Morgunblaðið - 09.12.2021, Síða 30

Morgunblaðið - 09.12.2021, Síða 30
30 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 2021 ULLARJAKKAR ÍSLENSK ULLAREINANGRUN NÝSKÖPUN Á HLÝJUM GRUNNI www.icewear.is Íslenska sauðkindin er einstök og hefur lifað af síbreytilegt íslenskt veðurfar í gegnum aldirnar. Íslenska ullin samanstendur af grófu togi og fíngerðu þeli sem andar vel og hrindir frá sér raka. Eiginleikar ullarinnar gefa stöðugan varma sem nýtist í einangrun í nýrri útivistar línu Icewear. Nýja ullareinangrunin er nýsköpun þar sem íslenska ullin er í fyrsta skipti unnin og notuð sem einangrun í útivistarflíkur. Íslenska ullareinangrunin í flíkum Icewear kemur í mismunandi þykktum sem henta hver um sig við fjölbreyttar aðstæður og mismunandi notkun. J afntefli varð í litlausri tíundu einvígisskák Magnúsar Carlsens og Jans Ne- pomnniactchis í Dúbaí í gær og virðist nú einungis formsatriði fyrir Norðmanninn að vinna einvígið því staðan er nú 6½:3½ og hann þarf einn vinning í þeim fjórum skákum sem eftir eru til að verja heims- meistaratitilinn. Ellefta skákin verð- ur tefld á morgun. Þessi staða í einvíginu kemur nokkuð óvart því að byrjunin lofaði góðu fyrir Nepo. Byrjanir hans voru markvissar og Magnús lenti í tals- verðum erfiðleikum í fimmtu skák- inni. En sigur hans í lengstu skák sem tefld verið í heimsmeist- araeinvígi sl. föstudag, 136 leikja maraþonviðureign, hefur greinilega slegið Nepo út af laginu. Leita þarf vel og vandlega í annálum til að finna jafn slaka leiki í heimsmeist- araeinvígi og þá sem urðu Nepo síð- an að falli í áttundu og níundu skák- inni. Maður hefði haldið að sálfræðilegur undirbúningur Nepos fyrir einvígið hefði átt að gera hann móttækilegan fyrir einhverju and- streymi en greinilegt er að höggið í sjöttu „lotu“ var of þungt. Eftir lit- laust jafntefli í sjöundu skákinni virtist allt í himnalagi í þessari stöðu: HM-einvígi í Dúbaí 2021; 8. skák: Magnús Carlsen – Jan Nepomni- achtchi Svartur heldur jafnvægi með 21. … Kg8 t.d. 22. De7 Be6 o.s.frv. Ann- ar möguleiki er 21. … Dd6 22. Db3 b5 23. Bxf7 Df4 24. Da3+ Dd6 með flókinni stöðu. Nepo átti nægan tíma en lék ótrúlegum afleik. 21. … b5?? 22. Da3+ Kg8 23. Dxa7 Dd8 Skárra var 23. … Bxh3 24. Dxf7+! Dxf7 25. He8 Kh7 26. Bxf7+ og hvít- ur á sælu peði meira. 24. Bb3 – og þessi staða er unnin á hvítt. Magnús vann í 46 leikjum. Nepo mætti svo til leiks í níundu skák með nýja hárgreiðslu. Hár- hnúturinn horfinn og dómgreindin kannski líka: HM-einvígi Dúbaí 2021; 9. skák: Jan Nepomniachtchi – Magnús Carlsen Nepo vissi að hann þyrfti að vinna þessa skák. En staðan á borðinu er jöfn og það virtist hann ekki geta sætt sig við. Best var 27. f3 Rh6 28. Be4 Hxc4 29. Hec1 en svartur leikur betur með 28. … Rf5. En nú kom hrikalegur afleikur … 27. c5?? Það var greinilegt á svipbrigðum heimsmeistarans að leikurinn kom honum í opna skjöldu. Eftir dágóða stund lék hann … 27. … c6! Biskupinn lokast úti og Nepo gafst upp eftir 39 leiki. Það verður ekki frá Norðmanninum tekið að hann nýtti færi sín vel í vinnings- skákunum þremur. Situr lítið við skákborðið Það háttalag Nepos að sitja sem minnst við borðið þegar skákirnar eru tefldar en dvelja í hvíldar- herbergi keppenda, hugsa sinn gang þar en stíga svo fram til að leika, hefur vakið athygli. Magnús hefur ekki gert neinar athugasemdir við þetta háttalag sem rifjar upp hat- ramma deilu sem spratt upp í loka- einvígi áskorendakeppninnar 1977/ 78 í Belgrad. Viktor Kortsnoj hafði náð miklu forskoti gegn Boris Spasskí, sem kaus upp frá því að sitja sem lengst í hvíldarherbergi sínu en kom fram til að leika. Korts- noj tók þessu afar illa og upp úr sauð. Skyndilega vann Spasskí fjór- ar skákir í röð en viðskiptum þeirra lauk með því að prúðmennið Spasskí steytti hnefann framan í Kortsnoj þegar síðasta skákin var tefld. En Kortsnoj vann og tefldi um heims- meistaratitilinn við Karpov sumarið og haustið 1978. Höggið í sjöttu „lotu“ var of þungt Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is AFP Ný hárgreiðsla Nepo og Magnús við upphaf níundu skákarinnar. Athygli vakti að Nepo hafði látið klippa sig.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.