Morgunblaðið - 31.12.2021, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 31.12.2021, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 31.12. 2021 Þegar íslenska knattspyrnuárið 2021 er gert upp er af mörgu að taka. Aldrei sem áður voru það þó ekki afrek íþróttafólks á knatt- spyrnuleikvangnum sem vöktu hvað mesta at- hygli heldur gjörðir þeirra utan vallar og þá ekki síður viðbrögð Knattspyrnusambands Ís- lands vegna þeirra. Óhætt er að segja að stungið hafi verið á kýli í íslensku samfélagi þegar upp komst að forysta KSÍ hefði búið yfir vitneskju um að leikmenn íslenska karlalandsliðsins í fótbolta hefðu verið sakaðir um kynferðisofbeldi án þess að aðhafast í málinu. Fleiri frásagnir um ofbeldi af hálfu landsliðsmanna komu í kjöl- farið upp á yfirborðið og mikil umræða hófst þar sem KSÍ var meðal annars sakað um þöggun, gerendameðvirkni og síðast en ekki síst kvenfyrirlitningu. Ég ætla ekki að eyða tíma lesenda í að rekja atburðarásina sem upphófst í þaula enda er flestum kunnugt hvað gengið hefur á í íslenska knattspyrnuheiminum síðustu mán- uði. Sögur af kynferðisofbeldi innan íþrótta- hreyfingarinnar eru þó ekki nýjar af nálinni en í ársbyrjun 2018 skrifuðu hátt í fimm- hundruð íþróttakonur undir yfirlýsingu og samantekt á sögum af kynferðislegri áreitni og ofbeldi. Voru gerendur ýmist þjálfarar, dómarar, stjórnarmenn, sjúkraþjálfarar eða aðrir iðkendur. Sagði í yfirlýsingunni að kyn- bundið ofbeldi, áreitni og mismunun væri vandamál í heimi íþróttanna. Ljóst er að kynferðisofbeldi einskorðast hvorki við knattspyrnumenn né íþróttahreyf- inguna, heldur er um umfangsmikið vandamál að ræða sem er uppi í flestum samfélögum. Hins vegar hefur menningin sem þrífst innan íþrótta, og ekki síður knattspyrnuheimsins, það orð á sér fyrir að vera karllæg. Hefur því umræðan undanfarnar vikur að miklu leyti beinst að þessari menningu sem gjarnan hef- ur verið kennd við búningsklefana, svæði sem er konum með öllu óaðgengilegt. Ekki eru allir á sama máli um að hve miklu leyti kvenfyrirlitning þrífist enn innan knatt- spyrnuheimsins, enda er það eflaust mismun- andi milli landa, samfélaga og síðast en ekki síst knattspyrnufélaga. Ég fagna öllum þeim framförum sem hafa átt sér stað undanfarin ár og vil síður en svo gera lítið úr þeim. Hins vegar get ég ekki tekið undir þau sjónarmið að karllægni og kvenfyrirlitning séu með öllu horfin úr heimi knattspyrnunnar. Þriðjungur iðkenda kvenkyns Í gegnum tíðina hafa líkaminn og líkamlegt atgervi verið órjúfanlegir þættir í sköpun karlmennskunnar. Keppnisskap, styrkleiki, drengskapur og vöðvakraftur eru meðal þeirra eiginleika sem hér áður fyrr voru taldir einkenna „alvöru“ karlmann. Hafa íþróttir því reynst mikilvægar í þessu samhengi sem vett- vangur fyrir karlmannlega sýndarmennsku - og þá sérstaklega knattspyrna sem er óum- deilanlega vinsælasta íþrótt heims í dag. Að sama skapi hefur sögulega reynst erfitt fyrir konur og „ókarlmannlega“ karlmenn að taka þátt í að móta menninguna sem þar finnst. Í dag er um þriðjungur knatt- spyrnuiðkenda á Íslandi kvenkyns, og hallar enn frekar á hlutfall kvenna í öðrum hlut- verkum innan knattspyrnuhreyfingarinnar, til að mynda í stjórnum eða þjálfarastöðum. Er hlutfall kvenna þá nokkuð hátt hérlendis mið- að við nágrannaþjóðir okkar. Karlmannleg gildi hafa því lengi verið í há- vegum höfð í þessari íþrótt og karlmennsku staðalmyndir, sem mætti skilgreina sem íhaldssamar, reynst lífseigar. Í þessu samhengi hefur hinsegin karl- mennska, sem gjarnan er tengd við kvenleika, orðið tabú en ærandi þögn ríkir í stærstu knattspyrnudeildunum hvað varðar samkyn- hneigða karlmenn og aðra sem skilgreina sig ekki sem sís og gagnkynhneigða. Þá hefur enginn atvinnumaður í knattspyrnu á Íslandi frá upphafi komið opinberlega „út úr skápn- um“ en þess ber að geta að samkynhneigð meðal knattspyrnukvenna er ekki bara þekkt heldur nokkuð algeng, bæði hérlendis og er- lendis. Virðist vandamálið því ekki felast í kynhneigð íþróttafólks heldur hommalegri hegðun meðal knattspyrnumanna. Mikilvægi gildanna jafnvel aukist Til eru margar útskýringar innan fræða- heimsins á tregðu knattspyrnuheimsins til breytinga. Hafa meðal annars verið færð rök fyrir því að íþróttaleikvangurinn sé einn af þeim fáu vettvöngum þar sem karlmenn sem eru í undirokaðri stöðu innan þjóðfélagsins, til að mynda vegna fjárhags eða þjóðernis, fái tækifæri til að sýna fram á karlmannlega ímynd og mögulega öðlast með þeim hætti aukna virðingu og völd. Enn aðrir hafa bent á að gildi karlmennsk- unnar hafi hlotið aukið mikilvægi innan fót- boltans samhliða því sem skrifstofustörfum hefur fjölgað og líkamlegt atgervi karla misst mikilvægi sitt á atvinnumarkaðnum sem og öðrum vettvöngum samfélagsins. Þá hefur knattspyrnuheiminum einnig ver- ið líkt við það sem mætti kalla hálf lokaða stofnun þar sem ákveðnar reglur, hefðir og venjur ríkja óháð stærra samfélagi. Þeir sem fylgja reglunum uppskera félagslega við- urkenningu og virðingu jafningja. Þeir sem fara gegn þeim er refsað. Viðhelst menningin fyrir vikið. Rannsóknir greina breytt viðhorf Að því sögðu tel ég einnig mikilvægt að minn- ast þess sem vel hefur farið en líkt og áður hefur komið fram hafa einnig átt sér stað miklar framfarir á þessu sviði, sem ber ekki að hunsa. Á liðnu ári var fyrsta konan kosin í embætti formanns KSÍ, Vanda Sigurgeirsdóttir, og er hún jafnframt fyrst kvenna til að sinna for- mennsku í aðildarsambandi UEFA. Fjöl- miðlaumfjöllun um knattspyrnu kvenna hefur aukist jafnt og þétt og áhugi á henni samhliða því. Meiri áhersla er nú lögð á kynhlutlausa búningsklefa í uppbyggingu nýrra íþrótta- mannvirkja ásamt því að menntun og fræðsla meðal þjálfara um málefni hinsegin sam- félagsins hefur aukist til muna og er á stefnu- skránni að bæta hana enn betur. Þá hafa rannsóknir innan félagsvísinda einnig greint breytt viðhorf meðal iðkenda, þjálfara og stuðningsmanna hvað varðar for- dóma gagnvart hinsegin karlmönnum í fót- bolta. Að lokum hafa fjórir starfshópar verið skip- aðir til að skoða verkferla og vinnulag innan KSÍ og koma með tillögur til úrbóta svo sag- an endurtaki sig ekki. Meðal annars einn sem hafði það hlutverk að rýna í viðhorf og menn- ingu knattspyrnuheimsins og liggja tillögur þess hóps nú þegar fyrir. Ég bind vonir við að þessi jákvæða þróun haldi áfram og að sama skapi vil ég vara við því viðhorfi að vandamálin leysist af sjálfu sér. Nauðsynlegt er að grípa til aðgerða enda þolinmæði margra á þrotum. Knattspyrnusamband Íslands hefur legið undir mikilli gagnrýni undanfarna mánuði. Morgunblaðið/Unnur Karen Konur haf verið að sækja í sig veðrið innan knattspyrnuhreyfingarinnar með góðum árangri. Morgunblaðið/Kristinn Magnúss Gildi karlmennskunnar hafa lengi verið í hávegum höfð í heimi knattspyrnunnar. Morgunblaðið/Eggert Um karlmennsku og knattspyrnu Þrátt fyrir miklar framfarir á sviði jafnréttis markast heimur knattspyrnunnar enn af mikilli karllægni og hallar þar verulega á hlut kvenna og hinsegin karlmanna. Menningin er djúpstæð og eru því breytingarnar sem eiga sér nú stað löngu tímabærar. HÓLMFRÍÐUR MARÍA RAGNHILDARDÓTTIR er blaðamaður á Morgunblaðinu og mbl.is. Hún útskrifaðist nýlega með BA-próf í mannfræði. Enn aðrir hafa bent á að gildi karlmennskunnnar hafi hlotið aukið mik- ilvægi innan fótboltans samhliða því sem skrifstofustörfum hefur fjölgað og líkamlegt atgervi karla misst mikilvægi sitt á atvinnumarkaðnum TÍMAMÓT: VANDA SIGURGEIRSDÓTTIR VAR KJÖRIN FORMAÐUR KSÍ FYRST KVENNA ’’
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.