Saga - 2018, Blaðsíða 87
„litlu ísaldarinnar“, við mun lægri sjávarhita en á fyrstu öldum
Íslandsbyggðar og hugsanlega allt aðra dreifingu fiskistofnanna.
Hugsanlega aðra, en nákvæmlega hvernig? Það leiðum við hjá
okkur í þessari grein. Til dæmis hvað rannsóknir á sjávarseti geta
sagt um hitastig á einstökum hafsvæðum; við látum hér nægja að
sjávarhitinn hafi breyst. Eða hvað álykta má af reynslu síðari tíma
um viðbrögð fiskistofnanna við hlýnun eða kólnun sjávar: hvernig
útbreiðslusvæði loðnunnar kynni að hafa breyst og þar með ætis-
göngur þorsksins, eða hvernig hrygningarsvæði þorsksins sjálfs
kunni að hafa stækkað og minnkað, jafnvel hvað erfðaefni úr göml-
um þorskbeinum kunni að segja um staðbundna stofna; ekkert af
því reynum við að kafa í, gefum okkur aðeins að átjánda og nítjánda
öld sé ekki endilega réttur fulltrúi fyrir öll fyrri tímabil.
Við drögum sem sagt ekki beinar ályktanir um sjávarlífið sjálft
heldur um mannlífið: hvernig Íslendingar veiddu fisk, neyttu fisks,
verkuðu hann og versluðu með hann. Þar er aðferð okkar sú að
fjalla um hvern heimildaflokk fyrir sig. Í fyrstu köflunum er farið
yfir vitnisburð fornsagna3 og annarra ritheimilda sem fræðimenn
hafa áður stuðst við um þetta efni. Eru ályktanir þeirra raktar,
stundum gagnrýndar, en fáu bætt við sem hvergi hefur komið fram
áður. Vitnisburð annála skoðum við hins vegar með skipulegri hætti
en gert hefur verið í þessu samhengi. Veigamestu þættir rannsókn-
arinnar eru svo annars vegar frumrannsókn á máldögum, þar sem
skoðaðir eru allir þeir tekjustofnar sóknarkirkna sem vitna um sjó-
sókn; hins vegar samantekt á tiltækum fornleifarannsóknum, sér-
staklega greiningu þeirra á fiskbeinum í sorphaugum.
Íslendingasögur ásamt þjóðveldislögum
Íslendingasögur4 geta um útræði hér og þar, m.a. á Suðvesturlandi.5
Meira er þó gert úr fiskveiðum undir Jökli og á Breiðafirði. Þar er
sagt frá almennri sjósókn,6 sókn aðkomumanna í verstöðvar7 og
hvar reru fornmenn til fiskjar? 85
3 Við leit að dæmum kom ekki síst að notum ritgerð Þorkels Bjarnasonar, „Um
fiskiveiðar Íslendinga og útlendinga við Ísland að fornu og nýju,“ Tímarit Hins
íslenzka bókmentafélags IV (1883), bls. 166–242.
4 ÍF. Íslenzk fornrit II–XIV (Reykjavík: Hið ísl. fornritafélag 1933–1991).
5 ÍF II, bls. 75 (Egils saga); XIII, bls. 252 (Flóamanna saga).
6 „Miklir voru í þann tíma fiskiróðrar á Snjófellsnesi.“ ÍF XIII, bls. 124 (Bárðar saga).
7 ÍF V, bls. 29 (Laxdæla); sbr. XII, bls. 30 (Njála).
NÝ_Saga haust 2018 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 19.10.2018 18:45 Page 85