Sjálfsbjörg - 01.07.1960, Qupperneq 12

Sjálfsbjörg - 01.07.1960, Qupperneq 12
Það væri ef til vill ákjósanlegt, að hjón gætu ætíð aðhyllst einn og sama stjómmála- flokk. En eftir minni reynslu er þetta þó ekki alveg bráðnauðsynlegt, og víst hefur hjónaband okkar Marsibilar lengst af verið þokkalegasta hjónaband, þó að leiðir okkar hafi sjaldnast legið saman í stjórnmálunum. Hún er nefnilega sjálfstæðiskona, hún Marsi- bil, já, og þar er nú ekki hálfvelgjan. Ekki svo að skilja — hún Marsibil er ekki neitt sótsvart afturhald — nei, síður en svo. Hún vill einmitt lýðræði og athafnafrelsi, að ég nú ekki tali um kvenréttindi. Af mér er það að segja, að ég er aftur á móti kynbættur þúsund þrautum í flestum stjórnmálaflokkum. Ég hef verið íhaldsmað- ur, framsóknarmaður, hægri krati, vinstri krati, þjóðvarnarmaður, og nú sem stendur er ég sósíalisti, og má vera að ég hafi hneigzt í þá átt einkum af andófsþörf, sem hefur skapazt hjá mér í sambúðinni við konuna. Þó má ekki skilja þetta svo, að ég sé einn af þessum gallhörðu réttlínukommum. Ég gæti trúað, að ef skilgreina ætti stjómmála- afstöðu mína hávísindalega, mætti ég teljast, svona eins og maður segir, radikaldemókrata- sósíalisti. Morgunblaðið og Þjóðviljinn eru daglegir gestir í okkar húsum og fylgjast næstum að eins og systkini. Andrúmsloftið, sem þau skapa í heimilinu, er eitthvað svipað og gerist og gengur, þegar systkinum kemur ekki sem bezt saman. Við hjónin höldum sitt með hvom systkin- anna, og framkoma okkar mótast gjarnan af viðburðum þeim og sviptingum, sem fara fram í stjómmálaheiminum. Þegar bezt læt- ur umgöngumst við hvort annars blað af talsverðu frjálslyndi og lesum þau nokkuð jöfnrnn höndum. Stundum mngöngumst við andstöðublaðið með virðingu, hlutleysi eða kuldalegu fálæti, en stundum líka með arg- vítugustu lítilsvirðingu eða bitmm f jandskap, einkum þegar kosningar em í nánd eða stór- kostleg hitamál á döfinni. Marsibil er þó, að ég held, öllu næmari fyrir utan að komandi áhrifmn úr heimi stjórnmálanna, og þá ekkert hikandi við að láta það í ljós. Stundum tekur hún ekki blað- ið mitt upp af forstofugólfinu, en stígur ofan á það, hnitmiðað og gaumgæfilega, í hvert sinn, er hún gengur um, eða stendur á því meðan hún les sitt blað. Sumir pólitíkusar em að fræða okkur á því, að allir tapi ævinlega á verkföllum. En ég gæti sagt þessum hermm það, að 12 SJÁLFSB JÖRG

x

Sjálfsbjörg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.