Morgunblaðið - 31.12.2021, Qupperneq 62

Morgunblaðið - 31.12.2021, Qupperneq 62
62 MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 2.12. 2021 Undanfarin tvö ár hefur lífi flestra verið um- bylt vegna Covid-19 og það eru margar kyn- slóðir síðan við höfum farið í gegnum jafn rót- tækjar breytingar á lífsstíl, bæði heima og í vinnu, og þeim er ekki lokið. Hverju við klæð- umst — og hvernig fatnaðurinn endurspeglar bæði gildismat okkar og hefur áhrif á hag- kerfið — er einnig byrjað að breytast á tímum þar sem við setjum upp grímur og fetum okkur í átt að verndaðri lífsstíl. Það er áhugavert að þessi umbylting vegna heimsfaraldursins var alltaf veruleiki þeirra sem lifa samkvæmt hinum íslamska lífsstíl, sem stundum er nefndur „hinn hógværi lífs- stíll“. Múslimum, sem hafa sameiginlega kaup- getu yfir tvær billjónir dollara (260 billjónir króna), er kennt að glæsibragurinn sé í ein- faldleikanum og að lifa samkvæmt því sé virð- ingarverður lífsstíll. Núna þegar flestir aðrir eru líka farnir að hylja sig daglega er gildi blæjunnar og kostir hinnar íslömsku tísku í kastljósinu á sama tíma og ég trúi að sleggju- dómar um múslimablæjur minnki og hætti að vera afsökun til að dæma þá sem kjósa þennan lífsstíl. Ég held líka að á þessum tímamótum muni almenn grímunotkun heimsins ýta ísl- amskri tísku inn í hringiðu alheimstískunnar og að hún muni hafa mikil áhrif á tísku fram- tíðarinnar. Uppruna tryggðar múslima við hógværan lífsstíl má rekja til kveðskapar Kóransins þar sem Adam og Eva fundu til blygðunar út af nekt sinni og vildu hylja líkama sína. Fyrir múslima hefur hulan einnig trúarlegan til- gang, því hún táknar hinn upprunalega hrein- leika Adams og Evu, „fitra“. En á sama tíma hefur klæðnaður múslima iðulega verið gagn- rýndur. Hinn vestræni heimur hefur kallað múslimakonur veiklundaðar og kúgaðar fyrir að hylja andlit sitt og höfuð. Skipulagðar hreyfingar hafa verið myndaðar til að banna híjab eða múslimaslæður óháð því að margar starfsstéttir hylja andlit sitt með stolti, stéttir eins og skurðlæknar, hjúkrunarfræðingar og bakarar sem gera það til að vernda heilsu ann- arra, svo ekki sé litið til annarra trúarhópa eins og gyðinga, kaþólikka, síkka, hindúa og búddista. Getum við ímyndað okkur að móðir Theresa hefði verið neydd til að taka af sér höfuðklútinn? Íslömsk tíska hefur einnig hagnýta kosti sem studdir eru af vísindum. Andlitsblæjan, sem dæmi, er ekki mjög útbreidd, en ákveðinn minnihluta múslimakvenna notar hana því þær upplifa bæði öryggi og eins ákveðið frelsi. Auk þess er hún vörn gegn bæði óhreinindum og ryki og veitir meiri vörn en nokkuð annað þeg- ar kemur að almenningssamgöngum. Sú stað- reynd að andlitshulan er úr efni gerir hana auðveldari að bera en N95-grímurnar. Á tímum heimsfaraldursins varð notkun andlitsgrímunnar táknræn, eins og heimurinn væri að kinka kolli til andlitsblæju múslima. Núna er litið á grímunotkun sem tillitssemi við fólkið í okkar nærumhverfi. Eftir að hafa not- að andlitsgrímur í meira en ár eru sumar kon- ur farnar að sjá kostina við að hylja andlit sitt, ekki síst þegar kemur að óæskilegri athygli karlmanna. En á sama tíma eru andlitsblæjur bannaðar í Frakklandi. Í apríl setti neðri deild franska þingsins lög sem banna stúlkum undir 18 ára aldri að hylja andlit sitt með slæðum. Jafnvel hinn þægilegi íþróttafatnaður „burkini“, sem er bæði þægilegur, fallegur og veitir vörn, er nú álitinn hættulegur því nánast eingöngu múslimakonur klæðast honum. Aldrei var samskonar herferð farin gegn blautbúningum sem notaðir eru við köfun. Þegar ákveðið var að sekta þá sem ekki báru grímur um 135 evr- ur (20.000 krónur) var það hrein mismunun, því múslimakonur geta sætt 150 evra (22.000 króna) sekt fyrir að hylja andlit sín með blæju. Eftir áratuga gagnrýni er sérkennilegt að sjá heiminn fagna fatnaði sem gæti allt eins verið hluti af íslamskri tísku. Ég trúi að þessi breyting sé vísir þess að íslömsk tíska eigi eftir að leika stærra hlutverk í því að móta lífsstíl og hagkerfi komandi ára. Mitt eigið starf í íslamskri tísku og hönnun hjálpar mér að skilja að besta þróunin kemur frá grundvelli aldagamalla gilda og að góðar hugmyndir eru sjaldnast nýjar. Ég hef séð hvernig bæði tíska og hönnun geta verið frá- bær grunnur til að byggja ný sambönd og einnig nýst til að eyða ranghugmyndum. Þegar sagan er skoðuð sést að vestrænn menningarheimur hefur lengst af haldið á lofti hógværari klæðnaði. Það var ekki fyrr en fjöldaframleiðslan skapaði nýja getu fyrir hraðari breytingar að miðstéttarneytendur fóru að tengja saman örar breytingar á tísku sem merki um framfarir. Eftir því sem menn- ing þess að líkja eftir og fylgja nýjum tísku- straumum jókst og aflaði mikilla tekna fyrir tískuheiminn fór samkeppnin að herðast og meiri sýnihneigð fylgdi í kjölfarið á kostnað hógværari fatnaðar og má tengja þessar breytingar að hluta við þjóðfélagslegar breyt- ingar eins og femínisma. Þrátt fyrir að íslömsk tíska hafi ekki komist fullkomlega ósködduð frá þessum breytingum verður að líta til þess að rætur tísku múslima má finna í aldagamalli trú múslima að gildi þeirra muni haldast óbreytt því guð hafi lofað að varðveita trú þeirra til loka alheimsins. Ísl- ömsk tíska mun halda áfram að þróast því fyrir okkur er hún dýrmætt ferðalag, en ekki stund- arfyrirbrigði. Þeir sem halda íslamskri tísku á lofti gera það vegna þess að innra gildi hennar hefur komið mann fram af manni í gegnum ætt- liðina. Í mínum huga er það lífstíðarskuldbind- ing til þessa klæðnaðar, sem sá hluti heimsins klæðist sem nú vex hvað hraðast. En tískan er líka glæsileg og stílhrein. Hið fræga Hollywood-höfuðklútaútlit sem nútíma- stjörnur eins og Jennifer Lopez og á undan henni bæði Audrey Hepburn og Grace Kelly gerðu frægt er í raun eins og okkar hefð- bundna híjab-múslimaslæða. Múslimaslæðan, notuð við stílhreinan síðkjól með háu hálsmáli sem er ekki of þröngur og sambærilegt útlit sem notað er fyrir dagfatnað, er nú eftirsótt myndefni hjá tískuljósmyndurum. Það er upplífgandi að sjá hvernig íslömsk tíska er að styrkja sig í sessi hjá breiðari hóp og hversu meira samþykki og jákvæð viðbrögð hún fær, að hluta til vegna þess að fyrirtækin sjá risastór markaðstækifæri í hinum íslamska heimi. Íslömsk tíska er ekki lengur á jaðrinum heldur hluti af tilraunum tískuheimsins til að bjóða upp á glæsilega nálgun á tísku á tímum grímunotkunar. Fjölmargar útgáfur af til- brigðum við íslamska tísku og hógværari fatn- að eru núna í boði hjá stóru tískurisunum – t.d. Nike sem er með Nike Pro Híjab-höfuðklút- ana eða Dolce og Gabbana með bæði höfuð- blæjurnar og abaya-serkina. Með þessu er bú- ið að auka skilning á okkur múslimum og eins að okkar hógværi lífsstíll geti verið kostur en ekki ógn. Ekki eru öll tískutilbrigðin raunverulega í anda múslima, og það væri sæmandi að tísku- risarnir kynntu sér betur ástæður múslima fyrir hógværum lífsstíl. Ef við hugsum t.d. um útlit Kim Kardashian á Met Gala-sýningunni 2021 þar sem hún var hulin svörtu efni frá hvirfli til ilja. Sumir vildu bera klæðnað henn- ar saman við búrkur múslima, en ég sé það engan veginn því níðþröngt efni sem sýnir all- ar útlínur líkamans er engan veginn í anda ísl- ams. Hins vegar var klæðnaður Rihönnu, sem var með höfuðblæju og í abayalegum serk, miklu meiri óður til íslamskrar tísku. Þrátt fyrir það voru mikilvæg skilaboð send á Met Gala-sýningunni. Það þarf ekki að vera neitt rangt við það að hylja líkama sinn. Jafn öfundsvert og það er fyrir múslima að það sé engin hatursorðræða gegn útliti Kar- dashian og algjörlega huldu andliti hennar, eða Rihönnu og híjab-slæðu hennar eða jafn- vel Kendall Jenner sem var nánast nakin er sýningin góð áminning um að ákvörðun fólks um hvernig það klæðir sig er ekki boð til ann- arra um að dæma ástæður þeirra. Það örlar á nýrri virðingu og von um að verða ekki skot- spónn gagnrýnenda fyrir trúarlegt gildismat okkar. Það er mikilvægt að það komi fram að hinn eftirsóknarverði múslímski neytandi hefur engan áhuga á þeim hönnuðum sem halda að þeir þurfi að bjarga okkur. Ef við sjáum hönn- un þar sem sést í bert mittið á sama tíma og hí- jab-slæðan er notuð, lætur það okkur líða eins og það sé verið að misnota menningu okkar og er móðgandi. Þeir hönnuðir sem skilja hvers vegna við metum íslamska tísku jafn mikils og raun ber vitni munu vita hvernig þeir geta gert frábæra hluti með því að nota íslamska tísku- hefð með virðingu og gera það með stæl. Í dag er hugmyndin um að hylja sig hluti af því að sýna tillitssemi. Þótt það þyrfti heims- faraldur til þess að skilja það er mín skoðun að hér sé gífurlegur möguleiki að opnast fyrir bæði fólk og fyrirtæki á heimsvísu og eins fyrir fyrirtæki í eigu múslima. ©2021 The New York Times Company og Alia Khan. Á vegum The New York Times Licensing Group. Konur með smitvarnagrímur fyrir vitum sér standa við híjab-sölustand á Tanah Abang-fatamarkaðnum í milljónaborginni Jakarta í Indónesíu. Ajeng Dinar Ulfiana/Reuters Hófsemi blæjunnar Grímunotkun á tímum heimsfaraldurs hefur beint kastljósinu að hógværum fatastíl múslima ALIA KHAN er stofnandi og stjórnandi Íslamska tísku- og Hönnunarráðsins. Á tímum heimsfaraldursins varð notkun and- litsgrímunnar táknræn, eins og heimurinn væri að kinka kolli til andlitsblæju múslima.’’ TÍMAMÓT: FARIÐ VAR AÐ SLAKA Á GRÍMUSKYLDU VÍÐA UM HEIM EFTIR ÞVÍ SEM FLEIRI VORU BÓLUSETTIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.