Sjálfsbjörg - 15.09.1959, Síða 8

Sjálfsbjörg - 15.09.1959, Síða 8
Álit tryggingarmálanefndar Stofnþing Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra, haldið í Reykjavík 4. til 6. júní 1959 beinir þeirri áskorun til hins háa Al- þingis: 1. að örorkulífeyrir verði greiddur án til- lits til tekna, 2. að örorkulífeyrir verði hækkaður um minnst 30%, 3. að sjúkrabætur verði greiddar jafnt húsmæðrum sem eiginmönnum, 4. að hjón, sem bæði eru örorkulífeyris- þegar fái greiddan tvöfaldan einstakl- ingslífeyri. Felur þingið væntanlegri stjórn sam- bandsins að vinna að framgangi málsins. F. h. Tryggingamálanefndar, Theodór A. Jónsson. Alit farartækjanefndar. Stofnþing Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra, haldið í Reykjvík 4.-6. júní 1959, skorar á hið háa Alþingi: a) að breyta heimildargrein þeirri í lög- um nr. 27, 29. maí 1957 um tollskrá o. fl., þannig, að eftirgjöf aðflutningsgjalda af farartækjum til öryrkja verði aukin í sam- ræmi við þær hækkanir, sem orðið hafa á bifreiðum og mótorþríhjólum. b) að eftirgjöfin af aðflutningsgjöldum verði afskrifuð á 5 árum. c) að fellt verði niður af bifreiðum ör- yrkja liið 160%—200% leyfisgjald. d) að fella niður þungaskatt af bifreiðum öryrkja. e) að öryrkjar fái að leggja farartækjum sínum án tillits til umferðalaga, ef þörf krefur sökum fötlunar, enda séu farartækin merkt. f) að hækka urn helming tölu þeirra bif- reiða, sem árlega er úthlutað til öryrkja. g) að fulltrúi frá Sjálfsbjörg, landssam- bandi fatlaðra, verði skipaður í nefnd þá, er úthlutar farartækjum með tollaeftirgjöf. F. h. Farartækjanefndar, Theodór A. Jónsson. Þriðja daginn voru svo málin afgreidd frá þinginu, og síðan var gengið til kosninga í sambandsstjórn. — í stjórnina var kosið þetta fólk: Forseti: Emil Andersen, Akureyri. Varaforseti: Theódór Jónsson, Reykjavík. Gjaldkeri: Zophonías Benediktsson, Reykjavík. Ritari: Ólöf Ríkharðsdóttir, Reykjavík. M eðstj órnendur: Trausti Sigurlaugsson, ísafirði. Valgerður Hauksdóttir, Hveragerði. Björn Stefánsson, Siglufirði. Sveinn Þorsteinsson, Akureyri. Helgi Eggertsson, Reykjavík. Þrír menn skipa framkvæmdaráð sam- bandsins eða forseti, gjaldkeri og ritari; þar til framkvæmdastjóri hefur verið ráðinn, en það verður gert um leið og sambands- stjórn telur að þess sé þörf, og samtökin liafa það mikil fjárráð, að það verði talið kleift þess vegna. Endurskoðendur reikninga sambandsins voru kosnir: Hulda Steinsdóttir, Siglufirði, og Eiríkur Einarsson, Reykjavík. Þá ákvað þingið að samtökin gæfu út tímarit, sem bæri nafnið Sjálfsbjörg og yrði það selt á fjársöfnunardaginn okkar, sem er fyrsta sunnudag í september ár hvert. Var samþykkt að fela deildinni á Akureyri að sjá um útgáfuna að þessu sinni. Á þinginu var ákveðið að koma á fót inn- kaupadeild efnisvara fyrir væntanleg vinnu- heimili samtakanna, bæði vegna föndurs og eins þegar um vinnu í stærri stíl verður að ræða. Deildinni hér á Akureyri var einnig falið að liafa umsjón með þeirri starfsemi, og vona ég að við getum komið þessu á fót fyrir næsta vetur. Þessi innkaupadeild á að sjá um kaup og innflutning á allri efnis- vöru til samtakanna og eins að sjá um að dreifa henni út á meðal deildanna. Þinginu lauk svo laugardaginn 6. júní 6 SJÁLFSBJÖRG

x

Sjálfsbjörg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.