Sjálfsbjörg - 15.09.1959, Side 12

Sjálfsbjörg - 15.09.1959, Side 12
SKYRSLA SJALFSBJARGAR, REYKJAVIK Sjálfsbjörg í Reykjavík var stofnuð 27. júní 1958. Allir þeir sem gengu í félagið fyrir sl. áramót eru taldir stofnendur þess, en þeir eru um 100 talsins. Fyrstu stjórn félagsins skipuðu, Sigur- sveinn D. Kristinsson, formaður, Zóphónías Benediktsson, gjaldkeri, Theodór A. Jóns- son, ritari, og Gils Sigurðsson og Edda B. Guðmundsdóttir meðstjórnendur. Núver- andi formaður er Helgi Eggertsson, en að öðru leyti er stjórnin óbreytt. Hagnaður af merkjasöludegi félagsins 26. október sl. varð um 48.000.00 kr. í Reykjavík og Hafnarfirði. Þar af fór helm- ingur í húsbyggingarsjóð. Þá hafði félagið bazar 6. desember og seldust þar munir fyr- ir um 19.000.00 kr. Fyrir bazarinn var leit- að til fyrirtækja í bænum urn muni til við- bótar þeim er félagar gerðu. Gáfu á annað liundrað fyrirtæki muni og færunr við þeim okkar beztu þakkir fyrir. Félagið hefur látið prenta smekkleg minningarkort og verða þau til solu í verzl- uninni Roða, Laugaveg 74, og víðar. Skemmtifundir voru svo til reglulega sl. vetur, fyrst einu sinni í mánuði, síðan hálfs- mánaðarlega. Á skemmti-fundunum voru oft 70—120 manns, og fundirnir flestir prýðilega heppnaðir. Voru oft fengnir góð- Frá stofnfundi Sjálfsbjargar, Reykjavik. kunnir listamenn til að skemmta auk félags- manna. Færum við þeim beztu þakkir. Þau verkefni sem bíða úrlausnar eru mörg, en félag okkar fátækt og getulítið, enda ungt að árum. Eitt verkefni þolir þó enga bið eigi félagið að eflast ört á næstu árum, það er að fá fast húsnæði, þar sem hægt yrði að koma á fót tómstundaiðju fyr- ii meðlimi félagsins. Það hefur þegar sýnt sig, hjá þeim Siálfsbjargarfélögum sem það hafa getað, að það er ein stærsta lyftistöng- in undir öflugt félagslíf, það stuðlar að gagnkvæmum kynnum og eykur samheldn- ina. Vinnum þess vegna öll að því, að félagið geti fengið húsnæði fyrir starfsemi sína og hafið tómstundaiðju þegar í haust. TILATHUGUNAR Sjálfsbjargarfélögin á Siglufirði, Akur- eyri og ísafirði skrifuðu í vetur þingmönn- um þessara kjördæma ályktanir sínar um nauðsyn á hækkun örorkubóta og lífeyris og óskir um að þeir beittu sér fyrir umbót- um á Tryggingalöggjöfinni. Félögunum barst ekki svar frá þing- mönnunum við málaleitan sinni. Þess varð heldur ekki vart, að þeir beittu sér fyrir framgangi málsins á Alþingi. Sjálfsbjörg vill vinsamlega benda þessum háttvirtu alþingismönnum á, að þessi fram- koma þeirra hefur valdið óánægju innan Sjálfsbjargarfélaganna. Ágallar trygginga- laganna eru ekkert hégómamál fyrir öryrkj- ana. Oskir þeirra um hækkun örorkulauna eru sprottnar af brýnni þörf, og baráttunni fyrir auknum rétti öryrkja verður haldið áfram.

x

Sjálfsbjörg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.