Saga - 2018, Blaðsíða 32
Allt þetta fólk á það sameiginlegt að vera búsett í Reykjavík til
lengri eða skemmri tíma en til Reykjavíkur komu einnig aðrir sem
höfðu skemmri viðdvöl, til dæmis tónlistarmenn og annað listafólk
frá Danmörku, Svíþjóð og Frakklandi sem hélt tónleika og setti upp
sýningar í Reykjavík. Þá komu ýmsir gestir til Reykjavíkur til að
sinna tímabundnum verkefnum, þar á meðal danskir knattspyrnu-
menn til að keppa við reykvísk lið og kvikmyndatöku- og sýningar-
fólk frá Bretlandi, Svíþjóð, Frakklandi, Sviss og Danmörku, ýmist til
að sýna kvikmyndir eða taka upp atriði í bæði leiknar myndir og
fræðslumyndir.23 Fræðsluerindi voru órofa hluti af félagslífi bæjar -
ins og komu sumir fyrirlesaranna erlendis frá, til dæmis frá Þýska -
landi og Danmörku.24 Ferðamenn á leið út á landsbyggðina komu
einnig við í Reykjavík. Þeir voru aðallega þýskir og enskir en einnig
danskir og franskir, en stundum kom það fyrir að þýsk skemmti-
ferðaskip lægju í höfninni.25 Aðrir voru ekki eins miklir aufúsugestir
en í þeim hópi voru flóttamenn frá Danmörku og flakkarar frá Rúss -
landi og Armeníu eða Sýrlandi.26
Hér á þó enn eftir að minnast á stærsta hóp fólks sem hafði tíma-
bundna og tilfallandi dvöl í Reykjavík en það var fólk sem starfaði til
sjós. Fjölmennastir voru sjómenn frá Bretaníuskaga og Flandri á
Norðurströnd Frakklands en á tímabilinu 1860–1914 dvöldu árlega
2.000–6.000 sjómenn við veiðar á Íslandsmiðum sex mánuði á ári.27
Færeyingar voru einnig tíðir gestir á Íslandsmiðum auk Dana,
Norðmanna og Breta. Finnskir og sænskir sjómenn voru líka ráðnir
frá Noregi en rússneskir sjómenn komu til Íslands í land.28 Þá eru
íris ellenberger30
Fjallað er nánar um Courmont og Cable í fyrri heimsstyrjöldinni í: Gunnar Þór
Bjarnason, Þegar siðmenningin fór fjandans til. Íslendingar og stríðið mikla 1914–
1918 (Reykjavík: Mál og menning 2015), bls. 134–136, 167–175.
23 Íris Ellenberger, Íslandskvikmyndir 1916-1966. Ímyndir, sjálfsmynd og vald.
Meistaraprófsritgerðir 2 (Reykjavík: Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands,
Háskólaútgáfan 2007), bls. 24–31.
24 Sjá t.d.: Dagbók Elku, bls. 213, 246, 309.
25 Árni Óla, Erill og ferill blaðamanns hjá Morgunblaðinu um hálfa öld (Reykjavík:
Ísafoldarprentsmiðja 1963), bls. 61–63.
26 Snorri G. Bergsson, Erlendur landshornalýður? Flóttamenn og framandi útlendingar
á Íslandi, 1853–1940 (Reykjavík: Almenna bókafélagið 2017), bls. 54–59; Árni
Óla, Erill og ferill blaðamanns, bls. 111–112.
27 Elín Pálmadóttir, Fransí Biskví, bls. 384–385.
28 Hendrik Ottósson, Frá Hlíðarhúsum til Bjarmalands, bls. 87; Helgi Þorsteinsson,
NÝ_Saga haust 2018 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 19.10.2018 18:45 Page 30