Morgunblaðið - 22.10.2021, Síða 67

Morgunblaðið - 22.10.2021, Síða 67
1. sæti MAREL Stórt 1. sæti Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir um eins og Suður-Ameríku og Austur-Asíu, séu óðum að sjálfvirknivæða starfsemi sína þar sem það sé ein besta leiðin til að auka gæði og tryggja rekjanleika. Þá er einnig víða skortur á starfsfólki til þess að taka að sér störf í matvælavinnslu og eru sjálfvirkar lausnir, byggðar á nýjustu tækni, lausn við því. „En það skiptir líka máli að um er að ræða markaði sem hafa náð að vaxa og eru núna af þeirri stærðargráðu að fyrirtækin hafa nægi- legt fjármagn til að ráðast í kaup á hátækni- vinnslutækjum.“ Þrýstingurinn kemur líka frá neytendum sem gera t.d. kröfu um fullkomlega hreinsaða og gallalausa kjötvöru og sjávarfang sem að- eins er hægt að framleiða með gervigreind, röntgentækni, tölvusjón og fullkomnustu skurðarvélum. „En hegðun neytenda er líka að breytast að því leyti að matarinnkaupin eru að færast yfir á netið, og því enn brýnna að pakkningar og stærðir séu staðlaðar: af sömu gæðum, jafnþungar og jafnstórar. Þegar keypt er í matinn á netinu er ekkert sem heit- ir að panta fisk dagsins eða velja flak úr fisk- borðinu, heldur pantar neytandinn ákveðna vöru og ætlast til þess að hún sé alveg eins í dag og hún var í síðustu viku.“ Tækifærin eru óteljandi og þegar hægt að greina nokkur mikilvæg svið þar sem há- tæknilausnir við matvælavinnslu munu ryðja nýjar brautir, neytendum og framleiðendum til hagsbóta. Eru t.d. margir sem fylgjast spenntir með þróuninni í framleiðslu frumu- ræktaðs kjöts og gervikjöts úr plöntuafurðum. Rétt eins og Marel hefur yfirfært vinnslu- tækni úr kjöti í kjúkling eða úr fiski í kjúkling þá geta ýmsar lausnir fyrirtækisins einnig nýst við vinnslu á gervikjöti eins og sannast hefur til dæmis með samstarfi Marels við Beyond Meat. Segir Guðbjörg Heiða á sama tíma tækifæri til þess að auka enn frekar nýt- ingu og gæði við vinnslu á kjöti, kjúklingi og fiski þar sem eftirspurnin fari vaxandi. Þar sér Marel mikil tækifæri til áframhaldandi þróunar og nýsköpunar. „Áherslan er sterk á að lágmarka sóun í matvælaframleiðslu og há- marka nýtingu og virði afurðanna: búa t.d. til betri og verðmætari vöru úr dýraafurðum sem áður voru ekki fullnýttar eða nýttar sem af- skurður. Stundum getur lausnin einfaldlega verið að tengja saman rétta markaði því það sem á einum stað getur verið álitið hliðarafurð kann á öðrum stað að þykja mikið hnossgæti, og er gott dæmi um þetta hvernig mat- arhefðin í sumum löndum er þannig að versl- anir fylla hillur af kjúklingabringum og -lær- um, en gera lítið við innyflin úr fuglinum á meðan í öðrum löndum er það innmaturinn sem sælkerarnir sækjast sérstaklega eftir.“ Urðu sveigjanlegri í faraldrinum Eins og hjá flestum öðrum fyrirtækjum var kórónuveirufaraldurinn áskorun fyrir Marel. Starfsfólkið sneri bökum saman og aðlagaðist breyttum veruleika, og kom líka í ljós hvers konar sveigjanleika og aðlögunarhæfni tæknin býður upp á. Gátu t.d. tæknimenn Marels hug- að að ástandi tækja yfir netið og haldið áfram að þjónustu viðskiptavini, starfsfólkið tekið þátt í þjálfun þvert á heimsálfur og sölumenn haldið fundi með viðskiptavinum þrátt fyrir að stærstu vörusýningar og viðburðir hefðu verið blásin af. Nefnir Guðbjörg Heiða að á síðasta ári hafi Marel haldið 364 viðburði á netinu, eða að jafnaði nærri einn viðburð hvern einasta dag ársins. „Við færðum okkur einfaldlega yf- ir á netið og tókst að halda takti á sama tíma og við tryggðum góðar smitvarnir. Ég er óendanlega stolt af því hvernig starfsfólk Marels kom saman og tókst á við þessa áskor- un,“ segir Guðbjörg Heiða og bætir við að þegar mest lét hafi um 3.000 af 6.800 starfs- mönnum fyrirtækisins unnið skrifstofustörf heiman frá sér. Var reynslan svo góð að í kjöl- farið var ákveðið að taka það skref að innleiða sveigjanlegri vinnustefnu þar sem starfsfólki er gefið val og mun meira svigrúm til að vinna fjarvinnu. „Við hreinlega spurðum okkar fólk hvaða fyrirkomulag því þætti eftirsóknarverð- ast og fylgdum síðan þeim óskum eftir.“ ai@mbl.is Ljósmynd/Marel Gervigreind og sýndarveruleiki skiptir æ meira máli í allri hátæknihönnun. Marel er þar engin undantekning. Á forsíðu blaðsins má sjá starfsmenn fyrirtækisins fást við verkefni á þeim grunni. VIÐSKIPTAMOGGINN FRAMÚRSKARANDI FYRIRTÆKI FÖSTUDAGUR 22. OKTÓBER 2021 MORGUNBLAÐIÐ 67 Hafðusambandogsamanfinnumviðbestu lausnina! Fyrirtæki Stórhöfða 23 / 110 Reykjavík / 414 1999 / tryggja@tryggja.is / www.tryggja.is fyrirnetárásum þurfaað Við höfum ýmsar lausnir fyrir fyrirtækið þitt JAFNVÆGISVOG 2021 VIÐURKENNING sig Framtíðin virðist mjög björt og þótt Marel glími við margar skammtíma- og lang- tímaáskoranir er Guðbjörg Heiða jákvæð og spennt að takast á við verkefnin. Spurð hverju gæti helst þurft að breyta eða bæta í rekstrarumhverfinu nefnir hún að halda verði áfram að skapa sem hagfelldastar aðstæður fyrir fyrirtæki sem byggja á rannsóknum og nýsköpun. „Það er svo gaman að sjá þessa töfra sem tekist hefur að skapa hjá sumum félögum; þar sem hæft og hugmyndaríkt fólk kemur saman og virðist hafa burði til að skapa verðmæti út í hið óendanlega.“ Töfrar leystir úr læðingi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.