Morgunblaðið - 31.12.2021, Síða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 31.12. 2021
JÚNÍ Serbneski tennisleikarinn Novak Djoko-
vic vann sigur á franska opna meistaramótinu
í tennis 13. júní þegar hann bar sigurorð af
Stefanosi Tsitsipas frá Grikklandi. Djokovic
lenti tveimur settum undir, en tókst að snúa
taflinu sér í hag og sigra í fimm settum. Djoko-
vic er nú eini tennisleikarinn á seinni tímum
sem unnið hefur hvert hinna stóru tennismóta
tvisvar. Markmið hans er að ljúka ferli sínum
með fleiri titla en nokkur annar. „Allt er mögu-
legt,“ sagði Djokovic eftir sigurinn. Alslemma
er það kallað að sigra í opna ástralska
meistaramótinu, opna franska meistara-
mótinu, Wimbledon og opna bandaríska
meistaramótinu á sama keppnistímabili. Það
er nokkuð sem engum karli hefur tekist í rúma
hálfa öld, en var innan seilingar hjá Djokovic.
Hann beið hins vegar ósigur í úrslitum opna
bandaríska meistaramótsins í september. Pete Kiehart/The New York Times
Djokovic sigrar í
Frakklandi
JÚLÍ Mikil flóð skildu eftir sig slóð eyðileggingar í nokkrum Evrópulöndum, þar á meðal
Þýskalandi og Belgíu, og létust að minnsta kosti 220 manns. Eignatjónið var metið á allt frá
10 milljörðum evra (1,5 billjónum króna) til 19,5 milljarða evra (2,9 billjóna króna) eftir flóð-
bylgjur og að ár flæddu yfir bakka þar sem þær streyma gegnum borgir og bæi. Brak og eðja
rifu með sér brýr, bílar breyttust í málmhrúgöld og fólk flúði upp á þak undan hækkandi
vatnsborði til að komast undan. Loftslagsvísindamenn sögðu að loftslagsbreytingar hefðu
sennilega gert illt verra og héldu því fram að hnattræn hlýnun gerði að verkum að öfgakennt
úrhelli væri að minnsta kosti 20% líklegra á flóðasvæðunum en áður.
Gordon Welters/The New York Times
Mannskæð flóð í Evrópu
Corinna Kern/The New York Times
Vopnahlé milli
Ísraels og Hamas
MAÍ Eftir 11 daga átök milli Ísraels og Hamas var lýst yfir brothættu vopnahléi að morgni 21.
maí. Spenna hefur lengi ríkt í samskiptum Ísraels og Hamas. Eftir að Ísraelar hurfu einhliða á
braut frá Gasa-svæðinu 2005 tók Hamas þar völdin 2007. Hamas viðurkennir ekki Ísrael, og
Ísrael, ásamt Bandaríkjunum, Evrópusambandinu og Bretlandi, flokkar Hamas sem hryðju-
verkasamtök. Eftir að spenna hafði farið vaxandi milli Ísraels og Palestínumanna skutu Ham-
as eldflaugum á Ísrael, flestum á suður- og miðhluta landsins og beindust nokkrar að Jerú-
salem. Ísraelar svöruðu fyrir sig með loftárásum á valin skotmörk. Meðan á átökunum stóð
skutu Hamas-liðar yfir 4.000 flaugum á Ísrael. Ísraelar grönduðu flestum þeirra með loftvörn-
um sínum, sem kallast járnhvelfingin. Flugher Ísraels réðist á rúmlega þúsund skotmörk á
Gaza-svæðinu.
FRÉTTAMYNDIR AF ERLENDUM VETTVANGI
JÚLÍ Jovenel Moïse, forseti Haítí, var ráðinn af dögum í árás á heimili hans fyrir utan Port-au-
Prince. Kona hans særðist í árásinni. Í árásarliðinu voru 26 Kólumbíumenn og tveir Banda-
ríkjamenn af haítískum uppruna, að sögn lögreglu. Morðið ýtti undir ringulreiðina í landi,
sem þegar átti undir högg að sækja vegna pólitísks óstöðugleika, stjórnarskrárkreppu,
valdaránstilraunar og glæpa. Mánuði síðar skullu á náttúruhamfarir, fyrst jarðskjálfti og síðan
hitabeltisstormurinn Grace. Í október rændi eitt af glæpagengjunum, sem talið er að hafi
hálft landið á sínu valdi, 17 bandarískum og kanadískum trúboðum. Þá er staða forseta
landsins í uppnámi og hefur kosningum í landinu verið frestað um óákveðinn tíma.
Federico Rios/The New York Times
Jovenel Moïse ráðinn af dögum
Agence France-Presse Getty Images
Hvít-Rússar neyða far-
þegavél til lendingar
MAÍ Farþegavél frá Ryanair með flugnúmerið 4978 var á leið frá Aþenu í Grikklandi til Vilnius
í Litháen með um 170 farþega um borð, þar á meðal hvítrússneska blaðamanninn og
stjórnarandstæðinginn Róman Prótasevitsj, 23. maí. Vélin var á leið í gegnum hvítrússneska
lofthelgi þegar viðvörun barst frá flugstjórn um að hætta gæti verið um borð. Hvítrússnesk
orrustuþota fylgdi vélinni til Minsk. Við leit eftir að vélin var lent fannst engin sprengja. Hins
vegar handtók lögregla Protasevitsj og setti í fangelsi og á hann nú yfir höfði sér að dúsa í
rúman áratug bak við lás og slá. Aleksandr G. Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, fyrirskip-
aði að vélin skyldi þvinguð til að lenda. Lúkasjenkó er harðstjóri og aðferðir hans til að þagga
niður í andófsmönnum sæta vaxandi gagnrýni. Evrópskir embættismenn fordæmdu atvikið
og líktu því við flugrán.
JÚNÍ Joe Biden Bandaríkjaforseti og Vladimír Pútín Rússlandsforseti funduðu í Genf 16. júní.
Þetta var fyrsti leiðtogafundur Bidens og Pútíns og hittust þeir eftir viku ferðalag þess fyrr-
nefnda um Evrópu. Ræddu þeir allt frá netárásum til mannréttinda. Spenna hefur ríkt milli
ríkjanna vegna netvopna og er það nýbreytni frá hinni hefðbundnu ógn kjarnavopna. Pútín
vísaði á bug ásökunum um að Rússar væru viðriðnir netárásir á gasleiðslur og sjúkrahús,
svo eitthvað sé nefnt, í Bandaríkjunum. Biden hamraði á þörfinni á reglum um netöryggi og
að þjóðirnar tvær kæmu sér saman um hvaða innviðir ættu að vera friðhelgir fyrir netárásum.
Doug Mills/The New York Times
Leiðtogafundur í Genf