Morgunblaðið - 22.10.2021, Side 76

Morgunblaðið - 22.10.2021, Side 76
H já Leifi Hallgrímssyni er vinnudag- urinn meira spennandi en gengur og gerist. Leifur er atvinnu- flugmaður og framkvæmdastjóri Mýflugs, og samhliða því að halda utan um reksturinn sest hann reglulega í flugstjóra- sætið hvort heldur til að koma sjúklingum hratt og örugglega á milli staða eða sýna ferðamönnum náttúrufegurð Norðurlands úr lofti. „Þetta er það skemmtilegasta sem ég hef gert,“ segir hann. „Er það ekki síst að þakka þessum frábæru Beechcraft Super King Air- flugvélum sem við notum. Það er samdóma álit allra sem hafa fengið að fljúga flugvélum af þessari gerð að þær bera af, eru bæði hrað- fleygar og geta flogið hátt, en eru umfram allt traustar og áreiðanlegar.“ Miklar breytingar urðu með sjúkrafluginu Mýflug á sér langa sögu og segir Leifur að reksturinn hafi ekki alltaf verið dans á rósum. „Við hófum starfsemi árið 1995 og meira eða minna allt fram til ársins 2010 var fyrirtækið rekið á núllinu eða þar um kring og lítil eigna- myndun sem átti sér stað. En það urðu um- skipti árið 2006 þegar við gerðum fyrst samn- ing við ríkið um að sinna sjúkraflugi og með því að við gátum stækkað reksturinn og styrkt undirstöðurnar.“ Sjúkraflug myndar í dag bróðurpartinn af tekjum Mýflugs og að jafnaði tólf til þrettán fastráðnir starfsmenn sem sinna þeim hluta rekstrarins. Með fjölgun ferðamanna hefur orðið vöxtur í útsýnisflugi á norðausturhorn- inu en Leifur segir þann hluta starfseminnar hafa mun minna vægi. Miðstöð Mýflugs er á Akureyrarflugvelli og auk tveggja Beechcraft-véla sem eru sér- útbúnar fyrir sjúkraflug á flugfélagið tvær minni Cessna-flugvélar sem nýttar eru fyrir útsýnisflugið. Tekist hefur að halda yfirbygg- ingu í lágmarki og vinnur einn starfsmaður á skrifstofu en yfir sumartímann bætast þrír til fjórir starfsmenn við teymið. Læknar og víkingasveitarmenn Sjúkrafluginu er sinnt árið um kring og starfsfólk Mýflugs alltaf tilbúið að stökkva til þegar þjónustunnar er þörf. Sjúkrahúsið á Akureyri skaffar lækna en slökkviliðið á Akur- eyri sjúkraflutningamenn og kemur jafnvel fyrir að meðlimir víkingasveitar lögreglunnar á Akureyri sláist með í för líkt og um daginn þegar byssumaður olli usla á Egilsstöðum. „Í því tilviki var óskað eftir þjónustu Mýflugs og ferjuðum við sérsveitarmenn til Egilsstaða. Um leið þurfti flugvélin að vera til taks ef slys yrðu á fólki en eins og landsmenn muna var byssumaðurinn skotinn og þurfti að komast hratt undir læknishendur.“ Sýndi atvikið á Egilsstöðum hve miklu máli sjúkraflug skiptir fyrir viðbragðstíma og segir Leifur að þótt sjúkraþyrlur hafi ýmsa kosti þá komist flugvélar hraðar á milli staða: „Sást það vel að þegar flugvél okkar var á leið til Reykja- víkur með byssumanninn slasaðan um borð þá mætti hún yfir Langjökli þyrlu sem hafði verið send frá Reykjavík.“ Stórt gat á Suðurlandinu Starf sjúkraflugmannsins er mjög krefjandi og þurfa flugmenn Mýflugs að þekkja alla flug- velli landsins inn og út og geta undirbúið flug með miklum hraði út frá nýjustu upplýsingum um veðurfar og ástand flugbrauta. Flugvél- arnar geta ekki lent hvar sem er og verða flug- vellirnir sem Mýflug notar m.a. að hafa flug- braut með bundnu slitlagi og ljósum. Leifur segir lítið um gloppótt svæði þar sem langt er í næstu hentugu flugbraut en þó sé þörf á að leggja bundið slitlag á flugvöllunum á Fagur- hólsmýri eða Skaftafelli. „Frá Bakka til Hafn- ar í Hornafirði er um 350 km langur spotti þar sem sjúkraflugvél getur ekki lent með góðu móti og á sama tíma eru þar mjög margir á ferðinni og hætta á umferðarslysum auk þess sem fólkið sem býr á þessu svæði getur þurft að komast með hraði undir læknishendur. Hef- ur stjórnvöldum verið bent á þessa stöðu og vonandi að bráðum komist hreyfing á málið.“ ai@mbl.is Var ekki alltaf dans á rósum Leifur með syni sínum Hallgrími á leið til Íslands í fyrra með nýja sjúkraflugvél. 816. sæti MÝFLUG Meðalstórt 387. sæti Leifur Hallgrímsson 76 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. OKTÓBER 2021 VIÐSKIPTAMOGGINN FRAMÚRSKARANDI FYRIRTÆKI

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.