Saga - 2018, Blaðsíða 120
svartasalt, eins og þekktist í Færeyjum á sautjándu öld,164 hafi verið
notað til að geyma fisk á maðkaflugutíma.165 Þetta er mál sem þyrfti
að taka til rækilegrar skoðunar en ýmislegt myndi falla í ljúfa löð ef
gera mætti ráð fyrir því að a.m.k. hluti þess fisks sem barst til bæja
í innsveitum á víkingaöld hefði verið saltaður.
Í þriðja lagi er líklegt að eftirspurn eftir föstumat hafi haft áhrif
á tilhögun fiskveiðanna. Beinasöfnin og samsætumælingarnar benda
raunar ekki til skýrra þáttaskila í neyslu fiskmetis sem rekja mætti
til föstuboða. Föstuskyldan hefur þó væntanlega jafnað fiskneysluna
milli byggðarlaga og bæja, einnig fært fiskneysluna meira yfir á
vetur inn, jólaföstu og einkum langaföstu, og þannig stuðlað að sam -
þjöpp un útgerðar þar sem best hentaði að verka skreið.
Í fjórða lagi gerist það, einmitt um svipað leyti og loftslagið kóln -
aði, að eftirspurn eftir þurrkuðum fiski eykst á mörkuðum í Evrópu.
Skýr ummerki eru um aukna sjófiskneyslu í bæjum Norður-Evrópu
þegar á elleftu öld, og það svo skyndilega að fornleifafræðingar geta
kennt tiltekið aldurslag við „fiskviðburðinn“.166 Fiskveiðar í Norður -
sjó og annars staðar með ströndum Evrópu virðast hafa annað þess-
ari auknu eftirspurn í fyrstu en á seinni hluta þrettándu aldar verður
breyting á samsætum fiskbeina í London sem bendir til að fiskur
veiddur í Norður-Atlantshafi — við Orkneyjar, Hjaltland, Noreg,
Færeyjar eða Ísland — hafi þá í vaxandi mæli verið á borðum borgar -
búa.167 Engar traustar heimildir eru um skreiðarútflutning frá
Íslandi á þessum tíma; hann gæti hafa verið einhver fyrir því, þó
tæplega í verulegum mæli. Bann við miklum útflutningi skreiðar frá
Íslandi á tímum hallæris, sem boðað var í réttarbót 1294,168 sýnir að
það hefur borið við að skreið væri flutt út í lok þrettándu aldar og
gæti bent til að útflutningur hafi þá farið vaxandi og jafnvel verið á
kostnað innanlandsneyslu þegar illa fiskaðist. Fiskneysla í London
meira en tvöfaldaðist á síðari hluta þrettándu aldar169 og ef sú borg
helgi skúli kjartanss. og orri vésteinsson118
164 Lucas Debes, Færoæ et Færoa reserata (kiøbenhafn 1673), bls. 160.
165 McGovern, „The Archaeofauna“, bls. 235.
166 Á ensku „fish event horizon“. James H. Barrett, Alison M. Locker og C. M.
Roberts, „‘Dark Age Economics’ revisited. The English fish bone evidence AD
600–1600“, Antiquity 78 (2004), bls. 618–636.
167 Orton o.fl. „Fish for the city“.
168 Jónsbók. Lögbók Íslendinga. Útg. Már Jónsson. Sýnisbók íslenskrar alþýðumenn-
ingar 8 (Reykjavík: Háskólaútgáfan 2004), bls. 313.
169 Orton o.fl. „Fish for the city“.
NÝ_Saga haust 2018 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 19.10.2018 18:45 Page 118