Sjálfsbjörg - 01.07.1960, Blaðsíða 16

Sjálfsbjörg - 01.07.1960, Blaðsíða 16
 OfM OftW UrsB pha ©© ©(h© CZ33 • O j „Þegar ég kem heim aftur, situr allt viö þdð sama. Eldavélin au'S og köld, allir skápar harSlœstir og Marsibil situr inrd í stofu eins og myndastytta og les gömul MorgunblöS. á Litlabíl. Við komumst nú fram úr þér, þó að þú værir aftanléttur. Og nú er komið að mér að spyrja: — Hvaða erindi átt þú hing- að? Hvað er það eiginlega, sem þú vilt henni Unu saumakonu? — Ég — henni Unu — ekki neitt — ég ætlaði bara að biðja hana að sauma fyrir mig. Svona, hypjaðu þig úr dyrunum, svo að ég komist inn. En Marsibil hrekkur ekki langt. —• Hún stendur á fætur, rismikil og þung á bárunni að vanda og dregur undan kápunni sinni splunkunýtt kökukefli og reiðir til höggs og segir fullum rómi: — Ég læt þig vita það, Kristmundur, að ef ég geri verkfall, þá er verkfall og líð eng- um að níðast á verkfallsréttinum. Mér verður ekki um sel. — Svona, svona, Marsibil. Hafðu ekki svona hátt. Gáðu að því, hvað þú gerir kona. Brjóttu ekki köku- keflið, manneskja, segi ég sefandi. Nú opnast dyrnar. Una saumakona hefur vaknað við hávaðann og er komin til þess að athuga, hvað sé á seiði. Marsibil er snör í snúning- um, og áður en Una hefur komið upp nokkru orði, vindur hún sér að henni, með köku- keflið á lofti og hrópar með þrumuraust: — Þú skalt ekki halda það, dækjan þín, að ég láti þig kom- ast upp með það að gerast verk- fallsbrjótur.— Verkfallsbrjótar eru, skal ég segja þér, fyrirlit- legustu kvikindi á jarðríki. — Ég veit, hvernig á að með- höndla svoleiðis fólk. Una amninginn starir á okk- ur svefnþrútnum augum, undr- andi, skelfd og ráðvilt. Svo vindur hún sér í ofboði inn fyrir dyrastafinn og skellir í lás. Ég þykist vita, að hún hafi komizt að þeirri niðurstöðu, að Marsibil væri orðin brjáluð og ég senni- lega líka. Nú snýst Marsibil að mér aftur. -—• Nú held ég, að þér væri skammar minnst, að snauta heim á leið og koma þér í bólið. Mér lízt ekki á að leggja til orustu, vopn- laus á bersvæði, svo að ég læt mér að kenn- ingu verða og rölti af stað heim á leið, og Marsibil kemur á eftir. Þannig rekur hún mig á undan sér alla leið inn í Fjöru. Þegar við komum heim, sezt ég út í horn, steinþegjandi og örvilnaður. Marsibil kemur sér fyrir í hægindastóln- um, hagræðir sér makindalega og fer að lesa í gömlum Morgunblöðum. Ég hugleiði ástandið góða stund: — Hún lætur aldrei undan, það er svo sem auðséð á henni. Hún vílar ekki fyrir sér að láta mig drafna niður í skít, eða drepast úr hungri, 16 SJÁLFSB JÖRG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Sjálfsbjörg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.