Sjálfsbjörg - 15.09.1959, Page 6

Sjálfsbjörg - 15.09.1959, Page 6
IV. Ennfremur leggur nefndin til, að sanr- bandsstjórn láti athuga um möguleika á útgáfu á jólakortum og heillaskeytaeyðu- blöðum. V. Nefndin leggur til, að útgáfunefnd Sjálfs- bjargar verði falið að ákveða form á fram- angreindum gögnum. F. h. Atvinnu- og félagsmálanefndar. Emil Andersen. Ályktun atvinnu- og félagsmálanefndar. 1. Nefndin leggur til, að Sambandsþing- ið kjósi nefnd, sem skipuð er einum manni frá hverju félagi, til að annast útgáfu rits, sem yrði til kynningar og fróðleiks. Rit þetta yrði síðan selt á merkjasöludegi Sjálfs- bjargar, sem er fyrsti sunnudagur í sept. ár hvert. Nefndin leggur til, að nafn ritsins verði Sjálfsbjörg. 2. Atvinnu- og félagsmálanefndin leggur til, að þingið feli félagsdeildinni á Akureyri innflutning og dreifingu efnis til starfsemi félaganna úti um landið, eftir því sem þau kunna að óska. Nefndin álítur æskilegt að staðsetja mið- stöð innflutnings hráefnis til úrvinnslu fyr- ir félagsdeildirnar á Akureyri, þar sem Sjálfsbjörg á Akureyri hefir góða aðstöðu, hvað samgöngur snertir og hefir á að skipa starfskröftum, sem kunnugir eru innflutn- ings- og verzlunarmálum, og það innlent efni, sem notað yrði, er framleitt hjá ullar- verksmiðjunni Gefjun og skinnaverksmiðj- unni Iðunni, sem þeir eiga auðveldastan aðgang að. F. h. Atvinnu- og félagsmálanefndar. Emil Andersen. Ályktun um félags- og vinnuheimili. 1. Stofnþing Sjálfsbjargar, Landssam- bands fatlaðra haldið í Reykjavík 4.-6. júní ályktar, að eitt þýðingarmesta verkefni Sjálfsbjargarfélaganna sé að koma sem fyrst 4 SJÁLFSBJÖRG upp félags- og vinnuheimilum fyrir samtök- in, þar sem félagarnir geti jöfnum höndum iðkað félagslega menningarstarfsemi og unnið ýmis konar handavinnu félagi sínu til stuðnings og síðar til að afla sjálfum sér nokkurra tekna. 2. Þá telur þingið rétt af félögunum að leita aðstoðar hlutaðeigandi bæjarfélaga til að koma á fót og reka félags- og vinnu- heimilin. Má á það benda, að Sjálfsbjörg á Siglufirði hefir þegar á þessu ári verið veitt- ur 10.000 kr. styrkur á fjárhagsáætlun kaup- staðarins. 3. a) Hvetur þingið til þess, að félögin hafi sem nánasta samvinnu sín á milli um innkaup á efni og sölu á framleiðslunni. b) Ennfremur telur þingið, að sam- tökunum beri að vinna að því að fá undan- þegið toilum efni til framleiðslu sinnar. 4. Þingið telur Reglugerð Blindravinnu- stofunnar til fyrirmyndar um skipulags- hætti og hvetur Sjálfsbjargarfélögin til þess að taka hana til fyrirmyndar, er þau skipu- leggi vinnustofur sínar. F. h. Atvinnu- og félagsmálanefndar. Emil Andersen. Ályktun fjármálanefndar Fjármálanefnd kom saman kl. 10 f. h. föstudaginn 5. júní og gerði eftirfarandi ályktun. 1. Merkjasalan. Nefndin leggur til að merkjasölunni verði hagað á sama hátt og sl. ár, þannig að hvert félag hafi helming af nettótekjum á móti Sambandinu. Sam- bandsstjórn er einnig falið að afla útsölu- manna um allt land til merkjasölu. 2. Bílahappdrætti. Nefndin leggur til að sambandsstjórn komi á fót happdrætti með einum vinning (bíl) eða fleirum, ef ástæða þykir til. 3. Styrkveiting. Nefndin ályktar, að nauðsynlegt sé, að sambandsstjórn vinni

x

Sjálfsbjörg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.