Morgunblaðið - 31.12.2021, Síða 56

Morgunblaðið - 31.12.2021, Síða 56
56 MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 31.12. 2021 Enginn veit nákvæmlega tölu þeirra nafnlausu Afr- íkubúa sem hafa látist við að reyna að komast yfir Miðjarðarhafið. Þeir sem ná ekki áfangastað eru yf- irleitt ekki nefndir í tölfræði um farandmenn, held- ur er fjöldinn áætlaður út frá þeim hópum fólks sem strandgæslur í Suður-Evrópu og Norður-Afríku bjarga. Þær tölur benda til þess að þúsundir afr- ískra farandmanna, konur, menn og börn, drukkni árlega. Aftast á þessari keðju mannlegrar örvænt- ingar er síðan fólkið sem jarðar þessa farandmenn, eða sundurtættar líkamsleifar þeirra eftir að grimmar öldur Miðjarðarhafsins hafa skolað þeim upp á strendurnar. Einn slíkur staður er Zarzis í suðausturhluta Túnis þar sem alsírski listamaðurinn June Rachid Koraichi ákvað að búa til kirkjugarð með blómstr- andi appelsínutrjám og jasmínilmi, sem hann kallar Afríska garðinn. Ég hef ekki séð þennan kirkjugarð, en fallegar lýsingarnar á honum slógu mig þegar ég las um hann í Le Monde þar sem blaðamaðurinn benti á gula og græna bolla sem settir voru á hvítar grafirnar til þess að safna regnvatni og draga að sér fugla. Koraichi býr til þessa paradísarfegurð handa þeim sem að hans sögn voru „fordæmdir af hafinu“ sem eins konar sárabót fyrir allar þær þjáningar sem fólkið gekk í gegnum þar til það fórst. Garður- inn er nánast fullur og er lýsandi dæmi um þessa hræðilegu nútímamannfórnir. Það eru mörg hættuleg landamæri í heiminum eins og Rio Grande-fljótið sem skilur að Mexíkó og Bandaríkin og kostar fjölmörg mannslíf árlega. En Miðjarðarhafið er langhættulegast. Að mati Alþjóðasamtaka farandmanna hafa yfir 20 þúsund Afríkubúar dáið eða horfið í Miðjarðarhafið undan ströndum Grikklands og Tyrklands á leið sinni frá Mið-Austurlöndum eða austanverðri Afríku. Allir þykjast vita hvers vegna fólk frá suðrinu sækir norður á bóginn. Við gefum okkur að þetta farandfólk velji að yfirgefa heimili sín því suðrið sé óbyggilegt, sé stjórnlaust og að þar sé engin samúð með fátækum. Norðrið er líka þannig, en við ímynd- um okkur að farandfólk trúi því ekki. Þetta fólk frá Afríku sunnan Sahara og Norðaustur-Afríku, sem margt er ungt, hættir lífi sínu fyrir ferðalagið til Evrópu og frá Líbíu siglir það þvert yfir Miðjarðar- hafið og dreymir um að þurfa ekki bara að þrauka heldur að geta lifað lífinu og búið fjölskyldum sínum framtíð. Ferðalagið getur tekið mörg ár. Þekkt sena í bandarískum hamfaramyndum sem er fyrirboði heimsendis hefur alltaf setið í mér: Raf- magnið fer. Ekkert rennandi vatn. Ekkert fæðu- öryggi. Engir spítalar. Augnablikið þegar allar þessar grunnstoðir eru horfnar, sem við tökum varla eftir á meðan við njótum þeirra. En á sama tíma er þessi birtingarmynd í skáldskapnum hvers- dagslegur veruleiki hálfrar heimsbyggðarinnar. Milljarðar fólks sem býr við hungurmörk eru í raun að þrauka það sem ekki væri hægt að kalla annað en lifandi martröð. Það er dagleg barátta að geta borð- að, drukkið, baðað sig og klætt. Farandmennirnir sem ákveða að flýja ógnaröld þessarar fátæktarbaráttu vita að það er til heimur þar sem lífið er ekki stöðug barátta við að lifa af daginn. Þetta er fólkið með skýra sjón en er á sama tíma blindað af voninni og horfir til norðurs sem andstæðunnar við veruleika þess og eygja þar líf þar sem friður og ró og gott líf bíður þeirra sem vilja vinna. Þeir sem Miðjarðarhafið drekkti áður en þeir náðu til áfangastaðar dóu áður en þeir gátu glatað voninni um góða lífið í norðri, en það er spurning hvort þeir sem náðu áfangastað en eru geymdir í geymslustöðvum í Suður-Evrópu eða Norður- Afríku haldi enn í vonina. Er það einhver lausn að spyrja hverjir beri ábyrgð á þessum harmleik? Ábyrgð stjórnvalda bæði í norðri og suðri er samtvinnuð á þann hátt að hvorir um sig geta fært fram skotheld rök sem firra þá allri ábyrgð: Hefur suðrið ekki verið fórnarlamb meðan norðrið fór þar um ránshendi? Og hefur norðrið, hvort sem við viljum segja það eða ekki, verið þeir sem björguðu flóttamönnunum úr sjávar- háska Miðjarðarhafsins og björguðu þeim þannig frá votri gröf? Það er algild siðferðisregla – „skilyrðislausa skylduboðið“ – sem 18. aldar heimspekingur setti sem kjarna sinnar siðferðispeki: „Komdu aldrei fram við nokkra manneskju, sjálfan þig eða aðra, einungis sem meðal, heldur ávallt um leið sem til- gang.“ Við getum þakkað þessa reglu tímamótaverki Immanuels Kants: „Grundvelli að frumspeki sið- legrar breytni“. Allir þeir sem bjarga lífi farand- manna, ekki bara í Miðjarðarhafinu heldur um allan heim, lifa í samræmi við þessa grundvallarreglu Kants, bæði í hugsun og verki. Þeir eiga ekki ein- göngu skildar þakkir og virðingu heldur einnig góð- an stuðning alþjóðasamfélagsins. Í þessu samhengi er það þessum einstaklingum að þakka, hvort sem þeir eru studdir af góðgerðarsamtökum eða stofn- unum Sameinuðu þjóðanna, að Miðjarðarhafs- svæðið geti haldið áfram að vera vagga evrópskrar siðmenningar en ekki gröf þess. Listamenn og hugsuðir eins og Rachid Koraichi eru hér til að vekja okkur til umhugsunar. Kirkju- garðurinn hans er ekki eingöngu virðingarvottur fyrir farandmennina sem fórust í Miðjarðarhafinu og aðstandendur þeirra, heldur einnig listaverk sem talar til okkar, betur en hundrað ræður, um sorgina sem norðrið og suðrið verða að deila saman. Ef við hugsum um fegurð garðsins í hjörtum okkar mun Afríkugarðurinn ljúka upp augum okkar um að- stæðurnar sem farandmenn heimsins búa við. Gjaf- mildi og samstaða eru ekki tálsýnir: Þær búa bæði í samfélögum norðursins og einnig í suðrinu. Afríkugarðurinn minnir okkur á að það eina sem forðar mennskunni frá sameiginlegu skipbroti er að neita að horfa aðgerðalaus á þjáningar annarra. ©New York Times Syndicate og David Diop. Alsírski listamaðurinn Rachid Koraichi í kirkjugarðinum fyrir farandmenn, sem hann kallar Le Jardin dAfrique eða Afríska garðinn, í suðausturhluta Túnis. Fathi Nasri/Agence France-Presse Getty Images Farandmenn biðu ítölsku strandgæslunnar í drekkhlöðnum árabáti skammt frá eyjunni Lampedusa í Miðjarðarhafinu í ágúst 2021. Juan Medina/Reuters Hversu mikil er mennska okkar? Kirkjugarður í Afríku lýkur upp augum okkur fyrir hættunum sem farandmenn heimsins ganga í gegnum. DAVID DIOP er fransk-senegalskur rithöfundur og fræðimaður sem hlaut alþjóðlegu Booker-verðlaunin 2021 fyrir skáldsögu sína „At Night All Blood is Black“. Farandmennirnir sem ákveða að flýja ógnaröld þessarar fátæktarbaráttu vita að það er til heimur þar sem lífið er ekki stöðug barátta við að lifa af daginn. TÍMAMÓT: YFIR 1.400 MANNS LÉTUST AÐ TALIÐ ER VIÐ AÐ REYNA AÐ KOMAST YFIR MIÐJARÐARHAFIÐ 2021 ’’ Farandmenn, sem voru stöðvaðir á bátkænum á Miðjarðarhafinu, komu til hafnar í Malaga á Spáni 2018. Jon Nazca/Reuters
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.