Saga - 2018, Blaðsíða 174
Bókin má segja að sé undin af þremur þáttum. Sá persónulegasti er frá-
sögn af framkvæmd rannsóknarverkefnis þar sem Steinunn og samstarfs -
fólk hennar vann að því árin 2013–2016, í framhaldi af rannsókn hennar á
Skriðuklaustri, að heimsækja alla hina klausturstaðina, kanna staðhætti og
minjar og reyna, með yfirborðsrannsókn og prufuskurðum, að staðsetja
mannvirki klaustranna. Efnismesti þáttur bókarinnar er rækileg saga hvers
klausturs, rakin að verulegu leyti eftir rituðum frumheimildum. Þar er
geysimiklum fróðleik haldið til haga, án þess að slaka á líflegri fram setn -
ingu. Nefna má sem dæmi að Steinunn vinnur rækilega úr próventusamn-
ingum klaustranna, þ.e. samningum við roskið efnafólk sem keypti sér þar
vist til æviloka. Það reynist stórmerkur heimildaflokkur sem lítið fer fyrir í
eldri ritum. Merkilega oft koma mannvíg og morðtilraunir við sögu í heim-
ildum um klaustrin og sýna hvílíkt ofbeldissamfélag Ísland var, löngu eftir
lok Sturlungaaldar. Svo mætti lengi áfram telja þau atriði sem lesandi
verður fróðari um. Þriðji þátturinn, sem hvarvetna vefst um hina tvo, er svo
túlkun Steinunnar á eðli og starfi klaustranna og hinnar kaþólsku kirkju. Þar
beitir hún aðferð yfirlitshöfundar: dregur myndina skýrum dráttum án mik-
illa fyrirvara. Frásögnin er mjög jákvæð gagnvart klaustrunum og þeirra
göfuga tilgangi, reiknað með sem samfelldustu þjóðþrifastarfi, t.d. skóla -
haldi — en síður alhæft af dæmum um það sem aflaga fór. Sögusamúð er
með hinni alþjóðlegu kirkju og þjónum hennar sem hafi að jafnaði fylgt
boðum og venjum hvers tíma, nema þegar vald höfðingjaætta yfir kirkjunni
keyrði úr hófi. Slíkt tímabil afmarkar Steinunn frá um 1190 og fram undir
1300 og tekst henni vel að túlka klaustrasögu tímabilsins í því ljósi. Sum
túlkunaratriði kynnu að fá aðrar áherslur í höndum annarra höfunda, en
það er a.m.k. gagnlegt að kynnast sannfæringu Steinunnar sem er efninu
þaulkunnug og kappkostar að rétta hlut klaustranna gagnvart einhliða og
neikvæðri hefð íslenskrar sögu. Að þess sé þörf hlýtur lesandi hennar að
samþykkja, ef ekki fyrirfram þá að lestri loknum.
Það sem lesandi má ekki treysta, það er nákvæmni í smáatriðum, hvorki
að Steinunn hafi brotið hvern heimildarstað til mergjar né að hún hnitmiði
hvert orð í sinni eigin framsetningu.
Ég flaskaði stundum á þessu og tók textann of bókstaflega. Fyrst í orð -
skýringum þar sem hugtakið postular er skýrt: „Lærisveinar Jesú krists“
(bls. 14). Ég lét það koma mér á óvart að á einhverju stigi hefðu allir læri -
sveinarnir verið kallaðir postular. Sá svo að þetta er í bókarhluta, „glósum“,
sem greinilega er eftirþanki, hrár að öllum frágangi og ekki einu sinni próf-
arkalesinn (uppflettiorð: „Dalmadíka“). Þetta er klassísk gildra í bókaútgáfu:
að vanda meginmálið en skoða ekki það sem bætist við á síðustu stundu.
Svo ég hætti að hafa áhuga á postulunum, þorði ekki heldur að taka bók-
staflega þá skýringu um sýniker, sem stóðu frammi í kirkjum með helguðum
oblátum, að þau hafi verið „fyrir gesti og gangandi að fá sér af“ (bls. 15 —
auðkennt hér eins og annað sem framvegis er skáletrað í tilvitnunum).
ritdómar172
NÝ_Saga haust 2018 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 19.10.2018 18:46 Page 172