Sjálfsbjörg - 15.09.1959, Síða 5

Sjálfsbjörg - 15.09.1959, Síða 5
LANDSSAMBANDIÐ Stofnþing landsambands sjálfsbjargarfé- laganna var sett í Reykjavík hinn 4. júní sl. Þingið setti formaður Sjálfsbjargar í Reykja- vílk, Helgi Eggertsson. Til þings voru mætt- ir 21 fulltrúi frá 5 félögum. Frá Reykjavík 6, frá Akureyri 6, frá Siglufirði 4, frá ísa- firði 3 og frá Árnessýslu 2. 1. Þingforseti var kosinn Sigursveinn D. Kristinsson, Reykjavík. 2. þingforseti Emil Andersen frá Akureyri. Ritarar þingsins voru kosnir Ingibjörg Magnúsdóttir frá ísafirði og Heiðrún Stein- grímsdóttir frá Akureyri. Fyrsta daginn lágu fyrir jjinginu 6 mál, og höfðu framsögu í þeim þessir menn: Um lagafrumvarp, Sigursveinn D. Krist- insson, Reykjavík. Um tryggingamál, Theódór Jónsson, Reykjavík. Um atvinnu- og félagsmál, Emil Ander- sen, Akureyri. Unr fjármál, Zophonías Benediktsson, Reykjavík. Um farartækjamál, Heiðrún Steingríms- dóttir, Akureyri. Um bandalagsmál, Sigursveinn D. Krist- insson, Reykjavík. Að lokinni framsöguræðu fóru fram um ræður um málin, og voru umræðurnar fjör- ugar, tóku margir til máls og veltu málun- um fram og aftur og lauk fundi fyrsta dag- inn með því, að málunr var vísað til nefnda. Annan daginn hófust svo nefndarfundir fyrir hádegi, og voru þar samræmdar skoð- anir manna og gerðar ályktanir, sem voru síðan teknar til umræðu á þingfundi, sem hófst eftir hádegi. Þar voru gerðar ýmsar breytingar, sem voru til bóta og margt nýtt kom þar fram. Helztu ályktanir sem þingið gerði og sendi frá sér má drepa á og voru þær þessar meðal annars: 1. Lagafrumvarp. 2. Atvinnu- og félagsmál. 3. Trygginga- og farartækjamál. 4. Fjármál. 5. Bandalagsmál. 6. Félagsréttindi. ÁLIT OG ÁLYKTANIR Ályktun frá atvinnu og félagsmálanefnd. Nefndin leggur til að samtökin láti prenta eftirtalin gögn sem félagsdeildirnar gætu síðan fengið keypt hjá sambandinu. 1. Bréfsefni með nafni Sjálfsbjargar í 50 þúsund eintökum. 2. Skýrsluform fyrir félagatölu og starf- semi félagsdeildanna í 1000 eintökum. 3. Kjörbréfaform í 1500 eintökum. 4. Félagsvistarkort, 50 þúsund eintök. 5. Fundarboðunareyðublöð, 50 þús. eint. II. Nefndin leggur til, að-félagsdeildunum verði falið að leita tilboða um prentunar- kostnað, hverju á sínum stað. III. Að fengnum upplýsingum um kostnað o. fl. þaraðlútandi, leggur nefndin til að tekið verði lægsta tilboði og að það félagið sem lægsta tilboðið hefir útvegað, sjái um og annist prentun á nmræddum gögnum. SJÁLFSBJÖRG 3

x

Sjálfsbjörg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.