Morgunblaðið - 31.12.2021, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 31.12. 2021
Morgunblaðið/Eggert
Innlendar og erlendar
fréttamyndir
Kieran Dodds/The New York Times
32-41
Útgáfufélag Árvakur hf. Morgunblaðið,
Hádegismóum 2, 110 Reykjavík.
Ritstjóri Davíð Oddsson
Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri og umsjón Karl Blöndal
Höfundar Agnieszka Ewa Ziólkowska, Andrés Magnússon, Armando Arrieta, Árni Matthíasson, Ásdís Ásgeirsdóttir, Dawoud Bey,
Björg Jakobsdóttir, Billy Bragg, Tina Brown, David Diop, Elísabet Jökulsdóttir, Masha Goncharova, Christina Díaz Hernández,
Hólmfríður María Ragnhildardóttir, Rosabeth Moss Kanter, Kaws, Alia Khan, Ezra Klein, Vicky Lau, Marta María Jónasdóttir, Már
Kristjánsson, Mdou Moctar, Pavel Ermolinskij, Carola Rackete, Suchi Reddy, Caster Semenya, Snæbjörn Ragnarsson, Stefanía
Óskarsdóttir, Stefán Einar Stefánsson, Betsey Stevenson, Hiroshi Sugimoto, Tricia Tisak, Víðir Sigurðsson, Justin Wolfers.
Þýðingar Dóra Ósk Halldórsdóttir og Karl Blöndal. Forsíðumynd Árni Sæberg.
Þegar við héldum að við værum að
losna úr viðjum kórónuveirunnar lét hún
til skarar skríða að nýju og þrátt fyrir
bólusetningar var gripið til hafta. Veiran
kann að hafa flýtt fyrir innreið nýrrar
tækni og að við reiðum okkur meira á
netið en áður, en hvað sem henni líður
eru önnur brýn mál, sem taka sér ekki
frí vegna faraldurs, nema síður sé. Í
Tímamótum er fjallað um málefni líð-
andi stundar af þekkingu og yfirsýn.
Tímamót eru sérblað Morgunblaðsins í
samvinnu við The New York Times.
Isabel Allende sest niður í byrjun janúar á hverju ári og byrjar
á nýrri bók. Hún vill taka áhættu, ögra sjálfri sér og verða ást-
fangin. Eldra fólk vilji öryggi. Hún skrifi, elski, leiki við
hundana sína og hjálpi konum og stúlkum í gegnum stofnun
sína, en hafi hvorki gaman af golfi né að spila bingó. 24
Bryan Thomas/The New York Times
Vill ögrun og áhættu
Slaufunarmenning og bólusetningarefasemdir settu svip
sinn rækilega á árið. Árni Matthíasson fjallar um tvær
nýjar skáldsögur Fríðu Ísberg og Eríks Arnar Norðdahl
sem taka á þessum málum með ólíkum hætti. Eða gera
þær það? 12
Talað inn í samtíma
Það væri einföldun að kenna Noam Chomsky bara við
ákveðna tegund vinstrimennsku eða gagnrýni á heims-
valdastefnu Bandaríkjanna. Ezra Klein ræddi við hinn aldna
málvísindamann um hugmyndir hans og kenningar, þá ver-
öld, sem hann sér fyrir sér, og þær breytingar, sem hann tel-
ur raunhæfar og gerlegar. 66
Jodi Hilton fyrir The New York Times
Rætt við Noam Chomsky
Marblettir hefðarkattar, heyrnartól
með snúrum og án, besta svefn-
meðalið án aukaverkana og
hlaupahjól eru meðal þess sem
kemur fyrir í úttekt Mörtu Maríu
Jónasdóttur á árinu. 6
Morgunblaðið/Þóroddur Bjarnason
Innlent skop 46-47
Caster Semenya fékk ekki að verja titla sína í 800 metra
hlaupi á Ólympíuleikunum í Tókýó vegna skilyrða Alþjóða-
ólympíusambandsins. Nýjar niðurstöður sýna að sam-
bandið beitti hana órétti og ætlar hún að leita réttar síns fyrir
dómstólum. Hún segist þó ekkert hafa að sanna. 28
Ibrahem Alomari/Reuters
Hefur ekkert að sanna
Ferðamennirnir komu aftur, en það gerði kórónuveiran líka.
Það gaus á Reykjanesi og þar voru um tíma helstu fjölda-
samkomur á landinu ásamt bólusetningum í Höllinni. Það
varð líka gos þegar önnur bylgja #metoo reið yfir landið.
Ásdís Ásgeirsdóttir skrifar um árið þegar upp úr sauð. 10
Morgunblaðið/Eggert
Árið þegar upp úr sauð
Þrátt fyrir þungt högg við helstu atvinnugrein þjóðarinnar í
kórónuveirufaraldrinum er velmegun Íslendinga með því
mesta sem gerist í heiminum. Stefán Einar Stefánsson
greinir stöðuna í efnahagsmálum. 8
Morgunblaðið/Eggert
Auðlegð þjóðar
Dægradvöl
dægurstjarna