Morgunblaðið - 09.12.2021, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 09.12.2021, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 2021 Jón Magnússon hugleiðir hvers vegna orkufyrirtækin séu uppiskroppa með sína vöru. Forstjórinn segi að vantað hafi rigningu. Það minnir Jón á að Gunnar Thoroddsen sagði eitt sinn að ekki yrði orkuskortur hér á meðan það rigndi: - - - Úrkoma sunn- anlands hefur verið með mesta móti allt þetta ár og þó þurrkar hafi verið á Norðaust- urlandi, þá ætti það ekki að setja orkukerfið á hlið- ina og leiða til skömmtunar á raf- magni. Hvað þá heldur þegar Lands- virkjun gengst aftur og aftur fyr- ir því að kanna hagkvæmni þess að selja raforku úr landi á grund- velli regluverks EES, sem mundi að sjálfsögðu leiða til mun hærra orkuverðs til neytenda á Íslandi og enn frekari orkuskorts. - - - Einfalda staðreyndin er sú, að VG hafa staðið gegn virkj- unum í landinu. Mikil verður ábyrgð Framsóknar- og Sjálf- stæðisflokks, ef þeir láta VG ráða för í þessu efni. - - - Núna þarf að hrinda í fram- kvæmd vinnu við vatnsafls- virkjanir, sem allra fyrst, t.d. það sem er óvirkjað í neðri hluta Þjórsár. Ódýrar hagkvæmar virkjanir, sem valda litlu raski. Sérkenni- legt að VG skuli almennt vera á móti vistvænni orkuöflun með vatnsaflsvirkjunum. - - - Það rignir nóg á Íslandi og það er ekki rigningunni að kenna heldur mistökum í stjórnkerfinu að það þurfi að skammta rafmagn í landinu eða nota olíu til orku- framleiðslu í stað vatnsafls.“ Jón Magnússon Ber blak af regninu STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Áfallinn kostnaður vegna pálmatrjáa í Vogabyggð er rúmar 10 milljónir króna. Þetta kemur fram í svari starfandi sviðsstjóra menningar- og ferða- málasviðs Reykjavíkur við fyrirspurn áheyrnar- fulltrúa Miðflokksins. Í svarinu kemur fram að miðað við nóvember sl. sé kostnaður vegna undirbúnings fyrir verkefnið samtals krónur 8.865.858. Innifalinn er kostnaður vegna forvals, kynningarfunda, dómnefndar og þóknunar til listamanna. Kostnaðaráætlun var um 9,2 milljónir. Að auki hefur fallið til kostnaður vegna raunhæfismats, sem framkvæmt var af um- hverfis- og skipulagssviði, krónur 1.242.250. Sam- tals eru þetta krónur 10.108.108. Pálmatré, tillaga þýska listamannsins Karin Sander, bar sigur úr býtum í samkeppninni um útilistaverk í Vogabyggð. Niðurstaða dómnefndar var kynnt í janúar 2019. Verkið gerir ráð fyrir að tveimur pálmatrjám sé komið fyrir í stórum turn- laga gróðurhúsum og að frá þeim stafi ljós og hlýja. Kostnaður við verkefnið var áætlaður 140 milljónir króna. Í október sl. var upplýst að verkið hefði staðist raunhæfismatið sem framkvæmt var. Hins vegar var ákveðið, í samráði við listamanninn, að fækka fyrirhuguðum pálmatrám í Vogabyggð úr tveimur í eitt. Kostnaðurinn verður því væntanlega lægri en upphafleg áætlun gerði ráð fyrir . sisi@mbl.is Kostnaður við pálma 10 milljónir Vogabyggð Pálmatréð verður inni í glerhólki. Seltjarnarnesbær og Ás styrkt- arfélag hafa gert með sér vilja- yfirlýsingu um samstarf um rekst- ur nýs búsetukjarna fyrir fatlað fólk sem verður reistur við Kirkju- braut 20. Seltjarnarnesbær mun eiga húsið og Ás styrktarfélag taka að sér rekstur hússins og þjónustu við íbúa. Ásgerður Hall- dórsdóttir bæjarstjóri, Bjarni Torfi Álfþórsson, formaður fjöl- skyldunefndar, og Þóra Þórarins- dóttir, framkvæmdastjóri Áss styrktarfélags, tóku fyrstu skóflu- stunguna að búsetukjarnanum í gær. Í búsetukjarnanum verða sex íbúðir fyrir fatlað fólk ásamt starfsmannarými. Heildarstærð hússins verður 553 fermetrar. Eins og kom fram í Morgunblaðinu á dögunum átti Húsasmíði ehf. lægsta tilboð í byggingu hússins sem áætlað er að muni kosta 293 milljónir króna. Gert er ráð fyrir að framkvæmdatími verði um 12 mánuðir og að fyrstu íbúar flytji inn í febrúar 2023. hdm@mbl.is Fyrsta skóflustungan að nýjum búsetukjarna Tímamót Fulltrúar bæjarstjórnar og Áss styrktarfélags munda skóflurnar. Kjarni Nýja byggingin við Kirkju- braut verður um 550 fermetrar.Fríform ehf. Askalind 3, 201 Kópavogur. 562–1500 Friform.is. 2 0 0 0 — 2 0 2 0 Eldhúsinnréttingar Tímabundin opnunartími vegna Covid–19 Mán. – Föst. 10–17 Laugardaga 11–15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.