Saga - 2018, Blaðsíða 207
Sýningar
Sögufélag tók þátt í sýningarhaldi í tengslum við tvær af útgáfubók-
um ársins. Sýningin Spegill Samfélagsins. Almúgi og embættismenn
skrifa Danakonungi, var opnuð 15. júní 2017 í Safnahúsinu. Þar voru
frumskjöl Landsnefndarinnar til sýnis, auk útgáfubókanna og ann-
arrar miðlunar skjalanna. Sýningin var sett upp í tilefni af 135 ára
afmæli Þjóðskjalasafns Íslands og voru aðstandendur útgáfunnar,
Sögufélag og Ríkisskjalasafnið, samstarfsaðilar. Auk útgefendanna
var samstarf við Ríkisútvarpið og Þjóðminjasafn Íslands við gerð
hennar. Sýningunni lauk 23. maí síðastliðinn og hafði þá staðið í
tæpt ár. Sérstök leiðsögn var um sýninguna á menningarnótt, safna-
nótt og nokkra sunnudaga sem hluti af dagskrá Safnahússins, sem
ritstjórar bókanna sáu um.
Í tengslum við verðlaun Hagþenkis fyrir besta fræðiritið árið
2017, sem að þessu sinni var bókin Leitin að klaustrunum eftir Stein -
unni kristjánsdóttur, setti Sögufélag upp sýningu í samstarfi við
Landsbókasafn Íslands í Þjóðarbókhlöðu. Sýningin opnaði 28. febrú-
ar og stendur fram til hausts. Bókin var gefin út í samstarfi við
Þjóðminjasafn, en þar var opnuð sérsýning 26. maí á völdum grip -
um sem tengjast rannsókninni á klausturstöðunum. Sú sýning mun
standa í ár.
Verkefnin fram undan
Bókaútgáfa og tímaritaútgáfa stendur alltaf frammi fyrir rekstrarleg-
um áskorunum. Félag eins og Sögufélag fer ekki varhluta af því og
er ekki sjálfgefið að ná endum saman. Það hefur tekist með mikilli
vinnu og þátttöku félagsmanna í útgáfustarfinu. Sögufélag vill
gjarnan halda áfram að vera félag, vera vettvangur fyrir umræðu
um söguleg efni, eiga þátt í að efla góða fræðimennsku, koma henni
fyrir augu almennings og fræðimanna, leggja áherslu á fagleg vinnu-
brögð og stuðla að nýsköpun í útgáfumálum.
Á síðasta ári tókst að koma öllum bókum Sögufélags í sölu í
bókaverslun og í vefsölu, bæði hjá Forlaginu og á eigin vefsíðu sem
og hjá afgreiðslu félagsins. Næsta skref er að bæta enn í og gera eldri
uppseldar bækur félagsins aðgengilegar á rafrænu formi.
Ein helsta áskorun næsta árs er að ljúka þeirri vegferð sem félag -
ið hefur verið á við að endurskipuleggja rekstur þess, fínstilla strengi
og vinna að frekari uppbyggingu útgáfusjóðs félagsins. Frá gangur
ársskýrsla stjórnar sögufélags
NÝ_Saga haust 2018 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 19.10.2018 18:46 Page 205