Saga - 2018, Blaðsíða 26
síbreytileg fyrirbæri og velti ekki aðeins á þeim auði sem einstakl-
ingur sankar að sér heldur einnig virði hans innan þess sviðs sem
verið er að rannsaka. Það getur því aukist eða minnkað umtalsvert,
eigi sér stað róttækar breytingar á sviðinu. Þó má gera ráð fyrir að
til hinnar ráðandi stéttar í Reykjavík á árunum 1890–1920 hafi talist
umsvifameiri kaupmenn, heldri frúr og embættismenn, allt fólk sem
var ýmist erlent eða hafði það sterk tengsl við útlönd að stéttin gat
talist þverþjóðleg.10 Hér verður ekki farið nánar út í skilgreiningar
á stétt enda eru það aðgreiningartækin sem hafa mesta þýðingu
fyrir þessa rannsókn, þá sérstaklega hvernig þeim var miðlað til
Reykjavíkur erlendis frá, aðallega kaupmannahöfn, í gegnum þver -
þjóðleg félagsleg rými.
Hugtökin þverþjóðleiki (e. transnationalism) og þverþjóðleg félags -
leg rými eru notuð í rannsóknum á innflytjendum í samtímanum og
skírskota til tengsla neta innflytjenda sem ganga þvert á landamæri
og gera þeim kleift að taka þátt í daglegu lífi, svo sem menningu,
efnahagslífi, trúarlífi eða stjórnmálum, í fleiri en einu landi eða ríki
í senn. Hugtakið hefur verið notað til að varpa ljósi á danska inn-
flytjendur á Íslandi, nánar tiltekið hvernig þverþjóðleg rými, sem
tengdu saman Reykja vík, kaupmannahöfn og jafnvel fleiri staði,
gerðu það að verkum að Danir gátu flust til Reykjavíkur og gengið
inn í heldri stéttir bæjar ins án þess að aðlagast því sem síðar var
kallað „íslensk þjóðmenning“, vegna þess að „fáguðustu“ borgarar
bæjarins kunnu dönsku og voru vel að sér í borgaralegum siðum og
venjum meginlandsins. Hér verður sjónarhornið víkkað út til að
skoða hlutverk þessara rýma í að viðhalda völdum hinnar ráðandi
stéttar án þess að greina sérstaklega þjóðerni fólksins sem henni til-
heyrði, en það var af ýmsum toga. Þó verða tengsl hinnar ráðandi
stéttar við framand leika teknar til sérstakrar skoðunar því þau
varpa ljósi á mótsagnakennda stöðu hennar sem hluti af tvenns kon-
ar rýmum, hinu stað bundna rými Reykjavíkur og þverþjóðlegu
rými sem náði langt út fyrir landamæri Íslands.
En fyrst þarf að undirbyggja þá grunnforsendu rannsóknarinnar
að sá mikli hreyfanleiki sem einkenndi Norður-Atlantshafið á tíma-
bilinu 1890–1920 hafi einnig sett mark sitt á Ísland og því verður
dregin upp mynd af því sem Appadurai kallar þjóðvíddir (e. ethno -
íris ellenberger24
10 Sjá: Íris Ellenberger, Danskir innflytjendur á Íslandi 1900–1970. Félagsleg staða,
samþætting og þverþjóðleiki (Reykjavík: Hugvísindastofnun Háskóla Íslands
2013), bls. 91‒94.
NÝ_Saga haust 2018 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 19.10.2018 18:45 Page 24