Morgunblaðið - 09.12.2021, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 09.12.2021, Blaðsíða 30
30 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 2021 ULLARJAKKAR ÍSLENSK ULLAREINANGRUN NÝSKÖPUN Á HLÝJUM GRUNNI www.icewear.is Íslenska sauðkindin er einstök og hefur lifað af síbreytilegt íslenskt veðurfar í gegnum aldirnar. Íslenska ullin samanstendur af grófu togi og fíngerðu þeli sem andar vel og hrindir frá sér raka. Eiginleikar ullarinnar gefa stöðugan varma sem nýtist í einangrun í nýrri útivistar línu Icewear. Nýja ullareinangrunin er nýsköpun þar sem íslenska ullin er í fyrsta skipti unnin og notuð sem einangrun í útivistarflíkur. Íslenska ullareinangrunin í flíkum Icewear kemur í mismunandi þykktum sem henta hver um sig við fjölbreyttar aðstæður og mismunandi notkun. J afntefli varð í litlausri tíundu einvígisskák Magnúsar Carlsens og Jans Ne- pomnniactchis í Dúbaí í gær og virðist nú einungis formsatriði fyrir Norðmanninn að vinna einvígið því staðan er nú 6½:3½ og hann þarf einn vinning í þeim fjórum skákum sem eftir eru til að verja heims- meistaratitilinn. Ellefta skákin verð- ur tefld á morgun. Þessi staða í einvíginu kemur nokkuð óvart því að byrjunin lofaði góðu fyrir Nepo. Byrjanir hans voru markvissar og Magnús lenti í tals- verðum erfiðleikum í fimmtu skák- inni. En sigur hans í lengstu skák sem tefld verið í heimsmeist- araeinvígi sl. föstudag, 136 leikja maraþonviðureign, hefur greinilega slegið Nepo út af laginu. Leita þarf vel og vandlega í annálum til að finna jafn slaka leiki í heimsmeist- araeinvígi og þá sem urðu Nepo síð- an að falli í áttundu og níundu skák- inni. Maður hefði haldið að sálfræðilegur undirbúningur Nepos fyrir einvígið hefði átt að gera hann móttækilegan fyrir einhverju and- streymi en greinilegt er að höggið í sjöttu „lotu“ var of þungt. Eftir lit- laust jafntefli í sjöundu skákinni virtist allt í himnalagi í þessari stöðu: HM-einvígi í Dúbaí 2021; 8. skák: Magnús Carlsen – Jan Nepomni- achtchi Svartur heldur jafnvægi með 21. … Kg8 t.d. 22. De7 Be6 o.s.frv. Ann- ar möguleiki er 21. … Dd6 22. Db3 b5 23. Bxf7 Df4 24. Da3+ Dd6 með flókinni stöðu. Nepo átti nægan tíma en lék ótrúlegum afleik. 21. … b5?? 22. Da3+ Kg8 23. Dxa7 Dd8 Skárra var 23. … Bxh3 24. Dxf7+! Dxf7 25. He8 Kh7 26. Bxf7+ og hvít- ur á sælu peði meira. 24. Bb3 – og þessi staða er unnin á hvítt. Magnús vann í 46 leikjum. Nepo mætti svo til leiks í níundu skák með nýja hárgreiðslu. Hár- hnúturinn horfinn og dómgreindin kannski líka: HM-einvígi Dúbaí 2021; 9. skák: Jan Nepomniachtchi – Magnús Carlsen Nepo vissi að hann þyrfti að vinna þessa skák. En staðan á borðinu er jöfn og það virtist hann ekki geta sætt sig við. Best var 27. f3 Rh6 28. Be4 Hxc4 29. Hec1 en svartur leikur betur með 28. … Rf5. En nú kom hrikalegur afleikur … 27. c5?? Það var greinilegt á svipbrigðum heimsmeistarans að leikurinn kom honum í opna skjöldu. Eftir dágóða stund lék hann … 27. … c6! Biskupinn lokast úti og Nepo gafst upp eftir 39 leiki. Það verður ekki frá Norðmanninum tekið að hann nýtti færi sín vel í vinnings- skákunum þremur. Situr lítið við skákborðið Það háttalag Nepos að sitja sem minnst við borðið þegar skákirnar eru tefldar en dvelja í hvíldar- herbergi keppenda, hugsa sinn gang þar en stíga svo fram til að leika, hefur vakið athygli. Magnús hefur ekki gert neinar athugasemdir við þetta háttalag sem rifjar upp hat- ramma deilu sem spratt upp í loka- einvígi áskorendakeppninnar 1977/ 78 í Belgrad. Viktor Kortsnoj hafði náð miklu forskoti gegn Boris Spasskí, sem kaus upp frá því að sitja sem lengst í hvíldarherbergi sínu en kom fram til að leika. Korts- noj tók þessu afar illa og upp úr sauð. Skyndilega vann Spasskí fjór- ar skákir í röð en viðskiptum þeirra lauk með því að prúðmennið Spasskí steytti hnefann framan í Kortsnoj þegar síðasta skákin var tefld. En Kortsnoj vann og tefldi um heims- meistaratitilinn við Karpov sumarið og haustið 1978. Höggið í sjöttu „lotu“ var of þungt Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is AFP Ný hárgreiðsla Nepo og Magnús við upphaf níundu skákarinnar. Athygli vakti að Nepo hafði látið klippa sig.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.