Sjálfsbjörg - 01.07.1960, Qupperneq 18
Gervilima- og umbúðaverkstæði
Arnórs Halldórssonar
Árið 1921 stofnaði Halldór Arnórsson
verkstæði, sem smíðaði gerfilimi og aðrar
umbúðir handa fötluðu fólki. Áður var ekk-
ert slíkt verkstæði starfandi hér á landi, og
urðu þeir, sem fengu gerfilimi að fara utan,
ef einhver von átti að vera um hjálp við
fötlunum. Eins og gefur að skilja höfðu ekki
nærri allir fjárhagslegt holmagn til svo
kostnaðarsamra ferða, auk kaupa á dýrum
stykkjum, og var þá stundum gripið til þess
örþrifaráðs að panta þessa hluti eftir máli,
en eins og gefur að skilja gafst það misjafn-
Arnór me$ gerfifót, sem hann hefur smíSaS.
lega. Það var mikið fyrir tilhlutan og hvatn-
ingu læknafélags Reykjavikm: að Halldór fór
utan til þess að læra þessa iðngrein og setja
síðan á stofn áðumefnt verkstæði, en Hall-
dór var fyrsti fslendingurinn, er lærði gerfi-
limasmíði.
Þegar Halldór hóf starfsemi sína að Aðal-
stræti 9, en þar var verkstæðið fyrst til
húsa, urðu ýmsir erfiðleikar í vegi. Hinir
fötluðu urðu þó undantekningarlaust að
greiða gerfilimina og aðrar umbúðir sjálfir,
og var það þeim oft um megn, því að smíði
og efni á þessum hlutum er kostnaðarsöm.
Einnig reyndist erfitt að fá skó, sem hægt
væri að nota og hóf Halldór því nokkru síð-
ar sjálfur smíði á skóm.
Þegar ríkið fór að taka þátt í kostnaði við
kaup á gerfilimum árið 1936, batnaði að-
staða hinna fötluðu til mikilla muna. Árið
1955 lézt Halldór, og tók þá Amór sonur
hans við rekstri verkstæðisins. Arnór byrj-
aði að lesa læknisfræði, en varð vegna
heilsubrests að leggja þau áhugamál sín
á hilluna. —■ Hann hóf þá haustið 1838
að læra gerfilimasmíði hjá föður sín-
um og vann með honum þar til hann tók
sjálfur við rekstri verkstæðisins. Einnig vann
hann um tíma hjá hliðstæðum fyrirtækjum
í Danmörku til að kynna sér nýjungar á
sviði gerfilima og umbúðasmíða.
1 dag er verkstæðið til húsa að Grettis-
götu 2 og starfa þar 8 manns sem stendur.
Margvísleg verkefni eru leyst af hendi. Til
glöggvunar þeim, sem ef til vill gera sér
ekki grein f}rrir því, hvað hægt er að fá
við líkamlegri fötlun, skal hér greint frá
því helzta, sem framleitt er á verkstæðinu.
Gerfifætur:
Þegar limurinn er tekinn fyrir ofan hné,
um hné eða fyrir neðan hné.
Gerfihandleggi:
Þegar handleggir eru teknir fyrir ofan eða
neðan olnboga, ásamt föstum eða hreyfan-
legum krókum og tækjum fyrir þá.
Umbúðir (spelkur):
Fyrir lamanir í öllum fæti, einnig þegar
18 SJÁLFSBJÖRG