Saga - 2018, Blaðsíða 54
miðri tuttugustu öld stimpluðu gjarna hætti, klæðaburð og tungu -
tak hinnar ráðandi stéttar sem hégóma, sem er ef til vill röklega
ályktað miðað við reykvískt samfélag sem einkenndist af mun ríkari
áherslu á þjóðleg gildi á ritunartímanum en á áratugunum í kring -
um aldamótin 1900.89 En þegar „tildur og prjál“ hinnar ráðandi
stéttar er skoðað í ljósi kenninga Bourdieus um góðan smekk og
hlutverk hans í að skapa fjarlægð milli efsta stéttalagsins og annarra
samfélagshópa, hvort sem um er að ræða lægri stétt ættaða úr sveit-
um landsins eða erlenda sjómenn, verður ljóst að hin meinta hégóm-
lega áhersla á „rétt“ gardínuefni og „masúrka“ eftir Chopin voru í
raun rökréttar leiðir til þess fallnar að viðhalda eða styrkja félags -
lega stöðu á ólíkum sviðum innan bæjarsamfélags Reykjavíkur. Enn
fremur skipti hreyfanleiki og þverþjóðleiki hinna ráðandi stétta
höfuðmáli í aðgreiningunni þar eð hin þverþjóðlegu rými veittu
aðgang að ýmsum menningarafurðum og neysluvörum frá megin-
landi Evrópu sem aðrir Reykvíkingar áttu erfitt með að nálgast. Það
gefur til kynna að Reykjavík hafi verið flækt rými á tímabilinu 1890–
1920 þar sem hnattrænar hugmyndir og efnislegir hlutir voru settir
fram, endurmótaðir og fléttaðir saman við staðbundna þætti. Um
leið mynduðust tengsl við framandleika sem styður við niðurstöður
íris ellenberger52
herrar“ notuðu Siffhon til að sprauta sódavatni í viskíið sitt: Sigurbjörn
Þorkelsson, Himneskt er að lifa I, bls. 216. Einu „hæstmóðins“ fötin sem Sigur -
björn Þorkelsson eignaðist um ævina voru sérsaumuð „cheviot“-föt að áeggjan
hins franska Chouillou kaupmanns í Reykjavík: Sigurbjörn Þorkelsson,
Himneskt er að lifa II, bls. 200. Boilleau barón á Hvítárvöllum þótti sérlega
„fágaður heimsmaður“: Málfríður Einarsdóttir, Samastaður í tilverunni, bls. 174.
Þá nefna ýmsar heimildir um að konur hafi gegnt mikilvægu hlutverki við að
mennta ungar stúlkur í fágun og góðum smekk til dæmis í gegnum handa-
vinnu, dans, píanóleik, „guitar“-leik og sitthvað fleira: Eufemia Waage, Lifað
og leikið, bls. 58–59; Málfríður Einarsdóttir, Samastaður í tilverunni, bls. 217–218;
Anna Borg. Endurminningar. Útg. Paul Reumert (Hafnarfjörður: Skuggsjá 1965),
bls. 14; Lúðvík kristjánsson, Við fjörð og vík. Brot úr endurminningum Knud Zim -
sens fyrrverandi borgarstjóra (Reykjavík: Helgafell 1948), bls. 14–15; Páll Líndal,
Á götum Reykjavíkur, bls. 70.
89 Sigríður Matthíasdóttir hefur komist að þeirri niðurstöðu að hugmyndafræði
þjóðernishyggjunnar hafi verið í mótun á fyrsta áratug tuttugustu aldar en
tekið á sig greinilegri mynd á öðrum áratugnum. Á þriðja áratugnum varð
síðan íhaldssöm þjóðernisstefna áberandi á Íslandi sem og annars staðar í
Evrópu. Sjá: Sigríður Matthíasdóttir, Hinn sanni Íslendingur. Þjóðerni, kyngervi
og vald á Íslandi 1900-1930 (Reykjavík: Háskólaútgáfan 2004), bls. 359; Ragn -
heiður kristjánsdóttir, Nýtt fólk, bls. 135.
NÝ_Saga haust 2018 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 19.10.2018 18:45 Page 52