Morgunblaðið - 31.12.2021, Page 20

Morgunblaðið - 31.12.2021, Page 20
Áttatíu bátar úr Eyjavör, áttahundruð kempur í hverri för, stundum í roki og stórum sjó, stundum í logni og sléttum sjó. Sjómenn, sjómenn glaðir, súpum nú heillaskál. Þannig hefjast Formannavísur Ása í Bæ. Á sjómannadaginn árið 1957 kom Siggi Vídó til Ása og bað hann um vísur fyrir ballið eða „heimtaði“, að sögn Ása. Ekki þorði Ási að neita þessum 300 kílóa skrokki þegar hann reyndi að koma koníaki ofan í hann fyrir hádegi til að fá sitt fram, eins og Ási gantaðist með. Því hélt hann upp í hraun með koníakið og samdi vísurnar þar. Ljósmyndina tók Jói Myndó af styttu Ása í Bæ sem gerð var af Áka Gränz að beiðni Árna Johnsen. Ísfélag Vestmannaeyja annaðist uppsteypu verksins í kopar og frágang með dyggri aðstoð starfsmanna fiskimjölsverksmiðju félagsins. Þannig höldum við minningu þessara kappa lifandi. Við óskum landsmönnum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.