Morgunblaðið - 31.12.2021, Síða 26

Morgunblaðið - 31.12.2021, Síða 26
Er hægt að sigrast á nýlendustefnunni? 26 MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 31.12. 2021 Þegar ég ólst upp í bænum Arlit í Níger unnu margir hinna fullorðnu í kringum mig í námum. Þetta var á tíunda áratugnum, löngu áður en mig dreymdi um að semja tónlist og spila á gít- ar. Ég man eftir að sjá námuverkamennina, sem unnu langa daga neðanjarðar og komu heim á kvöldin, veikjast. Vegna geislunar í úr- aníumnámum þróuðu margir verkamannanna með sér sjúkdóma eins og öndunarerfiðleika, lungnasjúkdóma og lömun. Ég minnist þess að konurnar fengu ýmis einkenni líka og mikið var um fyrirburafæðingar. Krabbamein var einnig algengt, ekki aðeins hjá körlum og konum, heldur líka hjá börnum. Níger er fátækt land, en ríkt að auðlindum. Þegar Frakkland lokaði sínum eigin námum ár- ið 2001 tóku úraníumnámurnar í Níger við, en þær hafa verið starfræktar frá seinni hluta sjö- unda áratugarins. Í dag eru það stórfyrirtæki sem grafa, mörg hver í meirihlutaeigu frönsku ríkisstjórnarinnar. Ein af fáum leiðum Níg- erbúa til að fá fasta launavinnu er að vinna fyrir þessi námufyrirtæki. Skilningur á umfangi námuiðnaðarins og hvernig hann hefur áhrif á Níger er að skilja nýlendustefnuna í reynd. Frakkland er ekki lengur í landi mínu að nafninu til því við fengum sjálfstæði 1960, en áhrif þess eru enn mikil. Í Níger tölum við frönsku, notum franska mynt, vinnum fyrir frönsk fyrirtæki og þrælum í nám- unum þar sem við náum í dýrmæti úr auðlind- um landsins sem eru flutt til Frakklands. Að mörgu leyti erum við sjálfstæð þjóð aðeins að nafninu til. Daglegt líf í Níger er ekki svo frábrugðið því sem var í æsku minni. Það er jafnvel sambæri- legt við það sem það var þegar Frakkar byrj- uðu að bora eftir úraníum hérna á sjöunda ára- tugnum. Tilvera okkar snerist um að útvega útflutningsvarning til Frakklands – ódýrt vinnuafl, varning, náttúrulegar auðlindir – og hlutverk okkar hefur ekki breyst. Okkar dýr- mætasta auðlind, úraníum, er eign Frakklands, allavega á pappírunum, og er sent þangað. Ef við hefðum unnið þessar námur sjálf gætum við hugsanlega haldið einhverjum gróða heima fyr- ir. Samkvæmt mannþróunarvísitölu Sameinuðu þjóðanna, sem mælir lífsgæði þjóða með því að greina heilsu íbúanna, menntunarstig og tekjur, var Níger neðst á listanum yfir 189 lönd og landsvæði. Nú gæti einhver haldið að okkar gjöfulu nátt- úruauðlindir hefðu gefið okkur starfhæft og jafnvel þróað rafmagnskerfi. En á meðan úr- aníum frá okkur knýr stóran hluta kjarn- orkurafmagnsins sem Frakkar nota, þurfum við að flytja inn stóran hluta rafmagns okkar frá Nígeríu, sem er líka fyrrverandi nýlenda. Það virðist sem við sjálf séum það síðasta sem hugsað er um. Ég ólst upp við að læra að spila á heimasmíð- aðan gítar úr tré og hjólavír. Þegar ég loksins fékk alvöru gítar, tengdi ég hann við magnara sem var knúinn af rafhlöðum. Reyndar nota ég ennþá magnara með rafhlöðum. Eftir að hafa gefið út margar plötur og farið í margar tón- leikaferðir á ferlinum, get ég enn ekki treyst á rafmagnið í Níger þegar ég vil spila tónlist mína. Ólíkt bandarískum og evrópskum tónlist- armönnum getur hljómsveitin mín ekki stungið hljóðfærum sínum í samband við rafmagn. Síð- an er það að komast á milli tónleikastaða þar sem námugöturnar sem voru lagðar milli bæj- anna sem spruttu upp í kringum námur Frakk- anna eru ekki upp á marga fiska. Þegar við hljómsveitin mín heimsækjum Bandaríkin tek- ur það okkur minna en fimm klukkustundir að ferðast 200 mílur milli New York og Boston. Fjarlægðin milli Arlit og Agadez í heimahéraði mínu er 50 mílum styttri, en ferðalagið er 10 klukkustundum lengra. Arlit og Niamey, höf- uðborg Níger, eru í 750 mílna fjarlægð, en að ferðast þar á milli krefst þess að maður gisti yf- ir nótt á leiðinni, ef ekki tvær nætur. Þessi staða er kannski ekki mest áberandi áminn- ingin um nýlenduarfinn sem Frakkar skildu eftir sig, en maður finnur strax fyrir henni. Nýlendustefnan er þema sem ég vinn mikið með í tónlist minni. Nýja platan mín, „Afrique Victime“, er pólitískasta platan mín til þessa. En vandamál Níger eru fleiri en ég kem fyrir á einni plötu. Nærvera stríðsvéla Frakka, skrið- drekar þeirra, drónar og vopn – eru eins og merkimiði lands okkar. Hryðjuverkasamtökin Boko Haram sem eiga upptök sín í Nígeríu hafa læðst inn í Níger og eru stöðugt sýnilegri. Síð- asta sumar voru 16 hermenn í Níger myrtir af liðsmönnum Boko Haram. Á meðan lágu vopn Frakka ónotuð. Fólk spyr mig oft hvernig hægt sé að aðstoða Níger og hvort það sé hægt að sigrast á ný- lendustefnunni. Ég er ekki bjartsýnn. Þrátt fyrir að franski fáninn blakti ekki í Níger leng- ur er sannleikurinn sá að land mitt heldur áfram að vera auðlindanýlenda fyrir Frakka út af námum okkar. Það er engin augljós leið út úr fátæktargildrunni og á hverjum degi verður nærvera Frakka og áhrif þeirra meiri og sam- tvinnaðri þjóðarsál okkar. Nýlendustefnan er ennþá við lýði í Níger því henni hefur verið leyft að lifa. En að komast undan nýlendustefnunni er ekki vandamál sem Nígerbúar eiga að leysa sjálfir. Það er ekki neitt sem við getum gert sjálf og ætti heldur ekki að vera það. Ég geri það sem ég get með tónlist minni, en ég get bara magnað upp mín eigin skilaboð – skilaboð sem ég spila með rafhlöðuknúnum magnara því ekki er hægt að treysta á rafmagnið. Ástandið í Níger mun ekki breytast fyrr en Frakkar gangast við sínu eitraða hlutverki sem þeir hafa gegnt í því að móta land mitt og viður- kenna hræðileg áhrif áframhaldandi nærveru sinnar, ekki síst í ljósi þeirra miklu áhrifa sem þeir hafa enn í landinu. Frakkar þurfa orku frá okkur til þess að knýja áfram sitt þjóðfélag, en á sama tíma höfum við enga orku sjálfir. Það er mál að eitthvað breytist. ©New York Times Syndicate og Mdou Moctar. Menn úr frönsku útlendingaherdeildinni vakta hirðingjabúðir í Liptako-Gourma í Norðaustur-Malí skammt frá landamærum Níger í febrúar 2020. Finbarr O’Reilly fyrir The New York Times Anne Lauvergeon (t.v.), fyrrverandi forstjóri franska kjarnorkufyrirtækisins Areva, situr við hlið Seyni Oumarou, fyrrverandi forsætisráðherra Níger, Alain Joyandet, samvinnuráðherra Frakklands, og Ma- madou Tandja, fyrrverandi forseta Níger, við vígslu mikillar úrannámu í norðurhluta Níger í maí 2009. Boureima HAMA/AFP/Getty Images Níger varð sjálfstætt ríki 1960, en áhrif Frakka svífa enn yfir. MDOU MOCTAR er lagahöfundur og tónlistarmaður frá Agades í Níg- er og einn fyrsti tónlistarmaðurinn sem er þekktur fyrir að nýta sér hefðbundna Tuareg-gítartónlist í flutningi sínum á rafvæddri nútímatónlist. Leið hans til frægðar var óvenjuleg, aðdáendur hans skiptust á símum og minniskortum með tónlist hans. Nýjasta plata hans er „Afrique Victime“ sem kom út 2021. Þrátt fyrir að franski fáninn blakti ekki í Níger lengur er sannleikurinn sá að land mitt heldur áfram að vera auðlinda- nýlenda fyrir Frakka út af námum okkar. TÍMAMÓT: MACRON FRAKKLANDSFORSETI REYNIR AÐ BÆTA ERFIÐ SAMSKIPTI VIÐ FYRRI NÝLENDUR ’’
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.