Morgunblaðið - 31.12.2021, Síða 50

Morgunblaðið - 31.12.2021, Síða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 31.12. 2021 NYT Hefur heimur vinnunnar breyst til frambúðar? STÓRA SPURNINGIN Í kórónuveirufaraldrinum hafa milljónir manna verið svo gæfusamar að geta unnið heima hjá sér í útgöngubanni og samkomutakmörkunum á meðan aðrir hafa þurft að leggja heilsu sína í hættu til að koma í veg fyrir að borgir og hagkerfi hryndu. Þegar heimurinn snýr aftur eftir kórónuveiruna hefur athyglin beinst að félagslegu óréttlæti á vinnustaðnum, efnhagslegu mis- rétti, félagslegri ábyrgð fyrirtækja, fjöl- breytni og að stöðva útilokun. Fyrr á þessu ári spurðum við lítinn hóp leiðtoga í ýmsum atvinnugrein- um hvort heimur vinnunnar hefði breyst til frambúðar. Svörin hafa verið yfirfarin og stytt. ©2021 The New York Times Company BETSEY STEVENSON OG JUSTIN WOLFERS Fyrir faraldurinn reyndum við flest að viðhalda mörkum á milli lífs okkar í vinnunni og lífs okkar á heimilinu. Börnin sáust sjaldan og þá helst á myndum á skrifborðinu. For- eldrar stilltu dagbókina sína af án þess að draga athygli að uppeldisskyldum sínum. Faraldurinn tætti í sig þessi gljúpu mörk. Skyndilega blöstu börnin við öllum á Zoom, geltandi hundur eða dans- andi köttur létti andrúmsloftið eitt augnablik. Vinnuveitendur löguðu sig að því að skipuleggja með tilliti til skyldna okkar í uppeldinu. Með því að draga tjaldið frá einkalífi okkar með þessum hætti hefur sambandi okkar við vinnuna verið gerbreytt. Áhrif- in sjást bæði í gerðum okkar og fyrirætlunum. Fleiri en nokkru sinni hættu í vinnunni árið 2021 og vinnandi fólk skiptir um greinar og störf oftar en það gerði fyrir faraldurinn. Kannanir sýna að rúmlega helmingur manna á bandarískum vinnu- markaði er með augastað á nýrri vinnu. Aðeins fjórðungur bandarískra feðra og þriðjungur mæðra kváðust í könnun hafa í hyggju að vinna með sama hætti og fyrir faraldur — hin- ir vilja breyta fjölda vinnustunda eða leita að öðruvísi vinnu. Nauðsyn knýr á um breytingar og hefur orðið til þess að hvert og eitt okkar hefur þurft að hugsa upp á nýtt mörk hins mögulega. Og þessi endurskoðun hefur leitt til þess að vinn- andi fólk sér fyrir sér að það hafi meiri stjórn á hlutunum og sér betri möguleika fram undan. „Mannúðlegri vinnumarkaður“ Jessica Kourkounis fyrir The New York Times Fyrir suma mun þetta þýða að þeir snúi ekki aftur á vinnustaðinn að fullu. Hinn dæmigerði vinnandi maður í starfi, sem hægt er að vinna heima, er líklegur til að halda því áfram að minnsta kosti að hluta. Tíminn sem sparast (í milljörðum klukkustunda samanlagt) og hag- ræðingin (til dæmis með því að geta hent í þvottavél á milli funda) eru gæði, sem eru of mikil til að afsala sér þeim aftur. Umfram það að vinna heima hjá sér eru margir að leita að einhverju nýju. Fólk er að semja um hvar og hversu mikið það vilji vinna og hafna störfum með lágum launum og mik- illi áhættu. Sumir vilja finna betra jafnvægi með því að vinna minna eða finna stöðu sem fylgir minna stress og kröfur. Aðrir eru að leita að betra tækifæri til að eiga þann feril, sem þeir vilja í raun. Hið breytilega faraldurshagkerfi þar sem metfjöldi starfa er í boði hefur gefið vinnandi fólki samnings- stöðu til að krefjast — frekar en að vonast bara eftir — þess- ara breytinga. Öllu efnahagslegu uppnámi þarf að gefa nafn. Nefnum þetta uppnám endurúthlutunina miklu. Hún kann að valda glundroða um sinn, en útkoman gæti orðið mannúðlegri vinnumarkaður. Betsey Stevenson er bandarískur hagfræðingur og Justin Wolfers er ástralskur hagfræðingur, þau eru prófessorar í hagfræði og stjórn- sýslu við Michigan-háskóla. Þau eru sérfræðingar í hagfræði hjóna- banda, skilnaða og barnauppeldis. Nick Hagen fyrir The New York Times
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.