Saga - 2018, Blaðsíða 157
hinsegin sögu frá árdögum hennar til dagsins í dag … heldur brotakennd
tilraun til að útskýra hugmyndir og efnistök hinsegin sagnfræði á íslensku“
(bls. 22). Höfundur gagnrýnir þá sagnfræði sem byggist á eðlishyggju (bls.
28) og leggur áherslu á að hinsegin-merkimiðinn á fræðimennskunni feli í
sér að setja fram „greinandi hugmyndir við að skoða og afbyggja valda-
formgerðir“ (bls. 22). Verulegur hluti kaflans fjallar um hugtakið hinsegin
og um hinseginfræði almennt (bls. 32–34) en einnig fjallar kaflinn um tak-
markanir og áskoranir hinsegin sögu.
En er grein Hafdísar Erlu kannski frekar hinseginfræði en hinsegin saga
eða hinsegin sagnfræði? Hinsegin sagnfræði hlýtur að vera einhvers staðar á
mörkum þess að vera sagnfræði og hinseginfræði, eða jafnvel kynjafræði.
Ritstjórar, í formála og Hafdís Erla í eigin grein, virðast hikandi við að skil -
greina hinsegin sögu sem undirgrein, líkt og Íslandssögu, kvennasögu, verka -
lýðssögu eða skólasögu. Í grein Hafdísar Erlu eru skilgreind þau einkenni hins-
egin sagnaritunar að hafa sprottið úr grasrót sem hluti af sjálfsmyndarsköpun
hinsegin fólks. En Hafdís heldur því einnig fram að stofnanavæðing hinsegin
sögu og hinsegin sagnfræði og sagnaritunar geti sem hægast dregið úr róttæku
samhengi í grasrótinni, það glatað „stuðandi áhrifum á gagnkynhneigt sam-
félag og forræði“ (bls. 56). Hvort það telst síðan stofnanavæðing að hinseg-
infræði eru skilgreind í aðalnámskrám fyrir leik-, grunn- og framhaldsskóla
sem möguleg kennslugrein, en einnig sem uppspretta fróðleiks fyrir kennara,
skal ósagt látið — og ekki um fjallað í greininni.
Víkjum að fleiri greinum. Greinin sem ég las fyrst er eftir Þorvald
kristinsson, bókmennta- og kynjafræðing, og fjallar um brot úr sögu Guð -
mundar Sigur jóns sonar glímukappa. Rakin er saga hans sem afreksmanns
og íþróttaþjálfara hérlendis og erlendis og tildrög þess að hann var
dæmdur og sat í fangelsi, eini maðurinn hérlendis, fyrir kynmök við aðra
karlmenn í samræmi við 178. grein hegningarlaga frá 1869. Í greininni er
dómurinn yfir Guðmundi settur í sögulegt og alþjóðlegt samhengi og rætt
um hvernig hann var á skjön við þögnina um samkynhneigð á þessum
tíma en jafnframt á skjön við alþjóðlega strauma.
Guðmundur Sigurjónsson var fæddur í sveitinni þar sem höfundur
þessa ritdóms ólst upp. Guðmundur lést að vetrarlagi þegar ég var á 13. ári
og var jarðsunginn um vorið. Aldrei heyrði ég um samkynhneigð hans á
þessum tíma eða þær hremmingar sem hann hafði lent í vegna kynhneigðar -
innar. Sömu sögu sagði aldraður Mývetningur, sem Guðmundur þjálfaði í
glímu í Reykjavík upp úr 1940, í viðtali sem tekið var árið 2012 (bls. 142);
hann hafði aldrei heyrt á kynhneigð Guðmundar minnst. Þótt svo þögnin
um þennan þátt í sögu Guðmundar hafi verið hávær þá lifir minning hans
vegna lands við Sandvatn sem hann gaf kvenfélagi sveitarinnar.
Næsta grein er eftir Ástu kristínu Benediktsdóttur bókmenntafræðing
og er greining á orðræðunni um samkynhneigð — eða kynvillu eins og talað
var um á þeim tíma — í íslenskum dagblöðum og tímaritum um miðja
ritdómar 155
NÝ_Saga haust 2018 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 19.10.2018 18:46 Page 155