Morgunblaðið - 22.10.2021, Síða 18

Morgunblaðið - 22.10.2021, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. OKTÓBER 2021 VIÐSKIPTAMOGGINN FRAMÚRSKARANDI FYRIRTÆKI Þ egar Morgunblaðið hafði samband við Jónas Jónasson, fram- kvæmdastjóra Benchmark Genetics á Íslandi og framleiðslustjóra sam- stæðunnar á alþjóðavísu, var hann staddur í Bodø í Norður-Noregi í heimsókn í hrogna- framleiðslustöð fyrirtækisins. „Þetta er eins konar landsstöð okkar í Noregi fyrir klakfisk. Ég er hér að skoða framleiðsluna og fylgjast með framvindunni,“ segir Jónas. Hann segir að mjög vel gangi hjá norsku stöðinni sem framleiðir 120 milljón laxahrogn á ári. „Þessi stöð er byggð eftir þeirri for- skrift sem við höfum þróað í áratugi í starf- semi okkar á Íslandi,“ bætir Jónas við. Hrygnir allt árið Hann segir að aðferð fyrirtækisins gangi út á að láta laxinn hrygna hvenær sem er allt árið um kring. „Venjulega hrygna laxar á haustin en við höfum þróað afbrigði sem læt- ur laxinn hrygna í hverjum einasta mánuði, allt árið um kring. Við höfum yfirfært þessa þekkingu á stöð okkar í Noregi.“ Framleiðslan í Noregi skilar nægum hrognum til að framleiða þrjú hundruð þús- und tonn af laxi á ári. Til samanburðar borða Íslendingar 2-3 þúsund tonn af laxi á ári. Aðspurður segir Jónas að frá stofnun fyrir- tækisins, sem upphaflega gekk undir nafninu Stofnfiskur, hafi verið framleiddur um einn milljarður hrogna. Það þýði að um 2,5 milljón tonn af laxi hafi orðið til úr hrognunum. Spurður um afföll í framleiðslunni segir Jónas að gert sé ráð fyrir að 80-85% frjóvg- aðra hrogna lifi. „Þegar ákveðnu þroskastigi er náð og við sjáum augu inni í hrognunum, þá hreinsum við þau og sendum um allan heim, frá Íslandi, Noregi og Síle þar sem við erum líka með hrognaframleiðslu.“ Framleiðslugetan 400 milljón hrogn Framleiðslugeta Benchmark Genetics í löndunum þremur er 400 milljón hrogn á ári, þar af um 200 milljónir hér á landi. Samtals dugar heildarframleiðsla Benchmark í heim- inum til að framleiða milljón tonn af laxi ár- lega af þeim tæplega þremur milljónum sem framleiddar eru í heiminum í dag. „Laxeldi er í hröðum vexti í heiminum. Í Noregi er framleiðslan 1,7 milljón tonn á ári og á Íslandi 30-40 þúsund tonn. Þetta mun aukast mikið á næstu árum. Fyrir okkur er ekki síst spennandi hvað það er mikill vöxtur í landeldi á laxi. Þar pössum við vel inn vegna þess að við getum afhent hrogn jafnt og þétt allt árið. Framleiðendur í landeldi óska eftir hrognum fjórum til sex sinnum á ári og við erum í lykilstöðu til að afhenda þessum að- ilum hrogn.“ Sjóeldisfyrirtæki, sérstaklega á kaldari svæðum, þurfa hrognin sjaldnar enda er að sögn Jónasar erfitt að setja seyði í sjó yfir háveturinn. „Landeldi er öðruvísi þar sem að- staðan er yfirbyggð og hægt að hafa jafna framleiðslu allt árið.“ Jónas á von á því að árið 2030 verði fram- leidd 350 þúsund tonn af laxi í landeldi um allan heim. Annað af leiðandi fyrirtækjum Spurður um samkeppnisumhverfið í hrognaframleiðslugeiranum segir Jónas að tvö fyrirtæki séu leiðandi á alþjóðavísu. Benchmark Genetics sé annað þeirra. Eins og Morgunblaðið hefur áður fjallað um er Benchmark Genetics að byggja nýtt hrognahús í Vogum á Vatnsleysuströnd. Þar verður hægt að tvöfalda framleiðsluna. Um 800 milljóna króna fjárfestingu er að ræða. Jónas segir að búið sé að taka þriðjung hússins í notkun. „Gömlu hrognahúsin voru orðin úrelt. Það var farið að koma niður á gæðum hrogna á ákveðnum tíma ársins. Við ákváðum því að stökkva inn í nútímann. Það er mikil viðurkenning á starfi okkar á Íslandi að móðurfyrirtækið hafi ráðist í svona mikla fjárfestingu. Það eru einstakar aðstæður á Ís- landi fyrir hrognaframleiðsluna vegna að- gengis að hreinu vatni og sjó.“ Áttatíu manns starfa á Íslandi og stór hluti starfsfólks er sprenglærður í faginu að sögn Jónasar, en halda þarf vel utan um vísinda- og kynbótaþáttinn í starfseminni. „Þetta myndi aldrei vera hægt nema með svona samheldnum og góðum hópi starfsfólks. Það er lykillinn að velgengninni sem hefur skilað okkur á lista CreditInfo yfir framúrskarandi fyrirtæki.“ Benchmark Genetics á Íslandi var rekið með um eins milljarðs króna hagnaði á síð- asta ári og veltan var um fjórir milljarðar króna. „Góð afkoma endurspeglar mikinn áhuga á laxeldi í heiminum. Menn eru mikið á höttunum eftir góðum hrognum og kynbæt- urnar eru að skila sér. Afhendingaröryggið skiptir þar mestu máli. Við búum yfir hrein- asta laxastofni í heimi og það hefur gríðar- lega mikið að segja fyrir landeldið sér- staklega.“ Starfað frá upphafi Jónas hefur starfað fyrir félagið frá byrjun, árið 1991. „Ég starfaði í fyrstu við að skipu- leggja kynbótastarfið á meðan ég vann sem sérfræðingur hjá Veiðimálastofnun. Ég hóf svo störf hjá fyrirtækinu árið 1996. „Vel- gengni félagsins er afrakstur af miklu puði og þrautseigju.“ Síðan Benchmark Genetics festi kaup á Stofnfiski í desember árið 2014 hefur veltan nánast þrefaldast að sögn Jónasar. „Það tengist því að vera hluti af alþjóðlegri sam- steypu. Benchmark Genetics er skráð á hlutabréfamarkað í Lundúnum og sinnir margvíslegum kynbótum öðrum, til dæmis í rækjueldi.“ Er þetta skemmtilegur bransi? „Já, þetta er ástríða og alltaf jafn gaman eftir öll þessi ár. Laxeldi er nýr atvinnuvegur sem felur í sér margar áskoranir. Íslendingar hafa ræktað búfénað í þúsund ár og kjúkling í 100 ár, en laxinn höfum við ræktað mun styttra, eða síðan árið 1971. Það er gaman að vera hluti af því að skapa svona holla fæðu eins og laxinn er, sem við gerum í góðri sátt við náttúruna með sjálfbærni að leiðarljósi.“ tobj@mbl.is 2,5 milljón tonn af laxi Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Benchmark Genetics á Íslandi var rekið með um eins milljarðs króna hagnaði á síðasta ári og veltan var um fjórir milljarðar króna. 33. sæti BENCH- MARK GENETICS Stórt 33. sæti Jónas Jónasson Benchmark Genetics stundar stöðugar kynbætur. Spurður hvort endalaust sé hægt að kynbæta laxinn segir Jónas að svo sé. „Ef þú byrjar í kynbótum er eiginlega ekki hægt að hætta. Ég er kynbótafræðingur og horfi gjarnan 100 ár fram í tímann í þessum efnum. Ég tel að eftir þann tíma verðum við búin að fjórfalda vaxtarhraðann á laxi í landeldi. Í dag tekur 24 mánuði að ala fjögurra kílóa þungan lax, en eftir 100 ár mun það taka 5-6 mán- uði. Kynbætur auka vaxtarhraðann.“ Hægt að fjórfalda vaxtarhraðann Morgunblaðið/Árni Sæberg Velgengnin er afrakstur af puði og þrautseigju segir Jónas. Axel Fannar Borgarsson aðstoðarstöðvarstjóri hrognadeildar og Guðmundur Ragnarsson stöðvarstjóri hrognadeildar. Ljósmyndir/Lárus Karl Ingason Úr nýju hrognahúsi fyrirtækisins í Vogum á Vatnsleysuströnd.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.