Morgunblaðið - 09.12.2021, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 09.12.2021, Blaðsíða 41
41 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 2021 Jólalegt Lystigarður Hafnfirðinga í Hellisgerði er kominn í jólabúning og gaman að koma þar við, einkum er skyggja tekur. Jólaljósin í trjánum auka enn við birtuna og gefa lífinu lit. Unnur Karen Kannski er dig- urbarkalegt að kalla smáborgina Reykjavík heimsborg. Hún er í það minnsta ekki stór- borg. En í smáborg- arlífinu slær heims- borgarhjarta. Tækifærin til framfara óþrjótandi. Reykjavík stendur á spennandi umrót- stímum sem kalla munu á breyt- ingar. Tækniframfarir, fólksfjölgun og loftslagsbreytingar munu setja mark sitt á viðfangsefni framtíðar. Á vordögum gefst borgarbúum kostur á að kjósa sér nýja borgarstjórn. Við þau tímamót þarf Sjálfstæðisflokkur að byggja á framtíðarsýn sem sam- einar fólk á öllum aldri – á öllum sviðum mannlífsins. Framtíðarsýn sem varðveitir sérkenni Reykjavíkur en gætir þess að borgin þróist í takt við aðrar vestrænar borgir – og verði ekki undir í samkeppni um ungt fólk og atgervi. Framtíðarsýn sem trygg- ir fólki og fyrirtækjum farsælan far- veg til vaxtar og framfara. Ég gef kost á mér til að leiða lista Sjálfstæðisflokks í komandi kosn- ingum. Það geri ég af brennandi eld- móði fyrir sjálfstæðisstefnunni og trú minni á höfuðborg sem býður lif- andi borgarumhverfi, jöfn tækifæri og fjölbreytta kosti í frjálsu sam- félagi – þar sem sameiginleg framtíð er viðfangsefnið. Grunnskólar sem virka Ég trúi því að sérhvert barn hafi eitthvað mikilvægt fram að færa – að eitt verðugasta verkefni skólakerf- isins verði ávallt að tryggja öllum börnum jöfn tækifæri til að leita hæfileika sinna – og efla með þeim sjálfstraust til að skapa úr hæfi- leikum sínum tækifæri og verðmæti. Það byggist á trú minni á einstaklinginn og samfélag þar sem eng- inn er skilinn eftir. Ég tel rétt að borgin setji sér markmið um framúrskarandi grunn- skóla. Ég vil tryggja fjölbreytt námsmat og styðja betur við sjálf- stætt starfandi skóla. Jafnframt vil ég að höf- uðborgin vinni að því markmiði, að koma ís- lensku skólakerfi í röð 10 fremstu innan OECD fyrir árið 2040. Borgin taki forystu og leiði stórstíg framfaraskref í mennta- málum – ábyrgð höfuðborgarinnar er mikil og hana þarf að axla af al- vöru og metnaði. Leikskólaþjónusta sem virkar Biðlistavandi leikskólabarna er flestum kunnur og hefur reynst fjöl- skyldufólki áralöng flækja í daglegu amstri. Yfir 16 ára tímabil hefur Samfylking lofað öllum börnum leik- skólavist við 12-18 mánaða aldur. Illa gengur að stytta biðlista og nú, 16 árum síðar, er meðalaldur barna við inngöngu í borgarrekna leikskóla 29 mánuðir. Ég vil setja fjölskyldumálin í for- gang. Skapa borg sem býður trausta og áreiðanlega daggæslu eða leik- skólavist strax í kjölfar fæðing- arorlofs. Það er mikilvægt jafnrétt- ismál. Samgöngur sem virka Samgönguvandi borgarinnar hef- ur farið vaxandi og leitt af sér víð- tæka sóun fjármuna og lífsgæða. Leysa þarf vandann með fjárfest- ingu í fjölbreyttum samgöngu- kostum. Ég vil vinna áfram að sam- göngusáttmála höfuðborgarsvæðisins sem byggist á því að farþegum almennings- samgangna fjölgi, en horfist í augu við að áfram muni stærstur meiri- hluti fólks fara leiðar sinnar á bíl. Sú hugmynd að velja þurfi einn far- armáta til að notast við öllum stund- um er hvorki raunhæf né eftirsókn- arverð. Framtíðin felur í sér valfrelsi og sveigjanleika. Samhliða sáttmálanum vil ég vinna að uppbyggingu Sundabrautar í einkaframkvæmd og innleiðingu hjólreiðaáætlunar. Ég tel mikilvægt að sjálfstæðismenn leiði vinnu við uppbyggingu fjölbreyttra sam- göngukosta svo áhersla verði lögð á hagkvæmni og skilvirkni við alla út- færslu. Hverfi sem virka Ég vil að borgin verði end- urskipulögð á forsendum hverfanna – á grundvelli sérstöðu þeirra og styrkleika. Öll borgarhverfi verði þróuð með það fyrir augum að unnt verði að nálgast helstu verslun og þjónustu í 15 mínútna göngufæri. Víða um borg standa lúnir hverf- iskjarnar sem margir mega muna fíf- il sinn fegurri. Ég vil glæða kjarnana fyrra lífi með því að virkja einka- framtak og bæta skipulag. Þannig má skapa aukið mannlíf innan hverfa, efla nærþjónustu og einfalda daglegt líf. Forsendur 15 mínútna hverfa eru þétt og blönduð byggð hvar íbúðar- húsnæði, vinnustaðir og þjónusta eru í nálægð hvert við annað. Fjölgun vinnustaða í austurhluta borgarinnar mun ýta undir þessa þróun og hafa jákvæð áhrif á samgöngur í borginni. Húsnæðismarkaður sem virkar Það er húsnæðisskortur í Reykja- vík. Skorturinn hefur verið viðvar- andi og endurspeglast í mikilli verð- hækkun íbúða. Áætluð uppbyggingarþörf er 30.000 íbúðir á landsvísu næsta áratuginn. Þörfin er talin mest á höfuðborgarsvæðinu en þar er jafnframt mörg þúsund íbúða uppsöfnuð þörf. Ég tel mikilvægt að mæta hús- næðisþörfinni – bæði þeirri uppsöfn- uðu og til framtíðar. Ég vil hefja skipulag íbúðauppbyggingar í Örfir- isey og að Keldum, samhliða aukinni þéttingu innan hverfa sem hafa til þess svigrúm. Velferð sem virkar Ég vil tryggja velferðarþjónustu sem eykur lífsgæði, stuðlar að virkni og tryggir öllum borgarbúum mögu- leikann á að lifa með reisn. Með stuðningi við einkaframtakið má fjölga valkostum og mæta marg- breytilegum þörfum. Jafnframt vil ég stula að heilsueflandi borg- arumhverfi og verndun grænna svæða, svo tryggja megi öllum jöfn tækifæri og fjölbreyttar leiðir til að ástunda heilbrigðan lífsstíl. Ég vil tryggja samfellu í geðheil- brigðisþjónustu við börn. Biðlistar eru langir og einstaklingar falla gjarnan milli skips og bryggju innan kerfisins. Auknar forvarnir og auð- veldur aðgangur að sálfræðiþjónustu strax í grunnskóla gætu skipt sköp- um. Fjármál sem virka Ég tel mikilvægt að borgarkerfið undirgangist tiltekt. Stjórnkerfi borgarinnar hefur orðið að bákni – minnka þarf yfirbygginguna og hefja skipulega niðurgreiðslu skulda. Jafn- framt þarf að selja fyrirtæki í sam- keppnisrekstri. Ég vil treysta fjár- haginn svo efla megi þjónustuna og skapa svigrúm til lækkunar skatta á fólk og fyrirtæki. Við verðum að sýna ábyrgð og ráðdeild þegar sýslað er með fjármuni borgarbúa. Kerfi sem virkar Ég vil tryggja betri jarðveg fyrir framfarir og verðmætasköpun í Reykjavík. Það er ólíðandi þegar op- inber kerfi hafa hamlandi áhrif á frumkvæði og framtak. Ég vil ein- falda stjórnsýsluna, stytta af- greiðslufresti, fækka skrefum vegna leyfisveitinga og tryggja rafræn um- sóknarferli. Ég vil jafnframt að fast- eignaskattar á atvinnuhúsnæði verði samkeppnishæfir og aðgengi að at- vinnulóðum betra. Frumkvæði og framtak verða ávallt að eiga vísan farveg í Reykjavík. Reykjavík sem virkar Með sjálfstæðismönnum vil ég skapa borg sem virkar fyrir fólk og fyrirtæki. Höfuðborg, þar sem fólk getur leitað hamingjunnar á eigin forsendum. Ég vil borgarumhverfi sem setur fjölskyldur í forgang – skóla sem mæta fjölbreyttum þörf- um og leikskóla sem tryggja inn- göngu strax í kjölfar fæðingarorlofs. Ég vil velferðarþjónustu sem tryggir rétt sérhvers einstaklings til að lifa með reisn – og borgarumhverfi sem laðar að sér hæfileikafólk með úrvali atvinnutækifæra, spennandi bú- setukostum og fjölbreyttum sam- göngukostum. Ég vil borg sem ryður veginn fyrir þá sem vilja sækja fram og styður við hugmyndaauðgi og verðmætasköpun. Höfuðborg sem byggist á frjálsum valkostum, jöfn- um tækifærum, frjálsu framtaki og hagkvæmum rekstri. Ég vil lifandi smáborg með heimsborgarhjarta – mannvæna og blómstrandi – Reykja- vík sem virkar. Eftir Hildi Björnsdóttur »Með sjálfstæðis- mönnum vil ég skapa borg sem virkar fyrir fólk og fyrirtæki. Höfuðborg, þar sem fólk getur leitað hamingjunnar á eigin forsendum. Hildur Björnsdóttir Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Reykjavík sem virkar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.