Sjálfsbjörg - 15.09.1959, Side 35

Sjálfsbjörg - 15.09.1959, Side 35
Allt þetta seldist fyrir um það bil kr. 20 þús., enn fremur hafði félagið kaffisölu þann sama dag, sem gaf góðan hagnað. Félagið hefur haft nokkuð reglulega fundi á þriggja vikna til mánaðar fresti í vetur, annað hvort fræðslu- eða skemmti- fundi, eða félags- og skemmtifundi. Þessir fundir hafa allir verið mjög vel sóttir, og hafa oft verið um og yfir 100 manns á hverj- um fundi. Félagið hefur sýnt fræðslu- og skemmti- kvikmyndir svo að segja á hverjum fundi, spilað félagsvisth, haft upplestra, söng og ýmiss konar önnur skemmtiatriði. Hafa ýmsir sýnt félaginu góðvild með því að leggja til skemmtiatriði, og ekki þegið ann- að að launum en kannske fengið kaffi að lokum, en allir hafa gert þetta af sérstakri ánægju og með gleði, og viljum við færa þeim öllum okkar beztu þakkir. Félagið hefur látið gera dálítið af minn- ingarspjöldum, sem seld hafa verið til ágóða fyrir félagið, og hafa mjög margir látið fé- lagið njóta þess er þeir ltafa minnzt látins vinar eða skyldmennis, fyrir þetta viljum við og þakka. Þá lét félagið búa til svolítið af jóla- og nýárs-spjöldum, sem félagar fengu keypt fyrir jólin. Þau verkefni sem bíða úrlausnar eru ákaflega mörg, en þar sem félag okkar er bæði mjög ungt að árum og fátækt af fjár- munum eru getur þess eðlilega ekki miklar, en þetta lagast allt er tímar líða fram. Eitt helzta verkefni okkar nú, er það að koma upp húsi, sem rekið yrði sem vinnu- og félagsheimili, það verkefni er nú að sjá dagsins ljós, við höfum hafið framkvæmdir við þessa byggingu. Fyrir alveg sérstakan velvilja ráðamanna hér á Akureyri, hefur félagið fengið lóð við Hvannavelli 10, og fjárfestingarleyfi er komið, búið að gera teikningu að húsinu, byggingarleyfi fengið, loforð fyrir styrkjum og lánum, og það sem l^ezt er, það er byrjað að byggja þetta fram- tíðarheimili okkar. Teiikningu af húsinu gerði Sigtryggur Nokkrir af munum þeim sem unnir voru i vetur á Akureyri. SJÁLFSBJÖRG 33

x

Sjálfsbjörg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.