Morgunblaðið - 31.12.2021, Page 22
22 MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 31.12. 2021
Ég myndi nefna lýðræðið; þann rétt
einstaklinga og hópa til að láta í ljós
vilja sinn og hafa áhrif á samfélagsleg
málefni. Efling er stéttarfélag verka-
og láglaunafólks með fjölbreyttan
bakgrunn, sem vinnur grundvallar-
störf í íslensku samfélagi. Meira en
helmingur félagsfólks er af erlendu
bergi brotinn. Sá hópur verður fyrir
mestum réttindabrotum á vinnumark-
aði en hefur jafnframt minnstu mögu-
leikana til að taka þátt í samfélagslegri
umræðu og ákvarðanatöku. Hópur
Eflingarfólks hefur ekki einu sinni
kosningarétt hér á landi og getur því
ekki kosið sinn fulltrúa á þing eða tek-
ið þátt í mótun þess samfélags sem við búum öll og vinnum í.
Ef lýðræði á að virka þarf fólk að geta tekið þátt í frjálsum kosningum, opinni
umræðu og haft góðan aðgang að upplýsingum. Innan Eflingar vinnum við
markvisst að því að skapa aðstæður þar sem flest félagsfólk getur tekið þátt í
ákvarðanatöku varðandi hagsmuni sína. Þetta gerum við meðal annars með
því að hafa nær allar upplýsingar frá okkur aðgengilegar á a.m.k. þremur
tungumálum og bjóða upp á lifandi túlkun á viðburðum svo sem flestir geti
tekið þátt í starfi félagsins og upplýstri umræðu um eigin hag. Til þess að
stuðla enn frekar að lýðræðislegri aðkomu félagsfólks höfum við nú í fyrsta
skipti í sögu félagsins opnað fyrir möguleika allra félagsmanna Eflingar að
bjóða sig fram til stjórnar. Um leið og ég óska félagsfólki gleðilegs nýs árs, vil
ég nýta tækifærið og hvetja Eflingarfélaga til þess að nýta dýrmætan atkvæð-
isrétt sinn í lýðræðislegri kosningu til stjórnar Eflingar.
„Ég myndi nefna
lýðræðið“
Agnieszka Ewa Ziólkowska er formaður Eflingar.
STÓRA SPURNINGIN
„Kannski er lækn-
ingamáttur í sögunni“
Merkilegasta uppfinning mannsins er að mínu mati stofnun AA-
samtakanna, samtaka fyrir nafnlausa alkóhólista. AA-samtökin
voru stofnuð árið 1935 í Ohio í Bandaríkjunum. Það sem gerir AA-
samtökin að merkilegustu uppfinningu mannsins er að með hug-
myndafræði þeirra hefur fengist lækning við alkóhólisma sem er
öflugri en aðrar leiðir.
Sporin tólf eru byggð á aldagamalli goðsögu og aðferð til að
segja sögu enda má með sporunum tólf segja söguna sína uppá
nýtt og skapa sjálfan sig uppá nýtt. Joseph Campbell hefur gert
þessari gömlu aðferð til að segja sögu góð skil í skrifum sínum.
Fyrsta stig sögunnar skv. rannsóknum Joseph Campbell er að venjulegur heimur hverfur og á öðru stigi
kallar ævintýrið. Fyrsta spor AA-samtakanna hljóðar svo: Við viðurkenndum vanmátt okkar gagnvart áfengi
og að okkur var orðið um megn að stjórna eigin lífi. Annað sporið hljóðar svo: Við fórum að trúa að guð skv.
skilningi okkar á honum gæti gert okkur heilbrigð að nýju. Þarna kallar ævintýrið einsog hjá Joseph Camp-
bell og svo framvegis má sjá hliðstæðu milli goðsögunnar og sporanna tólf.
Það sem gerir AA-samtökin tildæmis einstök er að það er einstakt að sjá og heyra fólk tjá sig um tilfinn-
ingar sínar, hvernig gangi að takast á við prógrammið. Hverning því takist að takast á við líf sitt. Lögð er
áhersla á sögu alkóhólistans, hvernig þetta var, hvað gerðist og hvernig þetta er í dag. Að til skuli vera staður
í annars tilfinningabældum samfélögum. Kannski hefur sú tilfinningalega opnun sem einkennir okkar sam-
félög notið góðs af AA-fundum. Jafnvel að framfarir í mannréttindum einnig runnar að einhverju leyti þaðan.
Meðvirkni sem rennur frá Alanon samtökunum er nú orðið þekkt orð í tungumálinu, einfaldlega vegna
þess að nú er vitað hvað felst í meðvirkni. Meðvirkni er að afhenda líf sitt öðrum.
Í tilfinningum – án þess að setja þær á stall – felst mikil orka. Það býður uppá innsæi að kannast við tilfinn-
ingar og skoða þær. Þar gefst kostur á að skoða hrokann í sjálfum sér – til dæmis. Ef ekki er kannast við
hrokann fer hrokinn að stjórna lífi manns. Stríð eru ýktasta mynd feðraveldisins sem byggir á herstjórn. AA
samtökunum hefur á undraverðan hátt tekist að starfa án foringja.
En það að einhver skuli vera í einhverju húsi að tala upphátt fyrir framan fullt af fólki og kannast við sjálfan
sig á margháttaðan hátt, það hlýtur að vera merkasta uppfinning manneskjunnar.
Kannski er lækningamáttur í sögunni.
Elísabet Jökulsdóttir er rithöfundur
„Loksins fæ ég tækifæri til þess að skrifa eitthvað
klárt, hnyttið og merkilegt. Ég mun ryðja mér til rúms
á vígvelli þeirra þenkjandi sem vippa fram greinum
og pistlum með vinstri yfir kaffibolla,“ hugsaði ég
þegar ég var beðinn að skrifa eitthvað um mikilvæg-
ustu uppfinningu allra tíma.
Ég get verið klár og nefnt einhverja tæknilega upp-
finningu. Hjólið, flugvél, CERN-hraðalinn. Eitthvað
sem kom mannkyninu á þann stað sem það er í dag.
Það væri of fyrirsjáanlegt og leiðinlegt.
Ég get verið fyndinn og sagt 50% afsláttur á
nammibarnum vegna þess að ekkert veitir manni
jafn mikla ánægju og kósí kvöld heima
með 600 g af afsláttarnammi. Það myndi ekki
hjálpa mér að öðlast virðinguna sem ég sækist eftir í
akademíska heiminum.
Allt þetta hringsólaði í kollinum á mér þegar þetta
verkefni kom á borð til mín. Þessar pælingar entust í 15 mínútur og gleymdust svo í tvær vikur,
fram að skiladegi, rétt áður en það var byrjað að ýta eftir mér.
Þá kom það til mín. Ég ætla að vera mannlegur og meyr. Mikilvægasta uppfinningin er hvað
sem þið viljið kalla þann eiginleika sem býr í okkur að tengjast öðru fólki. Fjölskyldu, vinum og
þeim sem standa okkur næst. Þessi ára sem svífur yfir ósvikinni tengingu tveggja einstaklinga.
Fólkið sem þú gerir allt fyrir og þau gera allt fyrir þig.
Að þessu sögðu, þá situr Halldór Armand, rithöfundur og merkasti pistlahöfundur sinnar kyn-
slóðar, á sófanum við hlið mér með þykkan afsláttarnammipoka. Tenging okkar er það sterk að
ég get eiginlega ekki verið viss um hvor það er sem stýrir fingrum mínum í þessari sinfóníu lykla-
borðsins. Í stemningunni tökumst við á loft, útlínur okkar byrja að brenglast og leysast loks upp,
tvær árur verða ein. Við finnum sama kemíska jarðarberjabragðið af rauða Haribo-bangsanum,
við erum báðir þreyttir eftir körfuboltaleikinn og lokatónar sinfóníunnar fæðast í sama huga.
„Fólkið sem þú gerir allt fyrir
og þau gera allt fyrir þig“
Pavel Ermolinskij er pistlahöfundur.
Skrásetning upplýsinga og hugmynda er
kjölfesta vísinda, viðskipta og almennra
framfara. Upplýsingabyltingin hefur gjör-
breytt samfélaginu, greitt fyrir nýjum upp-
götvunum og bætt lífskjör fólks. Upplýs-
ingabylting nútímans er framhald þróunar
sem hófst fyrir ævalöngu þegar fólk fann
upp á því að koma upplýsingum áfram
með táknum og síðan með letri. Fram að
því höfðu samskipti einungis verið munn-
leg og því fluttist áunnin reynsla og þekk-
ing einungis á milli fólks sem þekkti hvert
annað. Talið er að Súmerar, sem bjuggu í
Mesópótamíu, hafi fyrstir fundið upp að-
ferð til að skrá upplýsingar, sem hægt var
að færa á milli staða, fyrir u.þ.b. 3.000-
3.500 árum f.Kr. Súmerar notuðu leirtöflur
og skráðu á þær letur sem líkt og kóði í tölvum samtímans pakkaði saman magni upp-
lýsinga. Þessi nýja aðferð auðveldaði mjög yfirsýn í viðskiptum sem og stjórn ríkisins.
Ritmál kom fram á ýmsum öðrum stöðum í heiminum og átti eftir að þróast enn frek-
ar. Samskipti í gegnum ritmál kröfðust þess að fyrir hendi væri færanlegur efniviður til
að skrásetja upplýsingar s.s. leirtöflur, skinn og loks pappír. En einnig þurfti skrifara og
þekkingu til að lesa letrið. Ritmálið var því lengi vel bundið við hina efnameiri og stjórn-
völd. Á þessu varð hins vegar gjörbylting með tilkomu prentvéla. Í Evrópu var það Jó-
hann Gutenberg sem fyrstur kom fram með slíka tækni í kringum 1440, en suður í Kína
höfðu Kínverjar nýtt prenttækni frá því á 9. öld. Með prenttækninni hófst hin eiginlega
upplýsingabylting sem enn stendur yfir. Nú lesum við ekki lengur leirtöflur heldur upp-
lýsingar af tölvuskjám og spjaldtölvum. Og hver sá sem er læs hefur aðgang að þekk-
ingu heimsins.
Ritmálið er móðir
uppgötvana
Stefanía Óskarsdóttir er dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands
Þegar stórt er spurt verður oft lítið um svör. Hugsanir fara á flug og
margt kemur upp í hugann. Hjólið, hagnýting elds, bólusetningar,
sýklalyf, alnetið, geimferðir. Hvað er mikilvægast af öllum stórkost-
legum uppfinningum manna?
Samnefnari allra uppfinninga er að þær eru afsprengi hugmynda
eins eða margra einstaklinga. Venjulega er um að ræða kerfis-
bundna öflun upplýsinga sem byggist á reynslu þeirra er afla upp-
lýsinganna (hugsun, tilraunir) og afleiddum lærdómi. Á stundum
verða uppgötvanir til fyrir hugljómun einhvers, samanber söguna af
lávarðinum Isaac Newton og uppgötvun þyngdaraflsins.
Það að breyta reynslu og hvers kyns lærdómi í þekkingu er lík-
lega ein mikilvægasta uppfinning mannsins. Þá er sama hvort litið
er til uppgötvunar hjólsins, beislunar elds og fallvatna og hvaðeina.
Undanfarin misseri er mér þekking sem fólgin er í viðbragði við
heimsfaraldri SARS-CoV-2-veirunnar einkar hugleikin. Þar fer þekking er
byggist á hugsun, reynslu og tilraunum stórs hóps fólks um allan heim.
Fyrir tilstilli alnetsins er unnt að miðla þekkingu til allra sem hafa aðgang
og löngun til að finna tiltekna þekkingu. Þegar SARS-CoV-2-veiran upp-
götvaðist var til dæmis þekking á gerð bóluefnis sem byggist á notkun
RNA-kjarnsýru reiðubúin til notkunar. Þekking var til staðar svo unnt
væri að framleiða bóluefni til varnar veikindunum COVID-19 í stórum stíl.
Reynsla okkar allra, þekkingin af víðtækri notkun bóluefna sem
byggjast á kjarnsýrutækni, mun á næstunni opna nýjar leiðir til stór-
fenglegra framfara í meðferð sjúkdóma. Um það er ég viss. Fyrir
höndum eru áhugaverðir og spennandi tímar í þróun úrræða í heil-
brigðismálum sem byggjast á þekkingu manna.
Að breyta reynslu og lærdómi í þekkingu
Már Kristjánsson er yfirlæknir á smitsjúkdómadeild.