar. Áhorfendur eiga því erfitt með að ímynda sér að róman- tík þeirra eigi eftir að breytist í erf- iða baráttu um yfirráð yfir Gucci. Maurizio byrjar að vinna hjá fyrir- tæki föður Patriziu og ástin virðist blómstra á milli þeirra. Hins vegar einn daginn þegar nýgiftu hjónin eru að ganga frá þvotti heima hringir frændi Maurizio, Aldo Gucci (Al Pacino) og býður þeim í afmælið sitt. Patrizia tekur vel í það og hefst þá hennar barátta fyrir því að komast inn í Gucci-fjölskylduna. Erfitt er að átta sig hvaðan þessi áhugi hennar kemur þar sem Ridley Scott stillir þeim hjónum upp eins og þeim þyki sitt einfalda líf, sem þau áttu áður, nægja. Þessi áhugi Patriziu á Gucci kemur því, bæði áhorfendum og eiginmanni hennar, að óvörum. Við tekur langdreginn kafli þar sem Pat- rizia reynir að sannfæra Maurizio um að taka þátt í fjölskyldufyrirtæk- inu og loks að taka yfir fyrirtækið með svikum og brellum sem hún leggur til. Áhorfendur eiga erfitt með skilja þessa ákvörðun Patriziu að þvinga alla aðra fjölskyldumeð- limi Gucci út úr fyrirtækinu sem hún hafði áður talið sem vini eða ætt- ingja. Persónusköpunin hjá Ridley Scott er þannig bjöguð þar sem áhorfendur átta sig ekki á af hverju persónurnar taka þær ákvarðanir sem þær gera. Það spilar einnig inn í að sjónarhorn tökuvélarinnar er alviturt og áhugalaust en svo virðist sem Scott vilji ekki sýna raunveru- legar tilfinningar eða nota sjónar- horn í fyrstu persónu í myndinni. Atriði sem ættu því að vera tilfinn- ingaþrungin mistakast eins og t.d. þegar hjónin svíkja Paolo Gucci (Jared Leto), frænda Mauricio sem er annar veikur hlekkur myndar- innar. Jared Leto færir hlutverkinu ekkert með sínum ýkta leik. Þriðji og síðasti hluti myndar- innar fylgir Patriziu einni og fyrir- áætlunum hennar að myrða fyrrum eiginmann sinn, Maurizio, eftir að hann tekur upp samband við aðra konur og skilur við Patriziu. Mauri- zio er þá eini meðlimur fjölskyld- unnar sem er enn eigandi í Gucci- fyrirtækinu þökk eða sök sé Patriziu. Búningarnir eftir Janty Yates og leikmyndin eftir Arthur Max eru fal- lega útfærð og ekki ólíklegt að þau verði tilnefnd til Óskarsins fyrir sín góðu störf. Leikur Lady Gaga og Adam Driver stendur einnig upp úr og bera þau myndina í sameiningu á herðum sér. Myndin inniheldur því marga fallega og vel unna þætti en Ridley Scott tekst að eyðileggja fyr- ir sjálfum sér rétt eins og Gucci- fjölskyldan gerði á sínum tíma. „Father, Son, and House of Gucci“ Eyðileggja „Leikur Lady Gaga og Adam Driver stendur einnig upp úr og bera þau myndina í sameiningu á herðum sér. Myndin inniheldur því marga fallega og vel unna þætti en Ridley Scott tekst að eyðileggja fyrir sjálfum sér rétt eins og Gucci-fjölskyldan gerði á sínum tíma,“ skrifar rýnir um kvikmyndina House of Gucci. Laugarásbíó House of Gucci/ Gucci-arfleifðin bbbmn Leikstjórn: Ridley Scott. Handrit: Roberto Bentivegna. Aðalleikarar: Lady Gaga, Adam Driver, Al Pacino og Jared Leto. Bandaríkin, 2021. 157 mín. JÓNA GRÉTA HILMARSDÓTTIR KVIKMYNDIR Multis, sem gefur út myndverk í upplagi eftir ýmsa samtímalista- menn, hefur opnað sýningarrými á Hafnartorgi, Tryggvagötu 21. Þar verða í dag, fimmtudag, kl. 17 til 19 frumsýnd verkin „Fimm teikn- ingar“ eftir Gunnhildi Hauksdóttur myndlistarmann ásamt nýjum blek- verkum í upplagi. „Fimm teikn- ingar“ eru innsetning úr tveimur hljóðrásum, skúlptúr og teikn- ingum og eru úr röð verka þar sem Gunnhildur vinnur með umbreyt- ingu teikninga yfir í raddskrár. „Teikningarnar“ vann hún í sam- starfi við fimm ungar djass- söngkonur í Litháen. Raddskrá Eitt verka Gunnhildar Hauks- dóttur á sýningunni í sýningarrými Multis. Teikningar Gunn- hildar hjá Multis Ragnari Jónas- syni tekst með glæsibrag að ljúka þríleik sín- um um lög- reglukonuna Huldu Her- mannsdóttur. Þannig skrifar Bo Tao Michaël- is, rýnir hjá Politiken, um glæpasöguna Mistur sem hann gefur fjögur hjörtu af sex mögu- legum. Bókin kom nýverið út í Danmörku í þýðingu Rolfs Stav- nem. Rýnir segir erfitt að skrifa um bókina án þess að ljóstra of miklu upp. Hann mælir með bóka- flokknum, en kallar engu að síður eftir ögn meiri húmor í glæpasög- um Ragnars. Lýkur þríleik sín- um með glæsibrag Ragnar Jónasson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.