Morgunblaðið - 31.12.2021, Page 24
24 MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 31.12. 2021
„Þegar ég segi að ég hafi verið femínisti í leik-
skóla er ég ekki að ýkja, jafnvel áður en hug-
takið var þekkt í fjölskyldu minni.“ Þannig
byrjar nýjasta endurminningabók Isabel Al-
lende, „The Soul of a Woman“, sem er safn
greina sem beina sjónum að stöðu hennar sem
málsvara kvenna og hvernig hún hefur ögrað
viðteknum gildum feðraveldisins alla tíð.
Allende, sem hefur selt yfir 75 milljónir bóka
um allan heim á sínum ferli, skrifaði „Soul of a
Woman“ og einnig næstu skáldsögu sína, „Vio-
leta“, sem kemur út 2022, á heimili sínu við San
Francisco-flóann á meðan hún beið eftir að
heimsfaraldrinum linnti.
Við náðum tali af Allende til að spyrja hana
um lífið í útgöngubanni, þróun hennar sem rit-
höfundar og að ræða um minningar hennar
sem hún skrifar um í endurminningabók sinni.
Viðtalið hér á eftir er klippt og skorið.
Það er alþekkt að þú byrjar að skrifa nýjar
bækur 8. janúar eins og þú hefur sagt að hafi
upphaflega verið hjátrú en síðan orðið að hefð.
Þessa dagana skrifar þú í risinu á heimili þínu
nálægt San Francisco á hverjum degi, klukku-
tímum saman. Hefur þú einhverjar aðrar hefð-
ir og venjur sem rithöfundur?
Allende: Það er meira tengt sjálfsaga en
hefð að byrja að skrifa 8. janúar. Líf mitt er
flókið og það eru of miklar kröfur á mig frá al-
menningi, ritstjórum, blaðamönnum, gagnrýn-
endum og prófessorum. Ég þarf að búa mér til
mitt helga rými fyrir ritstörfin.
Það gerir það auðveldara að skipuleggja árið
að vita að ég byrji á ákveðnum degi að skrifa og
þá get ég látið fólk vita að á þessum tíma sé
ekki ég til viðtals. Þessi siður er líklega eina
venjan sem ég hef haft frá upphafi. Hitt er bara
það sem allir rithöfundar gera, að vinna heim-
ildavinnuna, skrifa mikið, endurraða, leiðrétta,
endurskrifa og svo framvegis.
Þú minnist á í viðtali fyrr á þessu ári að
heimsfaraldurinn hafi veitt þér tækifæri sem
rithöfundar oft þarfnast, þ.e. tíma, einveru og
þagnar. Höfðu félagshömlurnar þau áhrif að þú
fórst að líta meira inn á við – eða sjá hlutina í
öðru ljósi meðan þú skrifaðir „The Soul of a
Woman“?
Allende: Félagshömlurnar gáfu mér tæki-
færi til að skoða marga þætti lífs míns. Fyrir
nokkrum árum hélt ég ræðu á kvennaráðstefnu
í Mexíkó og þegar upptaka fór eins og eldur í
sinu um vefheima lagði ritstjórinn minn á
Spáni til að ég gæfi út ræðuna eins og smárit.
Ég las ræðuna og gerði mér grein fyrir að hún
var hálfúrelt. Margt hafði breyst hjá konum og
femínismanum síðan ég tók þátt í ráðstefnunni
og einnig hafði mikið gerst hjá mér sjálfri.
Ég ákvað því að skrifa allt öðruvísi bók, sem
væri ekki bara um femínisma og stríðið gegn
konum, heldur líka um ástina, að eldast, sam-
vinnu kvenna, feðraveldið og fleira.
Fyrsta bók þín, Hús andanna, var gefin út
árið 1982 og næsta bók þín, Violeta, kemur út
2022. Þú hefur oft bent á að þér finnist þú vera
meira skapandi í dag heldur en þú varst fyrir
áratugum. Hefur innblásturinn fyrir sögurnar
sem þú vilt segja breyst á þessum 40 árum?
Allende: Allar bækur mínar eru mismun-
andi. Ég hef skrifað margar tegundir bóka:
skáldsögur, sögulegar skáldsögur, þríleik fyrir
ungmenni, smásögur, endurminningabækur og
einnig glæpasögu, svo ég býst við að innblást-
urinn sé stöðugt að breytast.
Samt sem áður er ég að skrifa mikið um
sömu þemun. Ég skrifa um ástina, dauðann, of-
beldi, náttúrulegt réttlæti, sterkar konur, fjar-
verandi feður, fólk í hættu og vald án ábyrgðar.
Nýja endurminningabókin þín lítur á mis-
munandi þætti þess að eldast. Í bókinni lýsir þú
hvernig Tio Ramón, stjúpfaðir þinn, kvartar yf-
ir að stærstu mistök sín hafi verið að hætta að
vinna þegar hann varð áttræður. Þú segist vera
sammála, því á þeim tímapunkti fór heilsu hans
að hraka og þá hafir þú ákveðið að þú myndir
aldrei setjast í helgan stein. Eða eins og þú
skrifar: „Ég ætla ekki að hætta að vinna, ég
ætla að endurnýja.“ Þessi setning sat í mér því
það er heillandi að endurskilgreina þetta tíma-
bil lífsins. En hvernig mun endurnýjunin líta út
hjá þér?
Allende: Endurnýjun hjá mér þýðir að taka
áhættu, prófa nýja hluti, vera forvitin og taka
þátt í lífinu, byggja samfélag, eignast nýja vini,
gefa til samfélagsins eins mikið og mögulegt er
og ögra mér með nýjum hlutum að skrifa um og
verða ástfangin.
Eldra fólk vill öryggi og þægindi. Ég vil
skrifa, elska, leika við hundana mína og hjálpa
konum og stúlkum í gegnum stofnunina mína.
Ég hef ekkert gaman af golfi eða að spila bingó.
Í Sál konu skrifar þú líka: „Karlmenn hræð-
ast kraft kvenna. Þess vegna eru lög, trúar-
brögð og strangir siðir notaðir til að hamla vits-
munalegum, fjárhagslegum og listrænum
þroska kvenna.“ Svo segir þú að ofbeldi gegn
konum sé „stærsta váin sem blasir við mann-
kyninu“. Hefur þú von um að samfélagið muni
valdefla konur og snúa við þessari vá? Hvað
þarf að gerast?
Allende: Ég hef lifað nógu lengi til að sjá
miklar breytingar á stöðu kvenna. Smám sam-
an eru konur að höggva sprungur í vegg feðra-
veldisins. Ástæðan fyrir að það er ekki búið að
umbylta feðraveldinu, þýðir ekki að okkur hafi
mistekist heldur segir okkur hversu stórt verk-
efnið er. En það er ekki ómögulegt.
Ég trúi að það muni gerast, en ekki á meðan
ég lifi og það mun eingöngu gerast ef konur eru
menntaðar, fylgjast með, eru tengdar og virk-
ar. Það þarf mjög lítið til að missa réttindi sem
við höfum unnið fyrir. Besta nýlega dæmið um
það eru talíbanarnir. Á aðeins örfáum dögum
misstu konur og stúlkur öll réttindi í Afganist-
an og versta tegund feðraveldis tók yfir stjórn
landsins. Við verðum að vera vakandi. Þegar
aðstæður versna getur það sama gerst alls
staðar.
Þú stofnaðir Isabel Allende-stofnunina fyrir
25 árum í minningu dóttur þinnar, Paulu Frías.
Hvað er á dagskránni hjá stofnuninni árið 2022
og í framtíðinni?
Allende: Stofnunin fjárfestir í valdeflingu
kvenna og stúlkna þegar kemur að heilsu og
rétti yfir eigin líkama, menntun og þjálfun svo
konur geti bjargað sér og einnig í vörn gegn of-
beldi og misnotkun.
Síðustu ár höfum við verið að vinna mikla
vinnu með flóttamönnum víðs vegar um heim-
inn. Við áætlum að halda starfi okkar áfram
jafnlengi og ég lifi og get skrifað. Stofnunin er
eingöngu fjármögnuð með minni vinnu.
© 2021 The New York Times Company.
Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, veitti Isabel Allende frelsisorðu bandaríska forsetaembættisins árið 2014 í Hvíta húsinu.
Jabin Botsford/The New York Times
„Smám saman eru konur að höggva
skarð í vegg feðraveldisins“
Isabel Allende, sem er einn af þekktari rithöfundum heimsins og sterkur málsvari fyrir réttindi kvenna og stúlkna,
ætlar ekkert að láta deigan síga þótt hún sé orðin 79 ára.
ARMANDO ARRIETA
Endurnýjun hjá mér þýðir að taka áhættu,
prófa nýja hluti, vera forvitin og taka þátt í líf-
inu, byggja samfélag, eignast nýja vini, gefa til
samfélagsins eins mikið og mögulegt er og ögra mér
með nýjum hlutum að skrifa um og verða ástfangin.
ISABEL ALLENDE
’’
Eugenia Mello