Morgunblaðið - 09.12.2021, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 09.12.2021, Blaðsíða 26
26 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 2021 Vagnhöfði 7, 110 Reykjavík | Sími: 517 5000 | stalogstansar.is 2012 2021 HJÁ OKKUR FÁST VARAHLUTIR Í AMERÍSKA BÍLA st’ al og Stál og stansar VIÐTAL Margrét Þóra Þórsdóttir Akureyri Dagbjört Ósk Jónsdóttir á Akur- eyri stundar nám við listnáms- og hönnunarbraut Verkmenntaskólans á Akureyri, byrjaði í haust og er því á fyrstu önn sinni þar. Hún ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur því hún, ein Íslendinga, er með sjúkdóm sem leitt hefur til þess að Dagbjört missti sjón á hægra auga og undanfarin þrjú ár hefur sjón hennar á því vinstra versnað. Sjúkdómurinn nefnist Chronic Relapsing Inflammatory Optic Neuropathy, CRION. Einungis um 120 manns í öllum heiminum eru með hann. Þrátt fyrir sjónleysið tekst Dagbjört á við krefjandi nám sitt á listnámsbrautinni af miklum áhuga og elju. Dagbjört er lögblind en hún seg- ir að enn hafi hún nokkra sjón á vinstra auga og geti bjargað sér að mestu með henni. „Ég get gert margt af því sem mínir jafnaldrar gera, og reyni bara að lifa í núinu og hugsa sem minnst um hvað get- ur orðið. Ég horfi bara á þá stöðu sem ég er í núna og hef það að markmið að njóta lífsins eins og aðrir,“ segir hún. Missti sjón mjög snögglega Sjúkdómurinn uppgötvaðist þeg- ar Dagbjört átti tvo mánuði eftir í að ná 11 ára aldri, en það var í september árið 2016. „Ég fór þá um haustið að taka eftir því að sjónin á hægra auganu var eitthvað skrýtin, ég fann ekki neitt til, en sjónin fór minnkandi, varð lakari og lakarin eiginlega með hverjum degi sem leið,“ segir hún og svo fór að á undraskömm- um tíma missti hún sjón á hægra auga, þá enn barn að aldri. Á þeim tíma var enn allt í lagi með sjón hennar á vinstra auga. Hún segir að fyrst fyrir um þremur árum hafi hún orðið vör við að sjón hennar á því auga væri að versna. Hún hef- ur svo á tímabilinu smám saman orðið verri, en enn sér Dagbjört aðeins frá sér. „Þetta gerðist mjög snögglega og ég hafði satt að segja ekki tíma til að velta mér upp úr því sem fyr- ir mig var að koma, þetta bara gerðist. En auðvitað var það áfall,“ segir hún. Hvítu blóðkornin ráðast á sjóntaugina Læknar vissu í fyrstu ekki hvað væri að og lyfjagjöf var reynd og um tíma kom sjónin til baka, en á nú á liðnu ári hefur sjón á vinstra auga minnkað til muna og lyfjagjöf heldur ekki aftur af sjúkdómnum líkt og hún gerði í fyrstu. Sjúk- dómurinn, CRION, er mjög sjald- gæfur sjóntaugakvilli, sjálfsofnæmi sem lýsir sér í því að hvítu blóð- kornin ráðast á sjóntaugina. Ekki er þó að hennar sögn vitað af hverju það gerist. Dagbjört segir að hún viti ekki betur en hún sé eini Íslendingurinn með þennan sjúkdóm og harla fáir hafi hann al- mennt. Tekur lyf daglega Dagbjört hefur farið reglulega í lyfjagjöf á Sjúkrahúsinu á Akur- eyri og eins farið tvisvar á ári til Reykjavíkur í sama tilgangi. Þá tekur hún einnig lyf daglega sem eiga að halda ónæmiskerfinu niðri. „Ég reyni eins og ég get að láta þetta ekki stoppa mig. Finn frekar nýjar leiðir til að gera það sem mig langar að gera,“ segir hún og bætir við að aldrei hafi annað komið til greina en fara í nám á listnáms- braut, því þar liggur hennar áhugi og ástríða. Frá því hún man eftir sér var hún ævinlega að föndra, búa eitthvað til, mála og teikna. Finn fyrir velvilja í skólanum „Ég veit auðvitað ekki neitt um það hvað verður í framtíðinni, hvort ég næ að halda þeirri litlu sjón sem ég þó hef eða hvort ég missi hana. Ég get ekki verið að velta mér upp úr því, það eina sem ég horfi á er staðan eins og hún er núna, það sem skiptir máli er nú- ið,“ segir Dagbjört. Hún segir að sér hafi verið vel tekið í VMA og þar á bæ séu allir af vilja gerðir að greiða götu henn- ar. „Ég hef fundið fyrir miklum vel- vilja og viðmótið er gott, það vilja allir gera fyrir mig það sem hægt er til að ég geti stundað þetta nám,“ segir hún en meðal hjálp- artækja sem hún nýtir sér við námið er tölvu, sími, iPad, stækk- unargler og fleira sem kemur að gagni. Í krefjandi listnámi með litla sjón - Dagbjört Ósk stundar nám á listnáms- og hönnunarbraut VMA - Missti snögglega sjón á hægra auga - Versnandi sjón á því vinstra - Hefur mikinn áhuga á sköpun - Segist lifa í núinu Morgunblaðið/Margrét Þóra Nemi Dagbjört Ósk Jónsdóttir stundar nám við Verkmenntaskólann á Akureyri og glímir við augnsjúkdóm. Myndir Nokkur þeirra verka sem Dagbjört hef- ur málað í námi sínu. Áformað er að leggja fram frum- varp til breytinga á hafnalögum og hefur það verið kynnt í samráðsgátt. Meðal annars verður kveðið á um rafræna vöktun í höfnum. Er talin þörf á ákvæði þessa efnis til að vinnsla persónuupplýsinga byggist á viðhlítandi lagastoð en ekki er að finna ákvæði þessa efnis í hafnalög- um. Þá verður í frumvarpinu lagt til ákvæði um gjaldtöku hafna vegna fiskeldisstarfsemi. Er lagagrund- völlur slíkrar gjaldtöku talinn óskýr samkvæmt gildandi lögum og hefur grundvallast á ákvæðum hafnalaga um aflagjöld og framkvæmd við gjaldtöku verið mismunandi eftir sveitarfélögum, segir í kynningu á frumvarpinu. Innleiðing reglugerðar Þar segir að með frumvarpinu verði lagðar til lagabreytingar til innleiðingar á ákvæðum reglugerð- ar ESB um að setja ramma um veit- ingu hafnarþjónustu og um sameig- inlegar reglur um gagnsæi í fjár- málum fyrir hafnir. Reglugerðin nær til hafna sem eru hluti af sam- evrópska flutninganetinu. Breytingar þessar snúa m.a. að því að setja ákvæði um það þegar annar aðili en höfn býður upp á þjónustu í höfnum, möguleika hafn- ar eða lögbærs yfirvalds til að gera lágmarkskröfur til utanaðkomandi aðila til að bjóða upp á þjónustu við skip eða heimildir til að takmarka fjölda þeirra sem bjóða upp á þessa þjónustu og að hafnarstjórn ráðfæri sig við notendur hafna við álagningu gjalda. Vaktstöð siglinga í hafnalög Meðal annars verður lögð til heimild fyrir hafnir til að veita um- hverfisafslætti frá hafnargjöldum. Mun sú heimild ná til allra hafna hér á landi. Þá verður lögð til breyting á hafnalögum um stjórnsýslukærur og lögð til skilgreining á hafnar- svæðum þannig að sett verði fram viðmið um hvernig beri að afmarka hafnarsvæði á sjó í hafnarreglu- gerðum. Lagt verður til að efni laga um vaktstöð siglinga, hafnsögu og leið- sögu verði færð í hafnalög. Enn fremur verða lagðar til breytingar á verkaskiptingu Samgöngustofu og Vegagerðarinnar á sviði hafnamála, m.a. er lýtur að eftirliti með hönnun og byggingu hafnarmannvirkja. Ákvæði um gjald- töku vegna fiskeldis - Frumvarp um ný hafnalög kynnt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.