Sjálfsbjörg - 15.09.1959, Blaðsíða 10

Sjálfsbjörg - 15.09.1959, Blaðsíða 10
II. kafli: Sambanclsfélögin. 3. gr. Inntökubeiðni hvers félaga skal fylgja afrit af lögum félagsins. Tilkynning um hverjir skipi stjórn þess og einnig skrá yfir meðlimi þess. 4. gr. Öll félög Landssambands fatlaðra bera nafriið „Sjálfsbjörg — félag fatlaðra“. Rétt til að vera í sambandinu hefir hvert það félag sem: a) játast undir lög þess og samþykktir. b) telur minnst 10 félaga. Ekki getur verið nema eitt sambandsfélag í hverju bæjar- eða sveitarfélagi. En félög á stórum félagssvæðum, eða þar sem fjöl- menni er mikið, geta skipulagt starfsemi sína í deildum. Einstaklingar geta ekki verið meðlimir sambandsins á annan hátt en þann, að þeir séu meðlimir einhvers félags innan þess. Sama gildir um styrktaxfélaga og æfifélaga, með þeim takmörkunum sem lög sambands- deildanna mæla fyrir um. 5. gr. Félögin skulu senda sambandsstjórn skýrslu um störf og fjárhag ár hvert og sé skýrslan komin til sambandsstjórnar fyrir 1. apríl. Samtímis greiði sambandsfélögin árgjöld sín til sambandsins og sé það y4 af meðlimagjöldum fullgildra félaga. Ekki hefir félag rétt til þess að hafa full- trúa á sambandsþingum nema það sé skulcl- laust við sambandið. Nýstofnað félag er þó undanþegið gjaldi stofnárið. Reikningsár sambandsins er frá 1. maí til 30. apríl. 6. gr. Hvert félag sem í sambandinu er, hefur fullt frelsi um sín innri mál, þó svo, að ekki fari í bága við sambandslögin eða löglegar samþykktir sambandsstjói'nar eða sambands- þings. Ef félagið hættir störfum má ekki ráðstafa eignurn þess án samþykkis sam- bandsstjórnar. III. kafli: Fjármál sambandsins. 7. gr. Sambandssjóður greiðir kostnað við sam- bandsstjórn svo og kostnað, er sambandið hefur vegna félaganna, sem í því eru, svo sem laun starfsnxanna, erindisrekstxxi', húsa- leigu, ritfanga og prentunarkostnað og ann- an óhjákvæmilegan kostnað sem viðkemur þinghaldi. Kaup fulltrúa á sambandsþingi, ef krafist er, og ferðakostnað þeirra greiða félögin. 8. gr. Gjaldkeri sambandsins semur reikninga yfir tekjur og gjöld sjóða þess fyrir hvert reikningsár og leggur hann endurskoðaðan fyrir sambandsstjórn. Reikningarnir skulu síðan lagðir íyrir næsta reglulegt sambands- þing til fullnaðarafgreiðslu. IV. kafli: Kosningar til sambandsþings og fulltrúar. 9. gr. Þing sambandsins skulu skipuð fulltrúum sambandsfélaganna, sem kosnir eru á lög- legum félagsfundi. Hvert félag hefur rétt til þess að kjósa einn fulltrúa fyrir hverja 20 fullgilda félaga og brot úr 20. 10. gr. Kosniirg fulltrúa og varafulltrúa á þing sanxbandsins skal fara fram á félagsfundi, skriflega, og vera bundin við uppástungur. Skal fundurinn boðaður með a. m. k. tveggja sólarhringa fyrirvara og kosning- anna getið í fundarboði. Hver fulltrúi skal framvísa kjörbréfi undirrituðu af formanni og ritara. 11. gr. Regluleg þing skulu háð á tímabilinu 15. maí til 15. júní ár hvert og vera boðuð bréf- lega til sambandsfélaganna með minnst tveggja mánaða fyrirvara og auglýst í út- varpi. 8 SJÁLFSBJÖRG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Sjálfsbjörg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.