Saga - 2018, Blaðsíða 89
bændum, bæði ríkum og snauðum, sem sóttu sjó svo fast sem frek -
ast var unnt.8 Nokkrar sögur geta líka skreiðarflutninga, ekki síst af
Snæfellsnesi.9 Skreið er einnig flutt úr Breiðafjarðareyjum10 og
Bolungarvík,11 sömuleiðis af Ströndum12 en „þá voru firðirnir fullir
af fiskum“.13 Sérstaklega eru nefndir skreiðarflutningar úr Trékyllis -
vík á haustin.14 Að vori róa heimamenn til fiskjar úr Bjarnarfirði en
vermenn úr kaldbaksvík.15 Grímseyingar róa til fiskjar um mitt
sumar á 30 skipum, segir Valla-Ljóts saga, flestum þó smáum og
gera skammróið.16 Af austurhelmingi landsins fer færri sögum; þó
bregður fyrir vermönnum í Flatey á Skjálfanda17 og að „veiðiskap ur“
sé fluttur úr eynni,18 einnig skreiðarflutningi sunnan af fjörðum til
Njarðvíkur eystri.19 Við Húnaflóa gerir Bandamanna saga ráð fyrir
meira en sumarvertíð þegar ódæll unglingur „fer út á Vatnsnes og
réðst þar í sveit með vermönnum … og er með þeim þau misseri í
fiskiveri,“ nánar tiltekið „þrjá vetur og þrjú sumur“.20 Eins segir
Laxdæla frá verstöðinni Bjarneyjum á Breiðafirði, kallar þær „veiði -
stöð“ þangað sem menn „sóttu … mjög til veiðifangs“ svo þar var
„fjölmennt mjög öllum misserum“.21
Hér má benda á smáatriði í orðalagi. Algengt er að fornir textar
noti orðið „ár“ einungis í merkingunni árferði, góðæri, ekki um tíma-
lengd. Þegar Bandamanna saga talar um þriggja ára tímaskeið, þá
hefur hún ekkert eitt orð yfir árið heldur telur vetur og sumur, og
það sem nú myndi heita næstu árin verður í sögunni „þau misseri“.
Sömu merkingu verður að leggja í orðalag Laxdælu, bæði um Ísland
á landnámsöld, að þar væri „fiskastöð öllum misserum“,22 og um
hvar reru fornmenn til fiskjar? 87
8 ÍF IV, bls. 18–19 (Eyrbyggja); VI, bls. 79 (Gísla saga); XIII, bls. 124 (Bárðar saga).
9 ÍF III, bls. 156 (Bjarnar saga); IV, bls. 147, (Eyrbyggja); VII, bls. 139 (Grettla).
10 ÍF IV, bls. 170 (Eyrbyggja).
11 ÍF VI, bls. 169–171 (Fóstbræðra saga).
12 ÍF XIV, bls. 187 (Þórðar saga).
13 ÍF VII, bls. 26 (Grettis saga). Með nútímarithætti eins og allar tilvitnanir í
miðaldatexta hér á eftir; sömuleiðis er rómverskum tölum breytt í serkneskar.
14 ÍF XIV, bls. 333 (Finnboga saga).
15 ÍF XII, bls. 46 (Njála).
16 ÍF IX, bls. 258–259.
17 ÍF XIII, bls. 459 (Stjörnu-Odda draumur).
18 ÍF X, bls. 170 (Reykdæla saga).
19 ÍF XI, bls. 267 (Fljótsdæla saga).
20 ÍF VII, bls. 295–296.
21 ÍF V, bls. 29.
22 ÍF V, bls. 5.
NÝ_Saga haust 2018 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 19.10.2018 18:45 Page 87