Morgunblaðið - 22.10.2021, Síða 64

Morgunblaðið - 22.10.2021, Síða 64
64 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. OKTÓBER 2021 VIÐSKIPTAMOGGINN FRAMÚRSKARANDI FYRIRTÆKI F yrirtækið Berg Verktakar var stofnað árið 2016. Berglind Benediktsdóttir, fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins, er einn yngsti framkvæmdastjóri fyrirtækis sem er á lista Creditinfo yfir fyrirmyndarfyrirtæki í ár en hún er fædd árið 1987. „Það má í grunninn segja að þetta sé fjöl- skyldufyrirtæki en við Davíð, sambýlismaður minn, fórum af stað með þennan rekstur,“ segir Berglind sem útskrifaðist frá Mennta- skólanum Hraðbraut og steig sín fyrstu skref sem stjórnandi hjá Berg Verktökum. „Þetta fór hægt af stað þannig að það vannst tími til að sækja sér þekkingu og fróðleik. Það var ákveðið í upphafi að ég skyldi sjá um papp- írsmálin en Davíð myndi sinna því verklega og fékk ég því framkvæmdastjórastólinn. Í upphafi var þetta nokkuð hefðbundið; hlaupið á eftir nótum og tímaskriftum starfs- manna og séð til þess að reikningar væru greiddir á réttum tíma og að reikningar færu út tímanlega,“ segir Berglind. Boltinn fór að rúlla fyrir fjórum árum En hvað gera Berg Verktakar? „Árið 2017 fáum við það verkefni fyrir Gagnaveitu Reykjavíkur að leggja ljósleiðara í fyrirtæki í Hafnarfirði og þá fór boltinn að rúlla. Við höfum síðan sinnt ýmiss konar jarð- vinnuverkefnum að langstærstum hluta fyrir Gagnaveituna, Veitur, Reykjavíkurborg, Landsnet og Vegagerðina. Á þessum árum hafa verkefnin hjá okkur verið æði fjölbreytt. Við höfum gert kaldan pott í Árbæjarlaug, vaðlaug í Laugardalnum, lagt ljósleiðara í tugi eða hundruð fyrirtækja, lagt háspennustrengi meðfram Vesturlandsvegi, gróðursett mörg hundruð plöntur og tré fyrir Reykjavíkurborg, endurnýjað leiksvæði og endurnýjað allar mögulegar veitulagnir fyrir Veitur. Á síðasta ári prófuðum við að fara aðeins út fyrir borg- armörkin og gerðum hringtorg og undirgöng á Selfossi, og er skemmtilegt að geta þess að þetta voru fyrstu undirgöngin á Selfossi. Í ár höfum við verið að brasa við að endurnýja lagnir á Vesturgötu, gera skolpdælustöð á Álftanesi, leggja lagnir á Nesjavöllum fyrir fyrirhugaða Carbfix-tilraunastöð ásamt því að byggja yfir tengivirkið í Hrútatungu sem fór illa í óveðrinu í desember 2019.“ Varð smám saman meira krefjandi Hvernig var að taka við stöðunni svo ung að árum? „Í byrjun var þetta nokkuð einfalt, en þegar boltinn fór að rúlla og reksturinn að vinda upp á sig varð þetta auðvitað meira krefjandi. Árið 2018 vorum við svo heppin að fá Guðmund Hlír Sveinsson inn sem meðeigenda, og höfum við unnið gott starf saman. Einnig eigum við mjög farsælt samstarf við Fastland sem þjónustar okkur með bókhald og launamál, og er óhætt að segja að sú þjónusta hefur létt verulega undir.“ Hvað gerir fyrirtækið að fyrirmyndar- fyrirtæki? „Ég myndi segja að það væri mikill dugn- aður, gott skipulag, frábært starfsfólk og sæmileg heppni á útboðsmarkaði. Svo má auðvitað ekki gleyma einstaklega góðu sam- starfi hluthafa.“ Hvernig heldurðu uppi góðum starfsanda? „Við höfum reynt að hafa þá stefnu að mynda góð tengsl við starfsfólkið okkar. Þótt kórónuveirufaraldurinn hafi væntanlega haft umtalsvert minni áhrif á okkar fyrirtæki en mörg önnur, þar sem við vinnum mest utan- dyra og í litlum hópum, höfum við samt ekki farið varhluta af þessu fári. Við skuldum starfsfólkinu okkar gott partý og er óskandi að við getum blásið til fagnaðar á næstunni. Þar fyrir utan er alltaf gott að geta tekið gott sam- tal við starfsfólkið við og við, og stutt við bakið á því þegar gefur á bátinn hvort sem það er í vinnunni eða einkalífinu,“ segir Berglind. Kannski réttast að sameina félögin Hver er stefna fyrirtækisins í jafnréttis- málum? Hvernig framfylgirðu þeirri stefnu? „Jarðvinnubransinn er væntanlega einhver erfiðasti bransinn til að ná jöfnum kynja- hlutföllum. Við höfum þó haft þetta á bak við eyrað. Við erum tvær konur sem störfum í fyrirtækinu, en síðastliðið sumar bættist sú þriðja við, en þó aðeins tímabundið. Það er því við ramman reip að draga en engu síður er alltaf hægt að gera betur. Við höfum grínast með að fara í jafnréttisbandalag með bók- haldsþjónustunni okkar þar sem fjöldi starfs- manna þar er svipaður og hjá okkur en kynja- hlutföll öfug. Hver veit? Kannski væri sniðugt að sameina fyrirtækin,“ segir Berglind. baldura@mbl.is Samheldnin skilar árangri Morgunblaðið/Eggert Berglind Benediktsdóttir er einn yngsti framkvæmdastjórinn hjá félagi á lista CreditInfo á þessu ári. 354. sæti BERG VERK- TAKAR Meðalstórt 140. sæti Berglind Benediktsdóttir Ljósmynd/Guðmundur Hlír Sveinsson Berg Verktakar sinna fjölbreyttum verkefnum. Þar með talið við lagningu ljósleiðara.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.