Sjálfsbjörg - 01.07.1960, Blaðsíða 12

Sjálfsbjörg - 01.07.1960, Blaðsíða 12
Það væri ef til vill ákjósanlegt, að hjón gætu ætíð aðhyllst einn og sama stjómmála- flokk. En eftir minni reynslu er þetta þó ekki alveg bráðnauðsynlegt, og víst hefur hjónaband okkar Marsibilar lengst af verið þokkalegasta hjónaband, þó að leiðir okkar hafi sjaldnast legið saman í stjórnmálunum. Hún er nefnilega sjálfstæðiskona, hún Marsi- bil, já, og þar er nú ekki hálfvelgjan. Ekki svo að skilja — hún Marsibil er ekki neitt sótsvart afturhald — nei, síður en svo. Hún vill einmitt lýðræði og athafnafrelsi, að ég nú ekki tali um kvenréttindi. Af mér er það að segja, að ég er aftur á móti kynbættur þúsund þrautum í flestum stjórnmálaflokkum. Ég hef verið íhaldsmað- ur, framsóknarmaður, hægri krati, vinstri krati, þjóðvarnarmaður, og nú sem stendur er ég sósíalisti, og má vera að ég hafi hneigzt í þá átt einkum af andófsþörf, sem hefur skapazt hjá mér í sambúðinni við konuna. Þó má ekki skilja þetta svo, að ég sé einn af þessum gallhörðu réttlínukommum. Ég gæti trúað, að ef skilgreina ætti stjómmála- afstöðu mína hávísindalega, mætti ég teljast, svona eins og maður segir, radikaldemókrata- sósíalisti. Morgunblaðið og Þjóðviljinn eru daglegir gestir í okkar húsum og fylgjast næstum að eins og systkini. Andrúmsloftið, sem þau skapa í heimilinu, er eitthvað svipað og gerist og gengur, þegar systkinum kemur ekki sem bezt saman. Við hjónin höldum sitt með hvom systkin- anna, og framkoma okkar mótast gjarnan af viðburðum þeim og sviptingum, sem fara fram í stjómmálaheiminum. Þegar bezt læt- ur umgöngumst við hvort annars blað af talsverðu frjálslyndi og lesum þau nokkuð jöfnrnn höndum. Stundum mngöngumst við andstöðublaðið með virðingu, hlutleysi eða kuldalegu fálæti, en stundum líka með arg- vítugustu lítilsvirðingu eða bitmm f jandskap, einkum þegar kosningar em í nánd eða stór- kostleg hitamál á döfinni. Marsibil er þó, að ég held, öllu næmari fyrir utan að komandi áhrifmn úr heimi stjórnmálanna, og þá ekkert hikandi við að láta það í ljós. Stundum tekur hún ekki blað- ið mitt upp af forstofugólfinu, en stígur ofan á það, hnitmiðað og gaumgæfilega, í hvert sinn, er hún gengur um, eða stendur á því meðan hún les sitt blað. Sumir pólitíkusar em að fræða okkur á því, að allir tapi ævinlega á verkföllum. En ég gæti sagt þessum hermm það, að 12 SJÁLFSB JÖRG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Sjálfsbjörg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.