Sjálfsbjörg - 01.07.1960, Side 22

Sjálfsbjörg - 01.07.1960, Side 22
ENDURÞJÁLFUNAR STÖÐIN / I BERGEN Enn sem komið er höfum við íslendingar lítil kynni haft af einni tegund heilbrigði- stofnana, sem flestar grannþjóðir okkar hafa þó fyrir nokkru komið á fót, hinum svo- nefndu endurþjálfunarstofnunum, en þær rækja það hlutverk að aðstoða öryrkja við að komast út í atvinnulífið. f stuttu máli vil ég lýsa einni slíkri, og vel þá „Statens Attföringsinstitutt“ í Bergen. Við gætum kallað það endurþjálfunarstofnun ríkisins, en hana skoðaði ég s. 1. sumar, er ég dvaldi í Bergen nokkra daga. f Noregi eru þrjár stofnanir af þessu tagi. Ein er í Oslo, er hún þeirra stærst og elzt frá 1945. önnur er í Bergen, hóf hún starf- semi sína fyrir 5 árum. Loks er hin þriðja að taka til starfa í Þrándheimi. Ég tel ótví- rætt þörf á starfsemi af svipuðu tagi hér á landi, og held, að stofnanir Norðmanna geti að mörgu leyti verið okkur til fyrirmyndar, vil ég því skýra frá starfi og tilhögun einnar þeirrar. Endurþjálfunarstofnunin i Bergen tekur til athugunar og þjálfunar öryrkja frá suð- vesturhéruðum Noregs. Á því svæði búa um 600 þúsund manns eða rúmlega þrisvar sinn- um fleiri en á íslandi. Stofnunin er sýnilega of litil, því að helmingi fleiri sækja um rúm þar en hægt er að taka á móti. Endurþjálfunarstofnunin í Bergen. Verkefni stofnunarinnar er að rannsaka öryrkja með tilliti til starfsvals, gera áætlun um nám þeirra eða starf í framtíðinni í sam- ráði við þá sjálfa og láta þeim í té fyrstu þjálfun til undirbúnings því að ganga út í atvinnulífið. Aðaldeildir stofnunarinnar eru tvær, rannsóknardeild og þjálfunardeild. — Auk þess er lítil heimavist, þar sem menn geta búið um tíma að lokinni athugun og þjálfun, ef erfitt er að útvega húsnæði eða þeir þarfnast æfingarmeðferðar vegna löm- unar, en þar er einnig sérstök œfingastöS fyrir lamaða og fatlaða. Á rannsóknardeild dvelja öryrkjamir oft- ast um það bil tvær vikur. Það er rúm fyrir 12 manns, og koma því 6 nýir öryrkjar þang- að vikulega. Er því hægt að rannsaka þar og leiðbeina 250—300 manns árlega. Athug- anir eru gerðar af læknum og nákvæmum upplýsingum safnað um heilsufar öryrkjans til að komast að raun um, hvort bæta megi heilbrigði hans eða auka verkhæfni með aðgerðum, þjálfun eða annarri meðferð. — Einnig miða athuganir lækna að því að finna út, hvað maðurinn geti unnið og hvað hann þurfi að forðast. Sálfræðingur stofnunarinnar athugar hæfi- leika og áhugamál, kannar hvort nám komi til greina, hversu vandasöm störf mætti ætla 22 SJÁLFSBJÖRG

x

Sjálfsbjörg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.