Sjálfsbjörg - 15.09.1959, Side 21
kaupa fóður handa þér og sting tveimur í
eigin vasa.“
Ég veit ekki hvað gerðist eftir þetta. Því
ég flýtti mér einnig í burtii.
Þýtt úr þýzku 20. nóv. 1958
í Karlsruhe Þýzkalandi.
Ragnar Sk. Jónsson.
KRISTJÁN FRÁ DJÚPALÆK:
VIÐ TORGIÐ
Sjá, gömul kona gengur yfir torgið,
lnxn gáir, skimar, hætta í hverju spori.
Sá munur eða var á liðnu vori
í vatna og skógakyrrð.
Og bílar þjóta framhjá, flauta, hemla,
og fólkið áfram treðst með stjak og pústur.
Það gleymir hve sú gamla er orðin stirð.
En gamla konan mjakast gegnum múginn
þótt miði seint, og strýkur hönd um vanga.
Hún hefur ekki ennþá lært að ganga
við aldarfarsins skref í takt.
Hún haltrar yfir götu, þegar gata
sker götu hennar þvert og skilur alltaf
hin grænu, rauðu og gulu merki skakkt.
Sá munur eða var á liðnu vori
í vatna og skógabyggð um aldamótin.
Hve spræk hún lækinn óð og gekk um
þótt gerðist ilin sár. grjótin
Þá rærtdi ei Iiarður sóli fótinn frelsi
né fergður steinninn reisn úr göngulagi.
Og þá var ekkert bölvað bíla-fár.
Nú skimar hún og skyggir hönd við auga:
Æ, skyldi ei strætisvagninn koma bráðum.
Því hún vill burt og hugsa ein í náðum
um horfna friðaröld.
Hún skynjar flaut og óp og ískur hemla
Svo ekkert meir, ó, bernskuvötn og skógar?
Og hún mun komast heim til þeirra í kvöld.
KÆRU FELAGAR
Hvað það þýðir fyrir okkur að hafa með
okkur samtök, eins og landsamband fatl-
aðra, er ekki hægt að segja í örfáum orð-
um, en það eitt nægir að segja, að ef við
hefðum ekki þessi samtök, væru félagsdeild-
irnar úti um land ekki stofnaðar og byggð-
ar á réttum grundvelli. Innan þessa sam-
bands á að vera hægt að finna þær leiðir,
sem til hagsbóta ern fyrir alla þá, sem eru
á einn eða annan hátt fatlaðir. Þar á að
ráða fram úr þeim vandamálum, sem að
kalla í það og það skiptið. Þar er miðstöðin
fyrir félögin. Við þessa nriðstöð eiga þau að
hafa samband til þess, að fá þær upplýsing-
ar og þá fyrirgreiðslu, sem hægt er að veita.
Allt byggist á góðri samvinnu, fyrst og
fremst innan félagsdeildanna sjálfra á hverj-
um stað, og einnig en ekki sízt á milli fé-
lagsdeildanna.
Bezta leiðin til góðrar samvinnu er ein-
mitt sú, að félagsdeildirnar geti haft sem
nánast samband sín á milli, og þar er land-
sambandið bezta miðstöðin. I trausti þess,
að þið öll búið yfir það miklum samstarfs-
vilja, vil ég biðja ykkur að taka þessi orð
mín til athugunar og revna hvort ekki er
rétt til getið, að léttara er, og á allan hátt
betra, að skiptast á hugmyndum og skoð-
unum á málum og málefnum, og finna þar
með beztn úrlausnina hverju sinni, en að
hver og einn sé að pukra út af fyrir sig og
reyna að ota sínum tota. Það er háttur stór-
bokka, að vilja aldrei hlíta ráðum annarra,
það megnm við aldrei láta henda innan
okkar samtaka. Emil Andersen.
FRÁ HVERAGERÐI
hefur ekki borizt skýrsla. í stjórn þar eru
Valgerður Hauksdóttir, formaður.
Sigurbergur Jóhannsson, gjaldkeri.
Lilja Eiríksdóttir, ritari.
Sveinn Jónsson, Sigurgrímur Ólafsson
og Dagur Dagsson meðstjórnendur.
, sjálfsbjörg 19