Saga - 2018, Blaðsíða 115
Vitnisburð fornleifa má draga saman á þá leið að sjófiskur hafi
alltaf verið hluti af íslensku efnahagslífi og almennri fæðu, en að
vægi fiskveiða hafi aukist eftir því sem á leið. Greinileg merki eru
um þróun í átt að markvissari sókn eftir þorski í ákveðinni stærð og
staðlaðri verkun hans. Það sem enn er óljóst er hvenær þessar breyt-
ingar verða eða hversu hratt þær gengu yfir og hvernig þær tengjast
auknum útflutningi á fiski frá fjórtándu öld að telja.
Frá sumarvertíð til vetrarvertíðar
Hér hefur verið farið yfir margs konar vitnisburð um fiskveiðar
Íslendinga á miðöldum, og kemur á óvart hve lengi þær virðast hafa
verið sóttar fast á norðurhelmingi landsins ekki síður en á vertíðar -
svæðinu suðvestanlands. Vísbendingar Íslendingasagna um útgerð
mikinn hluta ársins, bæði við Breiðafjörð og jafnvel Húnaflóa, fá þó
ekki afgerandi stuðning af öðrum heimildum. Á Norðurlandi er
hins vegar margt sem staðfestir útróðra að sumri og fram á haust,
líkt og á síðari öldum. Menn eru jafnvel í veri yfir sjálfan sláttinn. Í
ýmsum byggðum er ljóst, ekki síst af máldögunum, að sjávarfang er
undirstaða atvinnulífsins ekki síður en landbúnaður. Þar er stuðst
við margs konar sjávargagn og veiðiskap, a.m.k. framan af, en síðar
koma einnig fram vísbendingar um sérhæfðari fiskveiðar og fisk-
verkun fyrir markað, jafnvel útflutningsmarkað.
Vestfirðir og Breiðafjörður eru mikil fiskveiðisvæði fyrr og síðar,
þó að vitnisburður um vetrarvertíð komi ekki fram fyrr en í mál -
daga Staðarhóls um 1500.148 Um útgerð við Faxaflóa eða á Suður -
nesjum eru heimildir hins vegar býsna fátæklegar, a.m.k. fram á
fjórtándu öld. Vera má að stofnun nýrrar sóknarkirkju á Hvalsnesi
árið 1370149 og vígsla hálfkirkju í Engey 1379150 séu til marks um
fólksfjölgun og vaxandi tekjur af útvegi. Árið 1340 eignaðist Skál -
holtsdómkirkja fjórðung í Útskálum ásamt haffæru skipi, karfa með
akkeri og skipsbáti, og fyrir lok aldarinnar hafði stóllinn eignast ver-
tollinn í Grindavík sem áður er getið. Viðeyjarklaustur eignaðist líka
nokkrar útgerðarjarðir á Suðurnesjum á fjórtándu öld, m.a. Stafnes,
hvar reru fornmenn til fiskjar? 113
148 Um Vestfirði og mikilvægi fiskveiða þar á miðöldum sjá ennfremur Ópr.
Ragnar Edvardsson, The role of marine resources in the Medieval economy
of Vestfirðir, Iceland. PhD thesis from City University of New york 2010.
149 DI III, bls. 256–257.
150 DI III, bls. 338–339.
NÝ_Saga haust 2018 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 19.10.2018 18:45 Page 113