Saga


Saga - 2018, Page 174

Saga - 2018, Page 174
Bókin má segja að sé undin af þremur þáttum. Sá persónulegasti er frá- sögn af framkvæmd rannsóknarverkefnis þar sem Steinunn og samstarfs - fólk hennar vann að því árin 2013–2016, í framhaldi af rannsókn hennar á Skriðuklaustri, að heimsækja alla hina klausturstaðina, kanna staðhætti og minjar og reyna, með yfirborðsrannsókn og prufuskurðum, að staðsetja mannvirki klaustranna. Efnismesti þáttur bókarinnar er rækileg saga hvers klausturs, rakin að verulegu leyti eftir rituðum frumheimildum. Þar er geysimiklum fróðleik haldið til haga, án þess að slaka á líflegri fram setn - ingu. Nefna má sem dæmi að Steinunn vinnur rækilega úr próventusamn- ingum klaustranna, þ.e. samningum við roskið efnafólk sem keypti sér þar vist til æviloka. Það reynist stórmerkur heimildaflokkur sem lítið fer fyrir í eldri ritum. Merkilega oft koma mannvíg og morðtilraunir við sögu í heim- ildum um klaustrin og sýna hvílíkt ofbeldissamfélag Ísland var, löngu eftir lok Sturlungaaldar. Svo mætti lengi áfram telja þau atriði sem lesandi verður fróðari um. Þriðji þátturinn, sem hvarvetna vefst um hina tvo, er svo túlkun Steinunnar á eðli og starfi klaustranna og hinnar kaþólsku kirkju. Þar beitir hún aðferð yfirlitshöfundar: dregur myndina skýrum dráttum án mik- illa fyrirvara. Frásögnin er mjög jákvæð gagnvart klaustrunum og þeirra göfuga tilgangi, reiknað með sem samfelldustu þjóðþrifastarfi, t.d. skóla - haldi — en síður alhæft af dæmum um það sem aflaga fór. Sögusamúð er með hinni alþjóðlegu kirkju og þjónum hennar sem hafi að jafnaði fylgt boðum og venjum hvers tíma, nema þegar vald höfðingjaætta yfir kirkjunni keyrði úr hófi. Slíkt tímabil afmarkar Steinunn frá um 1190 og fram undir 1300 og tekst henni vel að túlka klaustrasögu tímabilsins í því ljósi. Sum túlkunaratriði kynnu að fá aðrar áherslur í höndum annarra höfunda, en það er a.m.k. gagnlegt að kynnast sannfæringu Steinunnar sem er efninu þaulkunnug og kappkostar að rétta hlut klaustranna gagnvart einhliða og neikvæðri hefð íslenskrar sögu. Að þess sé þörf hlýtur lesandi hennar að samþykkja, ef ekki fyrirfram þá að lestri loknum. Það sem lesandi má ekki treysta, það er nákvæmni í smáatriðum, hvorki að Steinunn hafi brotið hvern heimildarstað til mergjar né að hún hnitmiði hvert orð í sinni eigin framsetningu. Ég flaskaði stundum á þessu og tók textann of bókstaflega. Fyrst í orð - skýringum þar sem hugtakið postular er skýrt: „Lærisveinar Jesú krists“ (bls. 14). Ég lét það koma mér á óvart að á einhverju stigi hefðu allir læri - sveinarnir verið kallaðir postular. Sá svo að þetta er í bókarhluta, „glósum“, sem greinilega er eftirþanki, hrár að öllum frágangi og ekki einu sinni próf- arkalesinn (uppflettiorð: „Dalmadíka“). Þetta er klassísk gildra í bókaútgáfu: að vanda meginmálið en skoða ekki það sem bætist við á síðustu stundu. Svo ég hætti að hafa áhuga á postulunum, þorði ekki heldur að taka bók- staflega þá skýringu um sýniker, sem stóðu frammi í kirkjum með helguðum oblátum, að þau hafi verið „fyrir gesti og gangandi að fá sér af“ (bls. 15 — auðkennt hér eins og annað sem framvegis er skáletrað í tilvitnunum). ritdómar172 NÝ_Saga haust 2018 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 19.10.2018 18:46 Page 172
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210

x

Saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.