Sjálfsbjörg - 15.09.1959, Qupperneq 18
„FERÐAFÉLAGFATLAÐRA“
(ÞÝTT ÚR DÖNSKU BLAÐI)
Það er hvítasunnumorgunn. Lítil, ný
Austinbifreið ekur með hóflegum hraða
gegnum Kaupmannahafnarbæ. Farþegarnir
þrír eru að ræða um bvítasunnuleyfið, sem
þeir ætla að eyða uppi í sveit. í beygjunni
við gatnamót Stormgötu mæta þeir farþega-
vagni. Ekillinn hemlar, en samt skeður það
óvænta að bifreiðin og farþegavagninn rek-
ast á af miklu afli.
„Ég þarf aðeins að loka augunum, til
þess að sjá það fyrir mér,“ segir Thorkild
Johansen, ritarinn í „Ferðafélagi fatlaðra".
„Ég sá farþegavagninn koma þjótandi á
móti mér eins og stórt, gult flykki, svo
heyrði ég ópin frá vinum mínum í baksæt-
inu og síðan man ég ekkert, fyrr en ég lá á
gangstéttinni og læknir beygði sig yfir mig,
til þess að gefa mér deyfandi sprautu.“
Annar fótur Johansens eyðilagðist af
völdum slyssins og við það breyttist lífs-
ferill hans algjörlega. Við erum stödd í
íbúð hans í Kaupmannahöfn. Hann er
herðabreiður og myndarlegur og andlit
hans ber með sér, að þar er ánægður
maður.
„Ég er ánægðari nú, en þegar ég hafði
báða fætur heila,“ segir hann, „því að við
slysið hefur líf mitt öðlazt nýtt gildi. Nú er
ég önnum kafinn við að reyna að gjöra eitt-
hvað fyrir félaga mína, alla þá mörgu, sem
svipað er ástatt fyrir og mér, eða eru
kannski enn þá verr á vegi staddir. Margir
hinna fötluðu eru nefnilega alveg rúmliggj-
andi eða nota hjólastól.“
Staða Thorkilds Johansens, sem ritari í
Ferðafélagi fatlaðra, er ólaunuð, en starfið
er umfangsmikið og tekur allan tíma hans.
„Félagið er fimm ára gamalt,“ segir hann,
„og líklega eina félagið í Danmörku, þar
sem allir stjórnarmeðlimir eru fatlaðir. For-
maður er A. Jensen, brunaliðsmaður, sem
var skotinn í bakið af dönskum landráða-
mönnum aðfaranótt 6. maí 1945, þar sem
hann var í bifreið sinni að bjarga særðum
frelsishetjum. Það var hann, sem upphaf-
lega átti hugmyndina að félaginu.“
Thorkild Johansen situr við skrifborðið,
þar sem öll vinnan fer fram. Hér eru öll
skjöl hans, síminn og ritvélin og þar standa
hækjurnar á sírjum stað. Hann vill helzt
ekki tala um annað en félagið, en mig lang-
ar einnig til að forvitnast um, hvernig það
muni vera fyrir heilbrigðan mann að hljóta
í einu vetfangi lífstíðar örkuml. „Ég verð
líklega að reyna að útskýra það ofurlítið
nánar,“ segir hann. „Ég var ferðaeftirlits-
maður og bjó einn með tveimur litlum
dætrum mínum. Skömmu áður en slysið
varð missti ég konu mína. Hún hafði legið
á sjúkrahúsi síðustu tvö árin, sem hún lifði.
Telpurnar Margot og Bente voru þá aðeins
sex og níu ára gamlar, svo að ég varð sjálfur
að sjá um heimilisstörfin. Það gekk líka
ágætlega. Ég bjó til matinn áður en ég fór
til vinnu á morgnana og þá gátu telpurnar
hitað hann, þegar þær komu úr skóla. Þegar
ég hafði heimsótt konu mína á spítalann á
kvöldin annaðist ég heimilisstörfin og oft
settist ég við saumavélina og bætti föt barn-
anna.
Daginn sem slysið varð voru báðar telp-
urnar í ferðalagi með skátum. Það var hvíta-
sunnumorgun og vinafólk mitt, sem vissi að
ég var einn, bauð mér með sér til sumar-
bústaðar síns, gegn því að ég legði til bif-
reið. Ég átti ekki sök á slysinu, það voru
hemlarnir, sem biluðu. Fóturinn marg-
16 SJÁLFSBJÖRG