Saga - 2018, Blaðsíða 36
En líkt og Sigríður Matthíasdóttir og Þorgerður Einarsdóttir hafa
bent á tilheyrðu flestar einhleypar konur sem fluttust til Banda -
ríkjanna og kanada á tímabilinu 1870–1914 eins konar millistétt sem
bendir til þess að einhleypar lægri stéttar konur, eins og Elka, hafi
haft afar takmarkaða möguleika á að taka þátt í búferlaflutningum
frá Íslandi til Ameríku eða annarra svæða.41
Dagbækur Elku bera þess þó vitni að samskipti hennar við fólk
búsett erlendis hafi verið stöðug og regluleg, enda fylgdist hún
gaumgæfilega með skipakomum í von um að fá tíðindi af ástvinum,
jafnvel heimsókn. Þessi samskipti höfðu mikla þýðingu fyrir Elku,
ekki aðeins tilfinningalega heldur einnig hagnýta þar sem hún
reiddi sig mjög á gjafir, bæði í formi peninga og matar, sér til fram-
færslu. Hún fékk reglulega sendan mat úr sveitunum, yfirleitt frá
fjölskyldu sinni í Þingvallasveit en einnig ýmsar gjafir frá öðrum
nánum ættingjum, bæði hérlendis og erlendis, eins og sjá má af dag-
bókarfærslunni 9. febrúar 1919 en þá vann Elka við að ræsta skrif-
stofur borgarstjóra í Reykjavík:
Ég var altaf að vonast eftir því, sem ég veit að Steini [Þorsteinn] hefir
sent mér í sumar, því ég berst dálítið í bökkum með nóg fæði (um föt
er ekki að tala) af því kaupið mitt er svo lítið. Ég vona nú að borgar -
stj[óri] fari að bæta við það þegar verkin aukast svona í húsinu, bara að
það verði þá ekki svo nánasarlegt að við það verði ekki lifandi.42
Af þessu má sjá að hreyfanleiki Elku úr sveit í borg var studdur
bæði af sveitasamfélaginu og hinum hreyfanlega hópi íslenskra inn-
flytjenda erlendis, aðallega Danmörku, Bandaríkjunum og kanada.
Hreyfanleiki setti enn fremur mark sitt á líf Elku, þótt hún væri sjálf
að mestu kyrr eftir að til Reykjavíkur var komið. Rannsóknir á
dönskum innflytjendum hafa leitt í ljós að þótt tilvera hvers og eins
væri ekki endilega þverþjóðleg mótaðist líf þeirra af þeim þver -
þjóðlegu rýmum sem þeir tilheyrðu.43 Hliðstæða sögu er að segja af
íris ellenberger34
frá Íslandi 1870–1914. Útg. Gunnar karlsson. Sagnfræðirannsóknir 17 (Reykja -
vík: Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands 2003), bls. 122–123; Ólöf Garðarsdóttir,
„Tengsl þéttbýlismyndunar og Vesturheimsferða“, bls. 174–175; Júníus H.
kristinsson, Vesturfaraskrá 1870–1914, bls. xxiv.
41 Sigríður Matthíasdóttir og Þorgerður Einarsdóttir, „Single women who
emigrated from Iceland to North America, 1870–1914. Forgotten women with
agency?“, Scandia 82:1 (2016), bls. 10–34, einkum bls. 15.
42 Dagbók Elku, bls. 246.
43 Íris Ellenberger, Danskir innflytjendur á Íslandi 1900–1970, bls. 160.
NÝ_Saga haust 2018 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 19.10.2018 18:45 Page 34