Saga - 2018, Blaðsíða 170
París á árunum 1153–1159, þótt ekki sé hann þar í skrám. Tveir aðrir Skál -
holtsbiskupar, þeir Magnús Eyjólfsson og Stefán Jónsson, eru taldir hafa
menntast í Frakklandi. Þrír norskir erkibiskupar tengdust klaustrinu og í
norskri kirkjutónlist þeirra tíma birtast áhrif þaðan, til dæmis í Ólafs -
sekvensíu og Hallvarðssekvensíu. Gunnar rekur einnig þýðingar á ritum
fræðimanna í St. Viktor á norrænu og er það forvitnilegt efni.
Þorlákur Þórhallsson stofnaði kanúkasetur í Þykkvabæ í Veri og síðan
að Helgafelli, þegar klaustrið fluttist þangað árið 1184. Í þessum klaustrum
hljóta að hafa verið reglubækur um „vita communis“ í þeim anda sem
iðkaður var í St. Viktor, þar sem Þorlákur þekkti til. kosturinn við grein
Gunnars er að hann nýtir sér og kynnir niðurstöður franskra rannsókna á
sviði kirkjusögu, en frönsk fræðirit eru mörgum Íslendingum lokuð bók. Þar
með opnar hann sýn til Frakklands, sem öldum saman var eitt höfuðvígi
kaþólsku kirkjunnar. Grein Gunnars er vel uppbyggð, fróðleg og læsileg og
ber vott um mikla þekkingu á efninu.
Haraldur Bernharðsson á greinina „kirkja, klaustur og norskublandið
ritmálsviðmið á Íslandi á miðöldum“. Höfundur rekur norvagisma í íslensk-
um handritum og umræður norskra og íslenskra fræðimanna um þetta efni
og þátt skrifara. Norvagismar hurfu snögglega úr sögunni í íslenskum
handritum um 1400. Síðan ræðir höfundur norsk áhrif á íslenska stafsetn-
ingu og greinir með verkfærum hljóðfræði og rithandarfræði. Hér brestur
ritdómara þekkingu, en skynjar að Haraldur sé á heimavelli. Hann telur
norsk áhrif á skrift og stafsetningu í íslenskum miðaldaritum hafa verið líf-
seigari en norsk áhrif á sjálft tungumálið. Allt er óljóst um málþróun og eins
og höfundur segir: „umræðan ekki leitt til neinnar einhlítrar niðurstöðu.“
Aðgreining Íslendinga og íslenskrar tungu frá Norðmönnum og norskri
tungu hefur verið ríkjandi „paradigma“ í þessum fræðum. Ritdómara grun -
ar að hér eigi sjálfstæðisbaráttan hlut að máli. Er ekki komin tími á nýtt
„paradigma“, sem leiðir hið sameiginlega í norsku og íslensku í ljós? Væri
það ekki kjörið til þess að vekja áhuga á þessum málum, sem eiga sér sam-
eiginlegar rætur í norrænu og hafa þróast í fjölda mállýskna í Noregi.
Íslenska og færeyska eru þá væntanlega mállýskur norrænnar tungu.
Guðvarður Már Gunnlaugsson ritar greinina „Voru scriptoria í íslensk-
um klaustrum?“ Fyrri hluti greinarinnar er helgaður sögu skrifstofa, bóka-
safna og bókaþarfa í klaustrum og kirkjum og rekur höfundur dæmi af
meginlandi Evrópu, byrjar á Benedikt frá Núrsíu og klaustrinu Monte
Casino árið 529. Í seinni hluta fjallar hann um ritunarstaði íslenskra hand -
rita, fjölda handrita og og rithendur skrifara og er sá hluti leikmanni nokkuð
strembin lesning. Umræðan hverfist um hugtakið „scriptorium“ og telur
höfundur upp alla þá staði í handritum, þar sem orðin skrifstofa, skrifklefi,
ritstofa, ritklefi og studium koma fyrir. Sunnar í álfunni mátti nota kross -
gang klaustra, þ.e.a.s. yfirbyggð göng í kringum klausturgarðinn, sem opin
eru út í garðinn, til skrifta. Þar var rými, birta og þægilegur hiti, að minnsta
ritdómar168
NÝ_Saga haust 2018 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 19.10.2018 18:46 Page 168