Morgunblaðið - 31.12.2021, Side 72

Morgunblaðið - 31.12.2021, Side 72
72 MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 31.12. 2021 gefið kost á sér. Sigurvegarinn mun erfa land þar sem hugtakið „le wokisme“ á vaxandi fylgi að fagna. Þar er vísað til bandarísku „woke“- hreyfingarinnar sem snýst um að draga úr kynþáttafordómum, kynjafordómum og mis- munun og hefur valdið uppnámi. Maí Bandaríkin, 6.-8. maí: Miami Gardens í Flór- ída verður fyrsta borgin í Bandaríkjunum þar sem svartir íbúar eru í meirihluta til að halda kappakstur í Formúlu 1. Keppnin nefn- ist Miami Grand Prix. Samningurinn um hana gildir til tíu ára og er búist við að hann hafi í för með sér 400 milljóna dollara inn- spýtingu í veltu borgarinnar á ári. Engu að síður hefur hluti íbúanna safnast saman til að mótmæla. Þeir halda því fram að keppninni fylgi ærandi hávaði og gríðarlegt rask á um- ferð og staðurinn hafi verið valinn eftir að íbúar miðbæjarins, sem flestir eru hvítir, komu í veg fyrir að þar yrði keppt í Formúl- unni árið 2018. England, 27. maí til 4. desember: Vilt þú dans? Vilt þú puð? Endalaust allsherjarstuð? Það er erfitt að segja til um það eftir tveggja ára útgöngubann og samkomutakmarkanir, en svarið er tvímælalaust „já“ við hinum viða- miklu stafrænu endurkomutónleikum hinna sænsku goðsagna popptónlistar áttunda ára- tugarins undir yfirskriftinni ABBA Voyage. Tónleikarnir munu fara fram á sérsmíðuðum leikvangi í Ólympíugarði Elísabetar drottn- ingar í London. Þar munu einhvers konar manngervingar hljómsveitarinnar troða upp ásamt tíu manna hljómsveit. Meðal annars er hægt að kaupa miða í tíu dansklefa yfir al- mennum sætum og geta allt að 12 manns sleppt beislinu fram af sinni innri dansdrott- ingu í hverjum þeirra og látið dansinn hvína á sínu einkadansgólfi. (Hér í upphafi er lagt út af þýðingu Þórarins Eldjárns á Dancing Queen, Dansinn hvín.) Júní England, 2. til 5. júní: Elísabet II. Breta- drottning mun halda upp á 70 ár við völd á platínuvaldaafmæli, sem ekki ekki hefur áður verið fagnað á Bretlandi. Frá því að hún tók við krúnunni 25 ára gömul hafa Bretar sleppt hendinni af nýlendum sínum og konungs- fjölskyldan byrjað að greiða tekjuskatt til breska ríkisins. Hún hefur heimsótt rúmlega 100 lönd og var fyrsti breski þjóðhöfðinginn til að fara til Sádi-Arabíu árið 1979, Kína 1986, koma á Rauða torgið í Moskvu 1994 og til Írska lýðveldisins 2011. Hinum megin Atlants- ála í Montecito í Kaliforníu vinnur síðan sonar- sonur hennar, Harry prins, að útgáfu ævi- minninga þar sem ekkert verður undan skilið og á að koma út síðar á árinu. Nýja-Sjáland, 24. júní: Á maorí, tungumáli innfæddra pólinesískra Nýsjálendinga, er orð- ið „Matariki“ notað yfir Sjöstirnið, stjörnu- þyrpingu í vetrarbrautinni. Sjöstirnið birtist á himinhvolfinu á suðurhveli jarðar á miðs- vetrarmánuðum og markar upphaf nýs árs í dagatali Maoría. Matariki verður í fyrsta skipti almennur frídagur að þessu sinni eins og Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja- Sjálands, hét í kosningabaráttu sinni. Spánn: Kanadíski tæknieinhyrningurinn Dapper Labs, sem þekktur er fyrir netmark- aðstorgið NBA Top Shot, mun fara í samstarf við eina vinsælustu íþróttadeild heims, La Liga á Spáni. Á Top Shot eru seldir stafrænir söfnunarmunir eða þekkt myndskeið úr NBA- leikjum fyrr og nú. Í fyrra seldist öfug vind- myllutroðsla LeBron James á 208 þúsund doll- ara (27 milljónir króna). Á nýja fótboltatorginu verða svipaðir hlutir í boði þar sem helstu lið La Liga koma við sögu. Júlí Ástralía, 1. júlí: Í júlí taka gildi ný lög í Can- berra þess efnis að allir heimiliskettir skuli vera innandyra eða á lokuðum svæðum utan- dyra. Mun þetta gert til að vernda kettina og dýralíf úti í guðsgrænni náttúrunni. Talið er að heimiliskettir sem ganga lausir í Canberra sitji fyrir 61.000 fuglum, 2.000 spendýrum, 30.000 skriðdýrum og 6.000 froskum á ári. Sektir fyr- ir að brjóta lögin nema allt að 1.600 dollurum (200.000 krónum). Undanþágur? Kötturinn þinn má fara út úr húsi ef hann er í taumi. Frakkland, 24. til 31. júlí: Tour de France mun hjóla inn í sögubækurnar með fyrstu kvennakeppninni, Tour de France Femmes. Skipuleggjendur keppninnar héldu kvenna- keppni í nokkur ár, frá 1984 til 1989, og reyndu í kjölfarið ýmsar útgáfur uns átakið fjaraði út vegna skorts á fjármunum og áhuga fjölmiðla. Að þessu sinni hafa skipuleggjendur keppn- innar skuldbundið sig til beinna útsendinga daglega í sjónvarpi og kveðast vonast til að geta haldið keppnina minnst næstu 100 árin. Nígería: Bronsið frá Benín nefnist safn platta og stytta frá 16. til 18. aldar, sem rænt var frá konungdæminu Benín (nú Nígeríu) í árás breska hersins 1897. Margir gripanna, sem eru niðurkomnir í 25 söfnum víða um Þýska- land, eru nú á heimleið. Nígerísk stjórnvöld hafa kynnt áform um að flytja þau í Edosafn vesturafrískrar listar, sem reist verður í Benínborg. Öll augu beinast nú að British Museum, sem talið er að hýsi stærsta safnið af bronsi frá Benín í heimi. Ágúst Serbía, 15. ágúst: Ávallt í ágúst er stærsta lúðrasveitarhátíð heims haldin í smábænum Guca. Árið 2001 sagði skipuleggjandi í bænum við The New Times að hátíðin væri „hrein geggjun“. Sumar leika hljómsveitirnar á sviði, en aðrar brjóta sér leið í gegnum mannþröng- ina og spila um leið í leit að athygli og seðlum, sem gestir skella á sveitt enni hljóðfæraleikar- anna eða troða í lúðra þeirra. Smástirnið Psýke: Smástirni á braut um sólu milli Mars og Júpiters er talið búa yfir slíku magni málma að yrði það flutt til jarðar mætti vinna úr því andvirði 10.000 trilljóna dollara (lesandanum væri lítil hjálp í að fá þá tölu í krónum) af járni og eru aðrir málmar þá ótald- ir. Þetta hefur vakið áhuga NASA og ætlar bandaríska geimvísindastofnunin að senda geimfar 2,4 milljarða kílómetra til þess að rannsaka Psýke. Búist er við að ferðin taki um þrjú og hálft ár. September Mongólía, miður september: Á árlegu Gull- arnarhátíðinni halda hirðingjar, sem nota erni til veiða og kallast burkitsji, klæddir þjóðleg- um loðbúningum á hestbaki til tveggja daga kappveiða. Karlar einokuðu þessar veiðar hér áður fyrr, en undanfarinn áratug hafa konur látið að sér kveða í greininni. Að þessu sinni er vert að fylgjast með Aisholpan Nurgaiv. Hún tók þátt í keppninni fyrst kvenna og sigraði ár- ið 2014. Október Á braut um jörðu, 1. október: Wayne- samsteypan, nei, afsakið, SpaceX hefur fimm ára samstarf við bandaríska flugherinn. Mun herinn nota geimflaug SpaceX til að flytja vopn hvert sem er á jörðu á minna en klukku- tíma. Leðurblökumanninn er hér hvergi að sjá, en framkvæmdastjóri SpaceX, Elon Musk, mun ugglaust fylgjast grannt með framvind- unni, sem mun gera flughernum kleift að hætta að nota rússneskar vélar af gerðinni RD-180, sem nú knýja eldflaugar þeirra, og skipta yfir í Raptor-vélina, sem notuð er í SpaceX og er ein skilvirkasta eldflaugavél heims. Brasilía, 2. október: Brasilíumenn ganga til kosninga um næsta forseta landsins. Sitjandi forseti, hinn umsetni Jair Bolsonaro, hafði þetta að segja um kosningarnar: „Í framtíð minni eru þrír kostir: að vera fangelsaður, drepinn eða sigra.“ Brasilísk þingnefnd hefur VÍTT OG BREITT UM HEIMINN Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, fylgist með hersýningu í höfuðborginni Brasilíu í ágúst. Hann sækist eftir endurkjöri í október. Andstæðingar hans saka hann um glæpi gegn mannkyni. Victor Moriyama/The New York Times Nígería reynir nú að endurheimta Benín- bronsstytturnar. Þessi er í British Museum. Lauren Fleishman/The New York Times Dapper Labs selur myndskeið úr NBA með upprunavottun. Spænski boltinn er næstur. Dapper Labs/Dapper Labs via Reuters SpaceX Starship SN10 skotið á loft í Texas í mars til að prófa flughæð. SpaceX Menn að störfum á Al Bayt-leikvanginum, sem reistur var fyrir heimsmeistaramót FIFA í fótbolta í Al Khor í Katar. Gagnrýnendur setja að stjórn- völd landsins beri ábyrgð á dauða þúsunda farandmanna sem látist hafi við störf í byggingarvinnu. Mótið hefst í nóvember. Kai Pfaffenbach/Reuters Kona í Flórída mótmælir fyrirhuguðum Form- úlu 1-kappakstri í Miami Gardens. Marco Bello/Reuters

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.