Sjálfsbjörg - 01.07.1960, Qupperneq 16

Sjálfsbjörg - 01.07.1960, Qupperneq 16
 OfM OftW UrsB pha ©© ©(h© CZ33 • O j „Þegar ég kem heim aftur, situr allt viö þdð sama. Eldavélin au'S og köld, allir skápar harSlœstir og Marsibil situr inrd í stofu eins og myndastytta og les gömul MorgunblöS. á Litlabíl. Við komumst nú fram úr þér, þó að þú værir aftanléttur. Og nú er komið að mér að spyrja: — Hvaða erindi átt þú hing- að? Hvað er það eiginlega, sem þú vilt henni Unu saumakonu? — Ég — henni Unu — ekki neitt — ég ætlaði bara að biðja hana að sauma fyrir mig. Svona, hypjaðu þig úr dyrunum, svo að ég komist inn. En Marsibil hrekkur ekki langt. —• Hún stendur á fætur, rismikil og þung á bárunni að vanda og dregur undan kápunni sinni splunkunýtt kökukefli og reiðir til höggs og segir fullum rómi: — Ég læt þig vita það, Kristmundur, að ef ég geri verkfall, þá er verkfall og líð eng- um að níðast á verkfallsréttinum. Mér verður ekki um sel. — Svona, svona, Marsibil. Hafðu ekki svona hátt. Gáðu að því, hvað þú gerir kona. Brjóttu ekki köku- keflið, manneskja, segi ég sefandi. Nú opnast dyrnar. Una saumakona hefur vaknað við hávaðann og er komin til þess að athuga, hvað sé á seiði. Marsibil er snör í snúning- um, og áður en Una hefur komið upp nokkru orði, vindur hún sér að henni, með köku- keflið á lofti og hrópar með þrumuraust: — Þú skalt ekki halda það, dækjan þín, að ég láti þig kom- ast upp með það að gerast verk- fallsbrjótur.— Verkfallsbrjótar eru, skal ég segja þér, fyrirlit- legustu kvikindi á jarðríki. — Ég veit, hvernig á að með- höndla svoleiðis fólk. Una amninginn starir á okk- ur svefnþrútnum augum, undr- andi, skelfd og ráðvilt. Svo vindur hún sér í ofboði inn fyrir dyrastafinn og skellir í lás. Ég þykist vita, að hún hafi komizt að þeirri niðurstöðu, að Marsibil væri orðin brjáluð og ég senni- lega líka. Nú snýst Marsibil að mér aftur. -—• Nú held ég, að þér væri skammar minnst, að snauta heim á leið og koma þér í bólið. Mér lízt ekki á að leggja til orustu, vopn- laus á bersvæði, svo að ég læt mér að kenn- ingu verða og rölti af stað heim á leið, og Marsibil kemur á eftir. Þannig rekur hún mig á undan sér alla leið inn í Fjöru. Þegar við komum heim, sezt ég út í horn, steinþegjandi og örvilnaður. Marsibil kemur sér fyrir í hægindastóln- um, hagræðir sér makindalega og fer að lesa í gömlum Morgunblöðum. Ég hugleiði ástandið góða stund: — Hún lætur aldrei undan, það er svo sem auðséð á henni. Hún vílar ekki fyrir sér að láta mig drafna niður í skít, eða drepast úr hungri, 16 SJÁLFSB JÖRG

x

Sjálfsbjörg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.