Morgunblaðið - 09.12.2021, Blaðsíða 66
66 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 2021
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
Athygli vekur að nú á aðventunni
sýna tvö helstu alþjóðlegu gallerí
landsins verk eftir svissnesk-þýska
myndlistarmanninn Dieter Roth
(1930-1998) sem var búsettur hér um
langt árabil og
hafði víðtæk áhrif
á íslenska mynd-
listarsenu. Hann
er líka almennt
álitinn í hópi
áhrifamestu
myndlistarmanna
síðustu hálfrar
aldar í Evrópu.
Í BERG Con-
temporary var á
dögunum opnuð sýning með afar
fjölbreytilegum grafíkverkum en
Dieter vann alla tíð með frumlegum
og mjög skapandi hætti í hina ýmsu
grafík- og prentmiðla. Í i8 verður
svo opnuð í dag, fimmtudag, klukkan
17 sýning þar sem áhersla er á ein-
stök myndverk á pappír. Einnig eru
á sýningunni skúlptúrar, húsgögn og
verk sem Dieter vann í blandaða
miðla. Sumt af þessu eru upplags-
verk en mörg verkanna gerði Dieter
meðan hann bjó fyrst hér á landi –
flest eru verkin frá sjöunda og átt-
unda áratug liðinnar aldar. Eins og
segir í tilkynningu eru teikningarnar
á sýningunni unnar undir ýmiss kon-
ar áhrifum, meðal annars frá kon-
strúktívisma, geómetrískri abstrak-
sjón og súrrealisma, sem hann vann
úr á sinn einstaka hátt. Efnivið verk-
anna sótti Dieter iðulega í eigið líf og
upplifanir.
Hugmyndabankinn í grafíkinni
„Þetta eru tvær hliðar á Dieter,
rosalega ólíkar sýningar,“ segir
Björn Roth, son-
ur listamannsins
og náinn sam-
starfsmaður hans
um langt árabil.
Hvað sýning-
una á grafík-
verkunum varðar
bendir Björn á að
Dieter hafi lært
grafíska hönnun í
Sviss og þar sé
upphaf myndlistar hans. „Í prentinu
er upphafið og eins og við sem komin
erum á miðjan aldur vitum þá þýðir
ekki að forðast uppruna sinn. Það er
í genunum. Dieter kom alltaf aftur
að uppruna sínum í prenti. Hann
varð frægastur fyrir að í höndum
hans, og í þekktustu verkum, mygl-
aði allt, hvarf og eyddist. En hann á
sitt sjálf í grafíkverkunum, sem eru
alveg á hinum kantinum, reglulega
nákvæm og ekkert bítur á.“
Vinna í grafíkmiðla krefst viss aga
en um leið er í grafík Dieters bæði
leikur og alls kyns tilraunir. Björn
segir að prentarar hafi verið miklir
vinir Dieters og hann hafi notið þess
að vinna með þeim að myndverkum
og bókum. „Hann var alla tíð
drykkjumaður og prentararnir
kunnu vel að meta þegar hann mætti
með brennivín og bjór að prenta
með þeim,“ segir Björn kíminn.
Hann rifjar upp þegar Dieter vann
með prenturum í prentsmiðjunni
Grafík í Reykjavík og þeir prentuðu
eina nóttina sama þekkta grafík-
verkið 13 eða 14 sinnum í offset-
prentvélinni þar til pappírinn var
orðinn mettaður af bleki. Dieter tók
helminginn af upplaginu og gaf út en
tuttugu árum seinna kom hann aftur
að hinum helmingnum og bætti þá
silkiprenti ofan á og skapaði þannig
alveg ný verk.
Dieter Roth gerði alls 524 ólík
grafíkverk á ferli sínum og eru mörg
hver einstök. Heildarsafn grafík-
verka eftir hann hefur verið kallað
eitt það ríkulegasta og fjölbreytileg-
asta sem nokkur listamaður hefur
gert. „Hann lá ekkert sérstaklega
yfir þessu og pældi, hann vissi alveg
hvað lá fyrir honum. Hann svo
fáranlega öruggur með sjálfan sig og
vissi alveg hver hann var,“ segir
Björn. „Í grafíkinni getur fólk
kynnst Dieter, það sem hann gerði í
grafík kemur allt fram í öðrum verk-
um. Þarna er hugmyndabankinn.“
Þegar rætt er við Ingibjörgu
Jónsdóttur, gallerista í BERG Con-
temporary, segir hún það vera ein-
staklega ánægjulegt að geta sýnt
hér á landi öll þessi einstöku gæða-
grafíkverk eftir Dieter. Hann hafi
skapað framúrskarandi myndverk í
allar tegundir myndlistar og grafík
hans sé svo sannarlega á heims-
mælikvarða.
Eins og dagbók Dieters
Hvað varðar sýninguna sem verð-
ur opnuð í i8 í dag, segir Björn Roth
að þar sé „sé hitt og þetta og til
dæmis bréf og kort sem Dieter
sendi,“ en Dieter hafi farið daglega á
pósthús að senda bréf til ýmissa
vina, eða óvina, sem hann hafi oft
skrifað nóttina áður.
„Þegar hann var hér á Íslandi með
móður minni í lok sjötta áratugarins
og í byrjun þess sjöunda þá sendi
hann mikið af bréfum. Hann fékk
aldrei atvinnuleyfi hér, þrátt fyrir að
vera kvæntur íslenskri konu og eiga
hér börn, og var hálfpartinn að vinna
í felum í bakherbergjum hjá gull-
smiðum og arkitektum. Dieter var
ráðinn til dæmis sem kennari í
Handíða- og myndlistarskólann en
þá var sagt nei, hann fékk ekki leyfi
[…] þessi mikli fagmaður. En Hörð-
ur Ágústsson bjargaði eiginlega lífi
pabba, tók hann upp á arma sína og
kynnti hann fyrir ýmsu fólki og hann
vann með því sumu.“
Björn ítrekar að um sé að ræða
tvær mjög ólíkar sýningar. „Þetta
eru tvær ólíkar hliðar á Dieter. Þeir
sem vilja, eða skilja, geta lesið mikið
út úr þeim. Og það hittist bara svona
á að þessi tvö Reykjavíkurgallerí
hafa allt í einu þessi verk í hönd-
unum og sýna þau. Þessi bréf og
teikningar Dieters í i8 og grafíkina í
BERG Contemporary.“ Björn bætir
við að að það megi nánast lesa sýn-
ingarnar eins og dagbók Dieters og
þær segi mjög mikið þótt þær séu
ekki stórar.
„Fólk á að drífa sig á sýningarnar
og njóta verkanna. Og það þarf oft
að pæla í verkunum til að skilja þau,
karl faðir minn var einn kunnasti
myndlistarmaður síðustu aldar og
nýtur gríðarlegrar virðingar, en fólk
skilur oft ekki alveg þegar það er
súrmjólk yfir prentinu og hvaða pæl-
ing það er. En þessar sýningar eru
tvö mjög góð dæmi um vinnu Diet-
ers sem gaman er að pæla í,“ segir
Björn að lokum.
Dietersveisla í desember
- Galleríin BERG Contemporary og i8 sýna bæði verk eftir Dieter Roth - Í BERG Contemporary
eru ýmis grafíkverk - Sýning á teikningum, skúlptúrum og verkum með blandaðri tækni opnuð í i8
Póstkort Meðal verka í i8 er „Póst-
kort til Jóns Gunnars“ frá 1968, lit-
offsetprentað og ámálað kort.
Terta Eitt verkanna í BERG Con-
temporary, „Torte in der Sonne“
frá 1970. Silkiþrykk í 5 eintökum.
Morgunblaðið/Einar Falur
Veggspjöld Á einum veggnum í i8 galleríi er 21 veggspjald sem Dieter hannaði og offsetprentaði fyrir farandsýn-
ingu á verkum sínum, Dieter Roth, Books and Graphics, sem sett var upp víða í Evrópu og vestanhafs 1972-1974.
Fjölbreytileg Frá sýningunni á grafíkverkum eftir Dieter Roth í BERG Contemorary að Klapparstíg 16. Á sýning-
unni eru um 30 ólík verk frá 1970 til 1995, unnin í hina ýmsu grafíkmiðla og af mikilli hugvitssemi og kunnáttu.
Dieter Roth
Björn Roth
ECCO HERRASKÓR
FALLEGIR SPARISKÓR ÚR HÁGÆÐA LEÐRI MEÐ GÓÐUM SÓLA
18.995.- / St. 39-50
Vnr.: E-5013400101
17.995.- / St. 40-49
Vnr.: E-62165401001
18.995.- / St. 39-50
Vnr.: E-5014400101
18.995.- / St. 39-50
Vnr.: E-5010400101
KRINGLAN - SMÁRALIND - SKÓR.IS KRINGLAN - SMÁRALIND - SKÓR.IS
STEINAR WAAGE