Sjálfsbjörg - 15.09.1959, Síða 37

Sjálfsbjörg - 15.09.1959, Síða 37
MARGRET AMMA MIN Þegar mannast maður miklast snót þín stétt, harðra herra smjaður helgan snýst í rétt. Fríkkar þá á fróni faðmast ás og dís, leikur sér með ljóni lamb í paradís. M. J. Þegar ég var á fjórða ári, var ég einn vetur hjá móðurforeldrum mínum, á með- an foreldrar mínir voru við nám í Reykja- vík. Þá lærði ég þetta erindi og hef aldrei gleymt því síðan. Varla mun það tilviljun ein, að ég lærði og mundi þetta eina erindi af þessu kvæði, en gleymdi öllum barnaþul- um og vísum, sem amma mun hafa kennt mér. Heldur mun það og óvanalegt að svo ung börn læri vísur af þessu tagi. Ástæðuna tel ég, að amma muni hafa raulað þetta oftar en aðrar vísur. Amma mín hét Margrét, dóttir Gríms á Minni-Reykjum, sem nú er farið að kalla græðara (en var afkomandi gamla Gríms græðara). Hún var starfandi ljósmóðir í 40 ár. Hún var stillt kona, os; ég sá henni aldrei bregða nema þegar hún fékk tilkynn- ingu uin, að það ætti að heiðra hana með samsæti og gjöfum er hún lét'af störfum. Umdæmi hennar var lengst af þrjár yztu sveitir Skagafjarðar, Sléttuhlíð, Vestur- og Austur-Fljót. Síðar var það gert að þremur ljósmæðraumdæmum. Fljótin voru þá mjög erfið sveit, bæði til búskapar og einkum yfirferðar, veglaus og mjög snjóþung að vétrinum. Amma hafði þess vegna ýmis algeng meðul frá héraðslækni, og var oftast sótt fyrst ef einhver veiktist og veitti, sem nú er kallað, hjálp í viðlögum, og sagði til um það hvort sækja skyldi lækni. Enginn einn maður í þessum þremur sveitum var eins kunnugur á hverju einasta heimili. Þá dvöldu ljósmæður á heimilunum á meðan konan lá, eða alltaf þrjá fyrstu dagana og sinntu, ekki eingöngu sængurkonunni, held- ur líka börnum og búi, þar sem oft var eng- in önnur hjálp. A langri ævi mun hún hafa orðið gagn- kunnug kjörum kvenna, bæði hinna fátæku og hinna, sem töldust hærra settar. A þeim tírna voru konur af flestum tald- ar réttlausar. Þær áttu að ala börn og vinna úti og inni á meðan þrekið entist og jafn- vel lengur. Dæmi veit ég þess að bóndinn bannaði konunni að fara heim frá heybandi til þess að ala barn, það gat beðið þangað til að bú- ið væri að binda. Konan gat ef til vill verið stássleg á mannamótum og staðið fyrir veizlum á betri stöðum, og eiginmennirnir gátu slegizt í illu út af því hver ætti fallegri konu. Þeirra var rétturinn, þeirra var valdið, þeir áttu konuna, sem fallega eða lélega eign, allt eftir því hvernig þeir litu á það. Síðan hafa konur öðlazt ýmis réttindi í mannfélaginu, þó flest á pappír en ekki í raun. Eiginkonur eru af flestum litnar öðr- um augum en áður var. En við megum ekki sofna á verðinum. Við eigum að öðlast rétt- indi á móts við karlmenn, full réttindi í tryggingarmálum, svo að við séum ekki , kallaðar kross á manninum ef við fötlumst eða eitthvað kemur fyrir eins og það var orðað áður fyrr. Full réttindi í launamálum og stöðuvali, sem sagt full mannréttindi. Hvað amma mín sá á heimilum á sinní tíð, veit ég ekki, hún talaði aldrei um það. En ég álít að hún liafi haft fulla ástæðu til þess að raula erindið, sem ég nefndi í upp- hafi, oftar en önnur. Magna Sœmundardóttir. SJÁLFSBJÖRG 35

x

Sjálfsbjörg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.